Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 12
 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR 24 þúsund kr. inneign fylgir þessum síma. Alvöru GSM símar á frábæru tilboði á ring.is. E N N E M M / S ÍA / N M 4 15 8 5 LG Viewty Eftirstöðvum dreift á 12 mánuði.* 2.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreiðsluverð: 29.900 kr. Útborgun 0 kr. Athugið að inneign í símatilboðum virkjar ekki vinaafslátt Ring. *Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði. KAUPA UKI 2x bíó 2x Dom ino's 2x Ser rano SJÁVARÚTVEGUR Áframhaldandi hvalveiðar eru þjóðhagslega hag- kvæmar en þær þarf að endurmeta ef síðar kemur í ljós að þær hafi verulega neikvæð áhrif á ferða- þjónustu, virði umhverfisgæða og ímynd Íslands. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands um þjóðhags- leg áhrif hvalveiða, sem var kynnt í gær. Skýrslan var unnin fyrir land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytið. Í henni er rakið umfang og þróun hvalveiða við Ísland, efnahagslegt gildi þeirra, áhrif á helstu nytjastofna og á ferðaþjón- ustu, umhverfisgæði og ímynd landsins. Opinberar upplýsingar liggja ekki fyrir um þýðingu hvalveiða fyrir þjóðarbúið á liðnum árum en samkvæmt upplýsingum frá Hval hf. og hrefnuveiðimönnum gætu 80 til 90 ársverk fallið til við veið- ar og vinnslu á 150 langreyðum og jafnmörgum hrefnum. Launa- kostnaður við veiðar á 150 lang- reyðum er áætlaður 750 milljón- ir króna og telja skýrsluhöfundar að virðisauki þeirra gæti orðið að minnsta kosti jafnmikill. Tap var á hrefnuveiðum í fyrra að teknu tilliti til afskrifta og fjár- magnsliða og allar afurðir voru seldar innanlands. Ef gert er ráð fyrir að hægt sé að selja hluta afurðanna utanlands telja skýrslu- höfundar að virðisauki af veiðum á 150 hrefnum gæti numið 270 millj- ónum króna. Samanlagður virðis- auki af veiðum á 150 langreyðum og 150 hrefnum gæti því orðið um einn milljarður króna. Í skýrslunni er einnig lagt mat á áhrif hvalveiða á helstu nytja- stofna. Niðurstaðan er sú að ef veiddar væru 150 hrefnur og 150 langreyðar væri hægt að auka afla á þorski, ýsu og loðnu umtalsvert. Verðmæti þess umframafla gæti numið 12,1 milljarði króna á verð- lagi dagsins í dag. Tölur yfir fjölda ferðamanna gefa ekki til kynna að hvalveið- ar síðustu ára hafi haft marktæk áhrif á komur þeirra til landsins. Ekki var þó hægt að meta til fjár áhrif hvalveiða á virði umhverfis- gæða eða á ímynd Íslands í öðrum löndum. Mikilvægt sé að kanna þau frekar, segir í skýrslunni. bergsteinn@frettabladid.is Hagkvæmt að halda hvalveiðum áfram Hvalveiðar eru þjóðhagslega hagkvæmar þótt tap hafi verið á hrefnuveiðum í fyrra, segir í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar. Veiðar hafa ekki haft mælanleg áhrif á ferðaþjónustu en gæta þarf að hugsanlegum áhrifum á ímynd landsins. Í HVALSTÖÐINNI Ef veiddar væru 150 hrefnur og 150 langreyðar mætti auka afla á þorski, ýsu og loðnu, segir í nýrri skýrslu um hvalveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.