Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 18

Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 18
18 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Góð vinkona mín fór nýver-ið með barnabörnum sínum í sundlaugina á Álftanesi. Hún naut þess að synda í lauginni og vera í heita pottinum en þau höfðu meiri áhuga á rennibraut- inni. Dóttursonur hennar, sem er mjög hændur að ömmu sinni, kom og spurði í samúðartón hvort hún þyrði ekki í brautina. „Jú, jú!“ sagði hún hressilega og dreif sig í tækið. Fimm ára sonardóttir hennar var á undan henni upp tröppurnar. Á miðri leið staldraði hún við, sneri sér að ömmu sinni og sagði ákveðin og uppörvandi: Núna ertu ekki lengur gömul, amma!” Mér þótti dálítið gott hjá full- trúa framtíðarinnar að tengja aldur við athafnir og dirfsku, en ekki fæðingarvottorð og hrukk- ur, þótt óvíst sé að hún eigi mörg skoðanasystkin. En þetta leiðir hugann að því hvað sinnið er öfl- ugt stjórntæki og hvað það er oft á sjálfstýringu hjá okkur. Hvað við eltum almennings- álit, látum atferli og skoðan- ir annarra koma okkur í upp- nám, gerum veður út af hlutum sem engu máli skipta þegar til stykkisins kemur, og stöldrum ekki við hina ýmsu gleðiglampa í daglegu lífi. Lítum á þá sem sjálfsagðan hlut. Við tökum lífs- ins gæðum kannski fagnandi en verðum fljótt heimablind. Athyglin beinist að því sem við sækjumst eftir, ekki því sem við eigum og höfum. Þangað til við missum það. Þá fær það ofur- vægi. Okkur finnst velgengni eðlilegt ástand, og skortur á henni andstreymi. En hvernig sem aðstæður eru, þá ræðst líðan okkar meira af eigin við- horfi en ytri aðstæðum. Óþörf umræða Býsna mörgum er tíðrætt um það sem þeim mislíkar í fari fólks sem það að öðru leyti hefur mætur á. Oft er það ekki skap- gerðarbrestur sem um er að ræða, heldur önnur nálgun á grundvallaratriðum, ólík við- brögð við sömu hlutum, eða bara þrjóska og sérviska af einhverju tagi. Pirringur þessarar gerðar er algengur á heimilum, í skól- um, á vinnustöðum, í vinahóp- um, stjórnmálum og raunar hvar sem er. En ef við látum hátterni og upplag annarra skaprauna okkur er það auðvitað okkar val. Það erum við sjálf sem kjósum að láta lund þeirra koma okkur í uppnám. Mesta virðing sem við getum sýnt öðrum, er að taka þeim eins og þeir eru. Og með því að beina athyglinni fyrst og fremst að kostum þeirra, líður okkur sjálfum betur. Við getum áfram haft skoðun á því sem er okkur ekki að skapi, en það er engum til gagns að dvelja við það. Síst af öllu þegar börn og unglingar eiga í hlut. Beri maður ábyrgð á þeim, þarf að vanda sig. Með því að fjasa og skammast í sífellu um hvað þau séu óþæg, vanþakklát, gangi illa um, læri ekki heima og brúki munn, gefur maður þessum eiginleik- um líf og er sjálfur ekkert betri. Með því að beina athygli að því sem vel er gert, og best er í fari barnsins og unglingsins, eru meiri líkur á að það festi rætur og færist yfir á aðra þætti. Það vex sem að er hlúð, eins og skáldið frá Djúpalæk minnti okkur á, og það á auðvitað bæði við um það sem gott er, og hitt sem rífur niður. Þess vegna eigum við að hlúa að því sem eflir sjálfsvirðingu uppvaxandi kynslóðar á þann veg að hún sæki ekki styrk í álit annarra, heldur eigin barm. Sú innstæða ber vexti ævina á enda. Snerti gleðistreng Vorið er komið. Bjart fram á kvöld. Sólarbirta hér á suðvest- urhorninu. Eldur streymir úr iðrum jarðar og minnir okkur á sögu landsins og mátt náttúr- unnar. Páskar um næstu helgi og eftirvænting í loftinu. Þjóðmála- áhuginn kominn í páskafrí. Er þetta ekki dálítið stórkostlegt? Ljóð og kvæði liðinna alda sem Íslendingar hafa sung- ið mann fram af manni vitna um þann létti og hamingju sem fylgdi vorkomunni og sólinni, eftir langa og dimma vetur. Skáldin blessuðu sólina, birtuna og vorið. „Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng,“ söng smaladreng- urinn. Eigum við ekki að ganga inn í vorið og sumarið með þennan gleðistreng í brjóstinu? Njóta þess að vera til, hvað sem öðru líður. Það vex sem að er hlúð Uppbyggilegt viðhorf JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um Icesave og atvinnumál Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram alþingismaður í skrifum sínum í Frétta- blaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave-samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun mála- lykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingar- mynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórn- valda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi lands- framleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnu- leysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmd- ir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmet- ið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningur- inn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslending- ar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánar- drottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þús- und ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samn- ingum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður. Tuttugu þúsund ársverk vinnast ÖGMUNDUR JÓNASSON Við tölvuborðið DV greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hefðu látið gera leyniskýrslur um íslenska ráðamenn. Þær hafa nú lekið út. Einn af þeim sem fjallað er um er Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra. Össuri er ekki skemmt. „Það getur gefið mjög bjagaða mynd af viðfangsefninu þegar duttlung- ar einstaka stjórnarerindreka ráða því sem úr tölvuborði hrýtur,“ segir ráðherrann. Ef einhver þekkir á eigin skinni afleiðingar þess þegar duttlungar ráða för við tölvuborðið er það Össur. Bjöguð mynd? Það er skiljanlegt að Össur sé ekki sáttur við að eitthvert fólk úti í heimi taki saman skýrslu um hann. En kíkj- um á nærmyndina sem dregin er upp af Össuri. Í stórum dráttum er hún þessi: Össur er vingjarnlegur, töfrandi þungavigtarmaður í pólitík, hliðhollur Bandaríkjunum en hikar ekki við að gagnrýna þau; getur verið dramatísk- ur, er sveigjanlegur í öryggismálum en vill herlaust Ísland; Evrópusinni sem er óformlegur á fundum, virðir skoðanir annarra og kann ensku. Hversu bjöguð er þessi mynd af viðfangsefninu? Gegn stjórnarsáttmálanum Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, er lítt hrifinn af fyrir- hugaðri sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis við önnur ráðuneyti í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Í samtali við Pressuna sagði hann að Vinstri græn legðust beinlínis gegn þeim hugmyndum. Nú er kveðið á um þessa sameiningu ráðuneyta í stjórnarsáttmála Samfylk- ingar og VG. Er eitthvað í þeim sáttmála sem VG leggst ekki gegn? bergsteinn@frettabladid.isS einkun um ár á stóriðjuframkvæmdum vegna þess að enn hafa ekki náðst samningar um Icesave getur haft í för með sér að landsframleiðsla dragist saman um fimmtíu milljarða næstu þrjú árin. Þetta er ein af nið- urstöðum hagdeildar Alþýðusambandsins, sem að beiðni Fréttablaðsins reiknaði út hvað það kynni að kosta þjóðarbúið að Icesave-viðræðurnar drægjust enn á langinn. Það hefur áhrif á lánstraust Íslands á heildina litið að málið skuli enn vera óleyst. Orkufyrirtækin, jafnt og önnur stór fyrir- tæki í landinu, finna fyrir því. Fjármögnun stórra verkefna, sem munu auka hagvöxt og efla atvinnu í landinu, er ýmist ómöguleg eða afar dýr. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru þetta við- brögð hins alþjóðlega fjármálamarkaðar við Icesave-deilunni. Í tölum ASÍ er eingöngu horft á stóriðjuframkvæmdir vegna þess að þar eru stærðirnar nokkurn veginn þekktar og fyrir vikið hægt að meta áhrifin af því að Icesave-málið sé áfram upp í loft. Þar er ekki tekið tillit til þess hvað hærri vextir kosta þjóðina, framlenging gjaldeyrishaftanna eða hvað glatast vegna þess að erlendir fjárfestar í öðrum greinum en orkuvinnslu og stóriðju halda að sér höndum á meðan málið er enn óútkljáð. Þjóðaratkvæðagreiðslan í byrjun mánaðarins hefur ekki haft þau áhrif, sem margir spáðu, að bæta stórlega samningsstöðu Íslands og knýja Breta og Hollendinga til að fallast á mun betri samning. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar, hafði töluverður árangur hins vegar náðst. Stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi höfðu áhyggjur af að yfirgnæfandi nei í atkvæðagreiðslunni myndi hafa áhrif í öðrum Evrópulöndum, þar sem skattgreiðendur hafa einn- ig þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna bankahruns- ins. Viðsemjendurnir voru af þeim sökum reiðubúnir að setjast enn á ný að samningaborðinu og gera Íslandi betra tilboð um kjör á greiðslu Icesave-skuldarinnar. Það tilboð gæti falið í sér tuga milljarða króna minni vaxtakostnað en fyrri samningur. Þess verður hins vegar ekki vart að niðurstaðan í þjóðarat- kvæðagreiðslunni hafi haft nokkur áhrif á meðal almennings í öðrum ríkjum Evrópu. Og ávinningurinn, sem náðist fram við samningaborðið fyrir atkvæðagreiðslu, minnkar með hverri vik- unni sem líður án þess að málinu sé lokið. Lántökurnar vegna Icesave eru skattgreiðendum vissulega dýrar. Lántökur vegna hallarekstrar ríkissjóðs, endurfjármögn- unar viðskiptabankanna og endurfjármögnunar Seðlabankans eftir bankahrun eru reyndar enn dýrari. Stjórnmálamenn geta hins vegar ekki leyft sér að horfa framhjá þeim gífurlega kostn- aði, sem í því felst að málið sé áfram óleyst. Líkurnar á því að ná enn betri samningi fara dvínandi, enda finnst stjórnvöldum í Hollandi og Bretlandi þau ekki lengur vera undir neinum sér- stökum þrýstingi. Skynsamlegasta lausnin í stöðunni er að stjórnmálaflokkarnir taki höndum saman um að ljúka málinu á þeim nótum, sem rætt var um fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu – áður en sá ávinningur rýkur út í veður og vind. Ávinningurinn af betri samningsstöðu í Icesave minnkar eftir því sem samningar dragast. Biðin er dýr ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR H-lista í vor Heiðarleika í stað spillingar Halda fl ugvellinum og orkulindunum Hafna óréttlæti fjórfl okksins Borgarmálafélag F-lista Við viljum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.