Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 20
20 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Lögreglukórinn UMRÆÐAN Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson skrifar um forvirkar rannsóknar- heimildir Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað gagnrýnislaust um nauð- syn þess að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hugtakið for- virkar rannsóknarheimildir lög- reglu virðist vera samheiti yfir athafnir sem heimila lögreglu að hafa borgarana undir eftir- liti og skerða þannig grundvall- armannréttindi þeirra án þess að þeir sem sæta eftirlitinu hafi réttarstöðu grunaðs manns í sérstöku sakamáli. Af framan- greindri umfjöllun fjölmiðla má ráða að lögreglu sé almennt vel treystandi til að fara með slíkar rannsóknarheimildir lögum sam- kvæmt. Svo er ekki. Ólögmætt eftirlit Með dómi Héraðsdóms Reykja- víkur í máli nr. E-5194/2008 var íslenska ríkið dæmt til greiða einstaklingi skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á eftirfar- arbúnaði. Íslenska ríkið sótti um leyfi til að áfrýja málinu en því synjaði Hæstiréttur. Áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri nið- urstöðu að Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að láta af þeirri aðgerð að fylgjast með bifreið viðkomandi með eftir- fararbúnaði, sbr. Hrd. í máli nr. 38/2008. Sú niðurstaða héraðs- dóms að rannsóknaraðgerð Lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu hafi verið ólögmæt og brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi stendur því óhögg- uð. Íslenska ríkið og lögregluyfir- völd viðurkenna að eftirfararbún- aður hafi verið notaður lengi við rannsókn sakamála á Íslandi eða a.m.k. frá árinu 1999. Búnaður- inn var því notaður ólöglega við rannsókn sakamála í að a.m.k. tíu ár, en notkuninni var veitt laga- stoð 1. janúar 2009. Eftir því sem næst verður komist hafa mest verið til þrjú eintök af eftirfar- arbúnaðinum sem hafa verið í stanslausri notkun. Það verður því að telja að þeir aðilar sem búnaðinum var beitt gegn með ólögmætum hætti skipti tugum ef ekki hundruðum. Aðeins einn þessara manna hefur fengið tjón sitt bætt. Ástæðan fyrir því að aðrir hafa ekki leitað réttar síns er sú að þeim er ekki kunnugt um að lög- reglan hafi beitt þá ólögmætum rannsóknaraðgerðum, en þeim sem eftirfararbúnaðin- um var beint gegn var ekki tilkynnt um rann- sóknaraðgerðina þegar hún var yfirstaðin eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Húsleit án heimildar Um miðjan dag í septemb- er 2009 braust Lögreglu- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu inn í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuð- borgarsvæðinu og framkvæmdi þar leit án þess að til grundvallar lægi dómsúrskurður sem heimil- aði leitina. Rök lögreglunnar fyrir húsleitinni voru þau að heyra hefði mátt tónlist úr íbúðinni, en það væri þekkt aðferð fíkniefna- ræktenda að spila tónlist á meðan ræktun færi fram. Lögreglan gerði enga tilraun til þess að hafa samband við eiganda eða leigjanda íbúðarinnar áður en húsleitin var framkvæmd eins og lögreglu bar að gera lögum samkvæmt. Ekk- ert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og leitin var ekki fram- kvæmd í þágu rannsóknar á sér- stöku sakamáli þar sem leigjandi eða eigandi íbúðarinnar var með réttarstöðu grunaðs manns. Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan samband við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklu- braut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúð- inni. Fjölmiðlar í húsleit Snemma á síðasta ári fram- kvæmdi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu húsleit á heimili barnafjölskyldu á höf- uðborgarsvæðinu. Húsleitin var framkvæmd á meðan að húsráð- endur voru í fríi í útlöndum. Að frumkvæði lögreglu voru fjöl- miðlamenn frá einum ljósvaka- miðlanna viðstaddir húsleitina. Lögreglan veitti þeim aðgang að heimili fjölskyldunnar þar sem frétta- og kvikmyndatökumaður viðkomandi fjölmiðils athöfn- uðu sig að vild. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og var sakamálið sem var grundvöllur húsleitarinnar fellt niður. Fjöl- skyldan hafði því ekkert sér til sakar unnið. Öðru máli gegnir um Lögreglu- stjórann á höfuðborgarsvæðinu sem gerðist sekur um margvís- leg lögbrot gagnvart fjölskyld- unni, s.s. brot gegn friðhelgi einkalífs, þagnarskyldu, með- alhófsreglu og reglum um rétt- láta málsmeðferð, með því að til- kynna fjölmiðlum um húsleitina og gefa þeim kost á að vera þátt- takendur í leitinni. Benjamin Franklin sagði: Sá sem er reiðubúinn að fórna frelsinu fyrir öryggi á hvor- ugt skilið og mun á endanum tapa hvort tveggja. Af framan- greindum dæmum og þeirri ein- hliða umræðu sem ríkir á Íslandi um ofangreind málefni, jafnt af hálfu fjölmiðlamanna sem stjórn- málamanna, er ljóst að aðvörun- arorð bandaríska stjórnspek- ingsins eiga jafn vel við í dag og þegar þau féllu fyrst. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan sambandi við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklubraut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúðinni. Það er innbyrðis ósamræmi í númerum páskaeggja. Er ekkert eftirlit með þessu? www.ms.is/gottimatinn  gott í páskamatinn – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta á www.gottimatinn.is EX PO · w w w .exp o .is Aust urhr aun Reyk janes braut Miðhraun Ka up tú n Mi ðh rau n IKEA MAREL Rey kja nes bra ut

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.