Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ROKKHÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR, Aldrei fór ég suður, verður haldin á Ísafirði um páskana eins og undanfarin ár. KNH verktakar hafa lánað hús- næði sitt undir hátíðina líkt og í fyrra. Ekki er komið á hreint hvaða hljóm- sveitir spila á hvaða degi en það verður ljóst á næstu dögum. Hægt er að fylgjast með á www.aldrei.is. Davíð Jónsson, 22 ára, greindist með beinkrabbamein í hægra sköfl- ungsbeini fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið fór hann í átta mánaða lyfjameðferð en í henni miðri varð að fjarlægja fótinn fyrir ofan hné vegna útbreiðslu meinsins. Davíð segir aflimunina hafa verið mikið áfall og hafi lyfjameðferðin og sjúkraþjálfunin reynt á. „Ég var þarna á þriðja ári í Kvennó og þurfti að sleppa heil- miklu úr skóla. Þetta umturnaði náttúrulega öllu. Meðferðin hófst í nóvember 2005 og lauk í júní 2006 en ég svaraði henni til allrar ham- ingju vel. Síðan fór ég í sjúkraþjálf- un um sumarið, allt að tíu sinnum í viku þar sem ég lærði að ganga upp á nýtt. Ég hef því tvisvar sinn- um lært að ganga,“ segir Davíð. Hann segist hafa beitt sig miklum aga til að ná sér á strik á skömmum tíma. „Ég varð stað- ráðinn í að komast í betra form en ég hafði verið í á tveimur fótum. Ég fór því að prófa hitt og þetta til að sjá hvað mér þætti gaman að gera, meðal annars lyftingar, frjálsar íþróttir og hlaup og hafði við höndina viðeigandi stoðtæki frá Össuri,“ útskýrir hann og bætir við að lyftingarnar hafi orðið fyrir valinu. Óhætt er að segja að Davíð hafi náð markmiði sínu. Hann kveðst aldrei hafa verið í betra formi en nú og til marks um það gekk hann tvisvar sinnum upp Esjuna á síðasta ári og á sínum gervifæt- inum í hvort sinn. „Maður verð- ur eiginlega að vera í betra formi á einum fæti, þar sem álagið er miklu meira á bakið og mjöðm- ina. Eins má maður ekki sveifl- ast í þyngd þar sem hætt er við að hulsan sem er sérhönnuð utan um fót hvers og eins passi þá verr á hann. Þess vegna hreyfi ég mig mikið og huga vel að kílóunum.“ Davíð er nú á fyrsta ári í véla- verkfræði við Háskóla Íslands og starfar við prófanir hjá Össuri stoðtækni. Hann segist vera sátt- ur við lífið og tilveruna og þakk- ar meðal annars viljastyrk þann árangur sem hann hefur náð en mælir með því að fólk fái góða hjálp. „Ég var kannski helst til mikið að gera þetta einn en mæli ekkert sérstaklega með því þótt það hafi gengið hjá mér.“ roald@frettabladid.is Lærði að ganga á ný Davíð Jónsson greindist með beinkrabbamein í hægri sköflungi sem lauk með því að fjarlæga þurfti fótinn fyrir ofan hné. Með mikilli eljusemi náði hann sér á strik og hefur aldrei verið í betra formi. „Ég heyrði eitt sinn að menn sem missa annan fótinn fyrir ofan hné eyði allt að 70 prósentum meiri orku en þeir sem eru með báða fætur í lagi,“ segir Davíð, sem lætur það ekki slá sig út af laginu og stundar ræktina af kappi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Miðvikudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni * Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐA Láttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 349.9 00 kr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.