Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 22
Ný handbók um mat- aræði í framhaldsskól- um hefur verið gefin út. Áhersla er lögð á matarframboð í skól- unum og tillögur að uppröðun á vörunum. www.lydheilsu- stod.is Nýja línan frá Hvítur 119.900 Stál 139.900 Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 31.mars kl. 15-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl. 10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Hægt er að verða háður hitaein- ingum rétt eins og nikótíni og kókaíni, segir í nýrri bandarískri rannsókn. Þetta mátti lesa á danska fréttavefnum Berlingske tidende í gær. Rannsóknin var gerð af stofnun- inni The Scripps Research í Flór- ída og sýndu niðurstöður hennar fram á að líkaminn getur orðið háður stórum skömmtum af hita- einingum. Sykurneysla losar efni í heilanum sem veita vellíðan en sömu heilastöðvar örvast til dæmis við fíkniefnaneyslu. Ekki var þó hægt að svara spurningunni af hverju sumir verða háðir efnum eða hitaeining- um en aðrir ekki, en til að minnka líkurnar á að verða háður hitaein- ingum átti meðal annars að: Halda sig frá hitaeiningum, borða hollan og fjölbreyttan mat og fylgjast með líkamsþyngdinni. www.berlingske.dk Gömul frétt og ný Sælgætið getur verið varhugavert. FRJÁLS.IS er nýr vefur fyrir fagfólk, einkum á heilbrigðissviði. Á vefnum er að finna fræðilegt efni um lífsstílsbreytingar og hagnýt ráð um hvernig gott er að bera sig að í daglegu starfi þegar ræða á um lífsstílsbreytingar við skjólstæðinga. „Aðalatriðið er að vera á góðum skóm þegar farið er út að hlaupa og ekki skynsamlegt að horfa í aurinn þegar kemur að vali á hlaupaskóm,“ segir Torfi H. Leifsson, hlaupari og umsjónarmaður vefsíðunnar hlaup. is. Hann hvetur fólk einnig til að fara varlega af stað ef það hefur ekki hreyft sig mikið áður. „Fólk drífur sig oft út þegar áhuginn vaknar, því líður svo vel að það ætlar að ná sér í form á örskömmum tíma. Það getur hins vegar endað með beinhimnubólgu, eymslum í hnjám og mjöðmum eða meiðslum. Það tekur líkamann tíma að aðlagast nýrri hreyfingu.“ Á heimasíðunni hlaup.is sem Torfi hefur haldið úti í fjórtán ár, hefur hann safnað saman fróðleik og upplýsingum fyrir hlaupara. Þar er meðal annars að finna æfinga- plan fyrir byrjendur sem byggir á æfingum þrisvar til fjórum sinnum í viku. Í upphafi á að ganga í nokkr- ar mínútur og hlaupa í færri mínút- ur, smám saman verða hlaupamín- úturnar fleiri þar til viðkomandi hleypur allan tímann, eða sam- fleytt í 30 mínútur. „Það geta allflestir stundað hlaup, hvort sem markmiðið er að taka þátt í almenningshlaupum eða hugsa hlaupin sem almenna hreyfingu,“ segir Torfi. „Sniðugt er fyrir byrjendur að fara í skokk- hóp. Þeir eru starfræktir víða og á síðunni er að finna lista yfir slíka hópa. Þá er kominn ákveðinn tími í viku fyrir æfingarnar og aðgang- ur að leiðbeiningum þjálfara. Svo er gott að hafa félagsskapinn þegar fólk er að byrja.“ Torfi segir sérhannaðan hlaupa- fatnað ekki nauðsynlegan til að byrja með. Æfingabuxur, bolur og vindjakki dugi vel en þó verði skórnir að vera vandaðir. Ef fólk finnur fyrir beinhimnubólgu ráð- leggur Torfi að hlaupa á mýkra und- irlagi en malbiki, til dæmis malar- eða moldarstígum eða á grasinu. Sjálfur hefur Torfi hlaupið í mörg ár en auk þess að halda úti upplýsingavefnum stendur hann fyrir námskeiðum í útihlaupum bæði í Reykjavík og á Akureyri og á döfinni eru einnig námskeið á Austurlandi. „Ég byrjaði í fyrrasumar með hlaupanámskeið, bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Þar fer ég yfir æfingaplön, búnað og matar- æði svo eitthvað sé nefnt. Nám- skeiðin eru yfirleitt tvö kvöld og einn verklegur tími í Laugardaln- um. Þátttakan hefur verið mjög góð en næstu námskeið eru ráð- gerð í apríl og maí og áfram fram- eftir sumri.“ Skráning á námskeiðin fer fram á www.hlaup.is. heida@frettablaidid.is Fastur tími fyrir æfingar Með hækkandi sól og hlýrra veðri fá margir fiðring í hlaupatærnar. Útihlaup eru góð líkamsrækt en áður en rokið er af stað er að nokkru að huga svo forðast megi meiðsl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Torfi H. Leifsson hlaupari heldur úti heimasíðunni hlaup.is þar sem er meðal annars að finna leiðbeiningar fyrir byrjendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.