Fréttablaðið - 30.03.2010, Page 23

Fréttablaðið - 30.03.2010, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2010 „Ein af frumþörfum mannsins er að eignast barn, og eins og aðrar hafa einhleypar konur í frjósem- isvanda mikla þrá til barneigna. Langflestar vilja eignast barn í fjölskyldu og bíða eins lengi og þær geta til að hitta sinn eina rétta, en bíða kannski til 35 til 38 ára og þá hefur frjósemin minnkað það mikið hjá sumum að egg þeirra eru uppurin,“ segir Guðmundur Ara- son kvensjúkdóma- og fæðinga- læknir í tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica. Hann segir fagnaðar- efni verði frumvarpið samþykkt því barneignir séu sjálfsögð mann- réttindi og auki lífsgæði, ekki síst þegar þrengra er orðið um ættleið- ingar en einhleypar konur fá ekki að ættleiða barn. „Þetta mundi breyta öllu fyrir einhleypar konur því í dag kveða lög á um að önnur kynfruman verði að koma frá foreldri barns- ins. Í dag geta því eingöngu konur í sambúð sem árangurslaust hafa reynt að eignast barn með manni sínum fengið gjafaegg sem frjóvg- að er með sáðfrumu mannsins.“ Guðmundur segir gjafaegg koma frá íslenskum konum, en fleiri egg- gjafa þurfi til að anna eftirspurn. „Biðlistinn er langur og okkur bráðvantar egg fyrir konur sem ekki hafa allar tímann fyrir sér. Hins vegar getur 38 ára gömul kona sem þarfnast gjafaeggs verið róleg því legið verður ekki gamalt líkt og egg hennar og góðar líkur á að hún verði ófrísk þótt áfram líði einhver ár.“ Að sögn Guðmundar geta allar konur á aldrinum 22ja til 35 ára gefið egg, séu þær hraustar, laus- ar við vímugjafa og ekki með ætt- genga sjúkdóma sem erfast beint. „Egggjafi gengst undir blóð- prufu til að hægt sé að skoða vel hormónabúskap, fyllir út spurn- ingalista og fer yfir stöðuna með félagsráðgjafa, en við viljum ekki að fólk komi til þess eins að hagn- ast á þessu,“ segir Guðmundur og vísar til óþægindagjalds sem egg- gjafi hlýtur að launum og er um 75 til 100 þúsund krónur fyrir skipt- ið, en eggheimtan sjálf er tiltölu- lega einföld. „Eftir skoðun, blóðprufur og bakteríuræktun úr leggöng- um örvum við eggjastokkana og tökum egg þegar þau eru orðin þroskuð. Þetta er um tíu mínútna aðgerð, en eggin þarf að frjóvga innan sólarhrings. Árangur er mjög mikill og 65 prósenta líkur á að kona verði ófrísk eftir fyrstu frjóvgun, en stór hluti frjósemis- vanda kvenna er einmitt eggin og með því að fá ferskt egg er vanda- málið yfirleitt úr sögunni.“ Guðmundur segir rannsóknir sýna að konur sem þiggi gjafa- egg tengist barni sínu sterkum böndum eftir að hafa borið það undir belti í níu mánuði. Þá séu hverfandi líkur á að gjafinn þekki sitt eigið genamengi í útliti barns seinna meir, en lögum samkvæmt verður kona óábyrg fyrir vand- kvæðum sem seinna gætu komið upp eftir að eggfruma er tekin úr líkama hennar. „Við frjóvgum ekki nema eina til tvær íslenskar konur með eggjum frá sama gjafanum, og vilji kona fara í eggheimtu aftur er þess gætt að þau séu frjóvguð handa konum á erlendri grund. Þannig skapast ekki meiri hætta á að systkini hittist, með tilheyr- andi áhættu seinna meir, en ger- ist og gengur með rangfeðrun í dag.“ Guðmundur segir klárlega grip- ið fram fyrir hendur náttúrunnar með eggheimtu og glasafrjóvg- un, en það sé löngu samþykkt og úrval náttúrunnar sé löngu hætt. „Við hjálpum konum, sem ann- ars myndu ekki eignast barn, að verða mæður. Með keisaraskurði tökum við líka fram fyrir hendur náttúrunnar, því áður dóu konur með þrönga grind af barnsför- um því þær gátu ekki fætt. Eins er með karlmenn með mjög lágt sæðishlutfall; þeir voru barn- lausir áður og mundu ekki eign- ast börn í dag nema með tækni- sæðingu.“ Að sögn Guðmundar kjósa æ fleiri gjafar að taka fram hverjir þeir séu, öfugt við það sem áður var. „Ég held að í því felist aukinn skilningur á þörf mannsins til að vita um sinn uppruna. Gjafar verða alltaf óþekktir gagnvart þega sínum, en þegar barn nær átján ára aldri getur það fengið upplýsingar um hver gjafinn var, ef gjafinn gaf sem þekktur gjafi. Þar með er ekki sagt að það ætli að banka upp á, heldur kannski bara að vita hver hann er, og það þykir æ fleirum sjálfsagt.“ thordis@frettabladid.is Gjafaegg vantar fyrir barnlausa Á Alþingi bíður nú afgreiðslu frumvarp sem gerir einhleypum konum með skerta frjósemi heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun, en sá hópur hefur staðið utan þess sjálfsagða réttar að eignast barn. Til þess að mæta þeirri þörf þurfa fleiri íslenskar konur að gefa egg. Guðmundur Arason er kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir í Art Medica þar sem biðlisti er langur eftir gjafaeggjum og vantar fleiri egggjafa sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.