Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 24
AKUREYRI BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður á Akureyri í síðustu viku við Dalsbraut. Markaðurinn verður opinn frá 11 til 18 alla daga til og með 6. apríl, að frá-töldum föstudeginum langa og páskadegi, þá verður lokað. Margrét Guðmundsdóttir sagn- fræðingur hefur síðastliðna fimm mánuði unnið að viðamiklu rann- sóknarverkefni á vegum Akur- eyrarstofu og Akureyrar Aka- demíunnar. Verkefnið felur í sér að sameina allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við Akureyri og Eyjafjarðarsvæð- ið frá árunum 2000-2009. Samtals eru þetta hátt í 900 færslur og segir Margrét margt hafa komið á óvart í ferlinu. „Það er virkilega hátt hlutfall nemenda við Háskólann á Akur- eyri sem velur sér svæðið sem rannsóknarverkefni í lokaritgerð- um, eða rúm 25 prósent,“ segir Margrét. „Stúdentar virðast velja sér umfjöllunarefni frá nærsvæð- inu.“ Háskólar á höfuðborgarsvæð- inu sýni þessu svæði lítinn áhuga. Hún tekur fram að lokaritgerðir nemenda Háskólans í Reykjavík séu ekki birtar í gagnagrunnum landsins, svo ekki sé vitað hvern- ig staðan er þar. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að kanna og kortleggja umfang og eðli rannsókna sem tengjast svæðinu, en einnig til að sýna fram á þýðingu og notagildi þeirra. „Það er nauðsynlegt að hvetja til gagnrýninnar umræðu um stöðu rannsókna á þessum svæðum,“ segir Margrét. „Útlistun á greinunum verður svo komið fyrir í sameiginlegum gagna- grunni sem verður opinn öllum.“ Málaflokkar greinanna eru margir og eru rannsóknir í menntamálum langflestar. Heil- brigðismál og saga koma næst. „Símenntun og fullorðinsfræðsla virðist vera algjörlega ókannað svið á þessu svæði. Það kemur á óvart vegna þess að Akureyri er mikill símenntunarbær og hafa þessi mál mikið upp á að bjóða fyrir fræðimenn,“ segir hún. Rannsóknin sýndi einnig fram á mikinn kynbundinn mun í vali á viðfangsefnum. Konur áttu til dæmis 95 prósent í rannsóknum varðandi útlendinga í Eyjafirði og 90 prósent af heilbrigðismálum. Karlar áttu allar birtingar sem varða fólksfjölda og 81 prósent af rannsóknum á sögusviðinu. Margrét segir að þetta verk- efni sé mikilvægt til þess að sýna fram á hvað hefur verið rannsak- að á Akureyrarsvæðinu, en ekki síður til þess að sjá hvar skortur er á rannsóknum. Sem sagnfræð- ingur sér hún mikla möguleika í rannsóknum á sögu svæðisins en einnig mikilvægi þess að miðla þessari miklu þekkingu sem safn- ast hefur í gegnum þessi tæplega þúsund rannsóknarverkefni. - sv Hátt hlutfall nema fjallar um Akureyri og nágrenni Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur vinnur að því að sameina allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið frá árunum 2000-2009. Margt kom á óvart. Margrét tekur saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu. MYND/SV Íbúar á Akureyri voru 17.522 talsins 1. desember 2008. Bæjarland Akureyrar er um 125 ferkíló- metrar. Opið var í Hlíð- ar fjalli 153 daga veturinn 2008-2009. Heildar- fjöldi gesta var 76.048 og fóru þeir 571.877 ferðir í lyfturnar. www.akureyri.is Komdu við og skoðaðu úrvalið í stærstu og fjölbreyttustu skóbúð landsins 20 sý ning ar up psel dar! Freyvangsleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi -í leikstjórn Ingunnar Jensdó ur Frábærir leikdómar: „Ég verð að viðurkenna að það kom mér algjörlega í opna skjöldu að setjast inn í samkomu- hús út í sveit og láta hóp áhugaleikara kippa mér a ur um hálfa öld. Upplifunin var slík að allar þær ölmörgu uppfærslur af þessu leikri Torbjörn Egners sem ég hef só bæði á Íslandi og erlendis hurfu í skuggann nema þessi eina sanna sem ég nefndi hér í upphafi .“ – Ágúst Þór Árnason, Vikudagur. Tryggðu þér miða á frábæra skemmtun fyrir alla ölskylduna. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.