Fréttablaðið - 30.03.2010, Page 24

Fréttablaðið - 30.03.2010, Page 24
AKUREYRI BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður á Akureyri í síðustu viku við Dalsbraut. Markaðurinn verður opinn frá 11 til 18 alla daga til og með 6. apríl, að frá-töldum föstudeginum langa og páskadegi, þá verður lokað. Margrét Guðmundsdóttir sagn- fræðingur hefur síðastliðna fimm mánuði unnið að viðamiklu rann- sóknarverkefni á vegum Akur- eyrarstofu og Akureyrar Aka- demíunnar. Verkefnið felur í sér að sameina allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við Akureyri og Eyjafjarðarsvæð- ið frá árunum 2000-2009. Samtals eru þetta hátt í 900 færslur og segir Margrét margt hafa komið á óvart í ferlinu. „Það er virkilega hátt hlutfall nemenda við Háskólann á Akur- eyri sem velur sér svæðið sem rannsóknarverkefni í lokaritgerð- um, eða rúm 25 prósent,“ segir Margrét. „Stúdentar virðast velja sér umfjöllunarefni frá nærsvæð- inu.“ Háskólar á höfuðborgarsvæð- inu sýni þessu svæði lítinn áhuga. Hún tekur fram að lokaritgerðir nemenda Háskólans í Reykjavík séu ekki birtar í gagnagrunnum landsins, svo ekki sé vitað hvern- ig staðan er þar. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að kanna og kortleggja umfang og eðli rannsókna sem tengjast svæðinu, en einnig til að sýna fram á þýðingu og notagildi þeirra. „Það er nauðsynlegt að hvetja til gagnrýninnar umræðu um stöðu rannsókna á þessum svæðum,“ segir Margrét. „Útlistun á greinunum verður svo komið fyrir í sameiginlegum gagna- grunni sem verður opinn öllum.“ Málaflokkar greinanna eru margir og eru rannsóknir í menntamálum langflestar. Heil- brigðismál og saga koma næst. „Símenntun og fullorðinsfræðsla virðist vera algjörlega ókannað svið á þessu svæði. Það kemur á óvart vegna þess að Akureyri er mikill símenntunarbær og hafa þessi mál mikið upp á að bjóða fyrir fræðimenn,“ segir hún. Rannsóknin sýndi einnig fram á mikinn kynbundinn mun í vali á viðfangsefnum. Konur áttu til dæmis 95 prósent í rannsóknum varðandi útlendinga í Eyjafirði og 90 prósent af heilbrigðismálum. Karlar áttu allar birtingar sem varða fólksfjölda og 81 prósent af rannsóknum á sögusviðinu. Margrét segir að þetta verk- efni sé mikilvægt til þess að sýna fram á hvað hefur verið rannsak- að á Akureyrarsvæðinu, en ekki síður til þess að sjá hvar skortur er á rannsóknum. Sem sagnfræð- ingur sér hún mikla möguleika í rannsóknum á sögu svæðisins en einnig mikilvægi þess að miðla þessari miklu þekkingu sem safn- ast hefur í gegnum þessi tæplega þúsund rannsóknarverkefni. - sv Hátt hlutfall nema fjallar um Akureyri og nágrenni Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur vinnur að því að sameina allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið frá árunum 2000-2009. Margt kom á óvart. Margrét tekur saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu. MYND/SV Íbúar á Akureyri voru 17.522 talsins 1. desember 2008. Bæjarland Akureyrar er um 125 ferkíló- metrar. Opið var í Hlíð- ar fjalli 153 daga veturinn 2008-2009. Heildar- fjöldi gesta var 76.048 og fóru þeir 571.877 ferðir í lyfturnar. www.akureyri.is Komdu við og skoðaðu úrvalið í stærstu og fjölbreyttustu skóbúð landsins 20 sý ning ar up psel dar! Freyvangsleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi -í leikstjórn Ingunnar Jensdó ur Frábærir leikdómar: „Ég verð að viðurkenna að það kom mér algjörlega í opna skjöldu að setjast inn í samkomu- hús út í sveit og láta hóp áhugaleikara kippa mér a ur um hálfa öld. Upplifunin var slík að allar þær ölmörgu uppfærslur af þessu leikri Torbjörn Egners sem ég hef só bæði á Íslandi og erlendis hurfu í skuggann nema þessi eina sanna sem ég nefndi hér í upphafi .“ – Ágúst Þór Árnason, Vikudagur. Tryggðu þér miða á frábæra skemmtun fyrir alla ölskylduna. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.net

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.