Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 26
 30. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● páskar Full búð af nýjum vörum TILBOÐ Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá hálsklút að verðmæti 3.900 kr. í kaupbæti. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Englaterta að hætti Jóa Fel - þú svífur um í súkkulaðiskýji ● KRIMMAR OG MARS- IPAN Norðmenn halda líkt og Íslendingar upp á páska með pompi og prakt. Margir eiga sinn eigin fjallakofa, bregða sér á skíði og efna jafnvel til skíða- keppni innan fjölskyldunn- ar. Þá eru reyfarar órjúfanlegur hluti páskanna, fólk bæði horf- ir á slíka í sjónvarpinu og les sér til dægrastyttingar. Egg eru jafn mikilvægur hluti af páskunum í augum Norðmanna og Íslend- inga, en frændur vorir hafa hins vegar fyrir sið að útbúa pappa- egg fyllt með alls kyns góð- gæti, einna helst súkkulaði og mars- ipani. „Ég hef ekki upplifað íslenska páska enn. Ég hef þó heyrt ýmsar lýsingar á því hvernig haldið er upp á páska hér og heyrist að það sé gert töluvert meira úr hátíðinni hér en heima í Mílanó,“ segir Maurizio Schiavi, ítalskur skiptinemi sem býr ásamt íslenskri „fjölskyldu“ sinni í Hafnarfirði og stundar nám við Flensborgarskóla. Maurizio hefur búið á Íslandi í sjö mánuði og held- ur aftur heim til Mílanó í lok vetrar. Hann segist hafa ákveðið að sækja um skiptinemanám á Íslandi til að freista þess að upplifa hluti sem hann gæti ekki kynnst á Ítalíu. „Til að mynda langaði mig mikið til að sjá alvöru snjókomu, en reyndar höfum við feng- ið lítinn snjó hér á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Mér var líka sagt að Íslendingar væru upp til hópa gott fólk sem tækju heimsóknum útlendinga vel. Það sem einna mest hefur komið mér á óvart er hversu marg- ir ropa fyrir framan annað fólk. Á Ítalíu er slíkt álitið argasta ókurteisi, en hér virðist það ekki vera neitt stórmál,“ segir Maurizio og hlær. Að sögn Maurizio hefur ekki verið ákveðið endan- lega hvernig páskunum verður eytt í fjölskyldunni hans. „Það er samt alveg klárt að við förum í ferða- lag út á land til að skemmta okkur, en við vitum ekki alveg hvert. Á Ítalíu borðum við páskaegg og fjölskyldur snæða saman á páskadag, en á Íslandi eru páskarnir meiri hátíð. Páskafríið er líka töluvert lengra hér á landi,“ segir Maurizio Schiavi. - kg Páskarnir meiri hátíð hér Maurizio ásamt íslenskum „foreldrum“ sínum, þeim Guðnýju Einarsdóttur og Einari Eyjólfssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● VERÐLAUN FYRIR ÞÆG BÖRN Páskahérinn er tengdur páskum víða um heim. Þessi furðupersóna birtist með körfu fulla af lituðum eggjum og felur í görðum fyrir börnum sem hafa verið prúð og góð. Að morgni páskadags fara þau út í garð að leita eggjanna. Hérinn er talinn vera þýskur að upp- runa og líklegt að sagan um hann og eggjatínsluna hafi bor- ist með þýskum landnemum til Bandaríkjanna. Nú hefur eggja- tínslan reynd- ar þróast í þá átt að í körfu páska- hérans eru ekki aðeins egg held- ur súkkulaði og annað gotterí. Sumir eru frumlegri en aðrir þegar að því kemur að útdeila páskaeggjum. Þorgrímur Björnsson, starfsmaður hjá Skyggni, setur upp ratleik fyrir sín börn og hefur vísbending- arnar allar í bundnu máli. „Við búum í frekar lítilli íbúð og þá eru felustaðir svolítið vanda- mál. Ég læt stundum elstu strák- ana hlaupa um alla blokkina til að leita að sínum eggjum, það er að segja þann hluta sem við höfum aðgang að. Jafnvel út í garð,“ segir Þorgrímur sem býr í fjölbýl- ishúsi með konu og fjórum börnum á aldrinum tíu til tuttugu og eins árs. Fyrir hverja páska yrkir hann ljóð sem vísar hverjum krakka leið að egginu sínu. „Þetta eru svona fjórar til fimm vísur á haus. Fyrsta vísan er vísbending um þá næstu og svo koll af kolli. Ég reyni að láta krakkana hlaupa hvert í sína átt- ina þegar þeir byrja, hef hverja vísu merkta og reglan er sú að ef einhver rekst á vísu sem annar á, þá má hann hvorki orða hana né hreyfa. Enginn má heldur byrja á sínu eggi fyrr en öll eru fundin.“ Þorgrímur kveðst hafa byrj- að ratleikinn fyrir þrettán árum. Þá tók hann myndir af leiðinni að eggjunum og breytti þeim í óreglu- legar blýantsteikningar í tölv- unni. „Svo fór ég að skrifa léttar vísbendingar og síðan 2003 hafa þær verið í vísuformi,“ lýsir hann. Þorgrímur segir kveðskapinn oft byggjast á einhverju sem sé að gerast í fjölskyldunni eða áhuga- málum krakkanna. Þótt þau séu komin yfir tvítugt hafi þau enn gaman af leiknum. „Elsti strákur- inn er orðinn stærsta vandamálið, hann er svo fljótur að leysa gát- una enda segir hann á hverju ári: „Reyndu nú að hafa þetta aðeins þyngra en síðast.“ Stundum hef ég lent í basli bæði með skáldskapinn og felustaðina en yfirleitt er best að fela eggin fyrst og rekja sig svo út frá þeim.“ Ekki kveðst Þorgrímur eltast við stuðla í kveðskapnum heldur leggja áherslu á rímið. „Ég reyni að hafa vísurnar þannig að gáta sé falin í nánast hverri línu,“ segir hann og gefur smá dæmi um kveð- skapinn. Í eftirlíkingu af litlu Fa- bergé-eggi frá Rússlandi var ein vísan og leiðarlýsingin var svona: Leitaðu nú að eggi vænu en varla er það þó ætt, það kemur heldur ekki úr hænu en keisara hefur það kætt. Önnur er vísun í Bubbakveðskap: Hörund þitt er sem silki andlitið eins og postulín Titill þessa lags er vísbending til þín. - gun Yrkir um leið að eggjunum „Ég reyni að sökkva mér niður í vísnagerðina og er þá ekkert viðræðuhæfur á meðan,“ segir Þorgrímur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.