Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 26
 30. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● páskar Full búð af nýjum vörum TILBOÐ Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá hálsklút að verðmæti 3.900 kr. í kaupbæti. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Englaterta að hætti Jóa Fel - þú svífur um í súkkulaðiskýji ● KRIMMAR OG MARS- IPAN Norðmenn halda líkt og Íslendingar upp á páska með pompi og prakt. Margir eiga sinn eigin fjallakofa, bregða sér á skíði og efna jafnvel til skíða- keppni innan fjölskyldunn- ar. Þá eru reyfarar órjúfanlegur hluti páskanna, fólk bæði horf- ir á slíka í sjónvarpinu og les sér til dægrastyttingar. Egg eru jafn mikilvægur hluti af páskunum í augum Norðmanna og Íslend- inga, en frændur vorir hafa hins vegar fyrir sið að útbúa pappa- egg fyllt með alls kyns góð- gæti, einna helst súkkulaði og mars- ipani. „Ég hef ekki upplifað íslenska páska enn. Ég hef þó heyrt ýmsar lýsingar á því hvernig haldið er upp á páska hér og heyrist að það sé gert töluvert meira úr hátíðinni hér en heima í Mílanó,“ segir Maurizio Schiavi, ítalskur skiptinemi sem býr ásamt íslenskri „fjölskyldu“ sinni í Hafnarfirði og stundar nám við Flensborgarskóla. Maurizio hefur búið á Íslandi í sjö mánuði og held- ur aftur heim til Mílanó í lok vetrar. Hann segist hafa ákveðið að sækja um skiptinemanám á Íslandi til að freista þess að upplifa hluti sem hann gæti ekki kynnst á Ítalíu. „Til að mynda langaði mig mikið til að sjá alvöru snjókomu, en reyndar höfum við feng- ið lítinn snjó hér á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Mér var líka sagt að Íslendingar væru upp til hópa gott fólk sem tækju heimsóknum útlendinga vel. Það sem einna mest hefur komið mér á óvart er hversu marg- ir ropa fyrir framan annað fólk. Á Ítalíu er slíkt álitið argasta ókurteisi, en hér virðist það ekki vera neitt stórmál,“ segir Maurizio og hlær. Að sögn Maurizio hefur ekki verið ákveðið endan- lega hvernig páskunum verður eytt í fjölskyldunni hans. „Það er samt alveg klárt að við förum í ferða- lag út á land til að skemmta okkur, en við vitum ekki alveg hvert. Á Ítalíu borðum við páskaegg og fjölskyldur snæða saman á páskadag, en á Íslandi eru páskarnir meiri hátíð. Páskafríið er líka töluvert lengra hér á landi,“ segir Maurizio Schiavi. - kg Páskarnir meiri hátíð hér Maurizio ásamt íslenskum „foreldrum“ sínum, þeim Guðnýju Einarsdóttur og Einari Eyjólfssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● VERÐLAUN FYRIR ÞÆG BÖRN Páskahérinn er tengdur páskum víða um heim. Þessi furðupersóna birtist með körfu fulla af lituðum eggjum og felur í görðum fyrir börnum sem hafa verið prúð og góð. Að morgni páskadags fara þau út í garð að leita eggjanna. Hérinn er talinn vera þýskur að upp- runa og líklegt að sagan um hann og eggjatínsluna hafi bor- ist með þýskum landnemum til Bandaríkjanna. Nú hefur eggja- tínslan reynd- ar þróast í þá átt að í körfu páska- hérans eru ekki aðeins egg held- ur súkkulaði og annað gotterí. Sumir eru frumlegri en aðrir þegar að því kemur að útdeila páskaeggjum. Þorgrímur Björnsson, starfsmaður hjá Skyggni, setur upp ratleik fyrir sín börn og hefur vísbending- arnar allar í bundnu máli. „Við búum í frekar lítilli íbúð og þá eru felustaðir svolítið vanda- mál. Ég læt stundum elstu strák- ana hlaupa um alla blokkina til að leita að sínum eggjum, það er að segja þann hluta sem við höfum aðgang að. Jafnvel út í garð,“ segir Þorgrímur sem býr í fjölbýl- ishúsi með konu og fjórum börnum á aldrinum tíu til tuttugu og eins árs. Fyrir hverja páska yrkir hann ljóð sem vísar hverjum krakka leið að egginu sínu. „Þetta eru svona fjórar til fimm vísur á haus. Fyrsta vísan er vísbending um þá næstu og svo koll af kolli. Ég reyni að láta krakkana hlaupa hvert í sína átt- ina þegar þeir byrja, hef hverja vísu merkta og reglan er sú að ef einhver rekst á vísu sem annar á, þá má hann hvorki orða hana né hreyfa. Enginn má heldur byrja á sínu eggi fyrr en öll eru fundin.“ Þorgrímur kveðst hafa byrj- að ratleikinn fyrir þrettán árum. Þá tók hann myndir af leiðinni að eggjunum og breytti þeim í óreglu- legar blýantsteikningar í tölv- unni. „Svo fór ég að skrifa léttar vísbendingar og síðan 2003 hafa þær verið í vísuformi,“ lýsir hann. Þorgrímur segir kveðskapinn oft byggjast á einhverju sem sé að gerast í fjölskyldunni eða áhuga- málum krakkanna. Þótt þau séu komin yfir tvítugt hafi þau enn gaman af leiknum. „Elsti strákur- inn er orðinn stærsta vandamálið, hann er svo fljótur að leysa gát- una enda segir hann á hverju ári: „Reyndu nú að hafa þetta aðeins þyngra en síðast.“ Stundum hef ég lent í basli bæði með skáldskapinn og felustaðina en yfirleitt er best að fela eggin fyrst og rekja sig svo út frá þeim.“ Ekki kveðst Þorgrímur eltast við stuðla í kveðskapnum heldur leggja áherslu á rímið. „Ég reyni að hafa vísurnar þannig að gáta sé falin í nánast hverri línu,“ segir hann og gefur smá dæmi um kveð- skapinn. Í eftirlíkingu af litlu Fa- bergé-eggi frá Rússlandi var ein vísan og leiðarlýsingin var svona: Leitaðu nú að eggi vænu en varla er það þó ætt, það kemur heldur ekki úr hænu en keisara hefur það kætt. Önnur er vísun í Bubbakveðskap: Hörund þitt er sem silki andlitið eins og postulín Titill þessa lags er vísbending til þín. - gun Yrkir um leið að eggjunum „Ég reyni að sökkva mér niður í vísnagerðina og er þá ekkert viðræðuhæfur á meðan,“ segir Þorgrímur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.