Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 28
 30. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● páskar Katrín B. Fjeldsted innan- húsarkitekt gefur ímynd- unaraflinu lausan tauminn um páskana. „Mér finnst bara um að gera að brjóta upp hefðina og nota hluti á óvenjulegan máta,“ segir Katr- ín B. Fjeldsted, innanhúsarkitekt og umsjónarmaður þáttarins Inn- lit/útlit á Skjá einum, þegar blaða- maður biður hana um ráðlegging- ar varðandi hentugar borðskreyt- ingar á páskunum. „Einu sinni blés ég til að mynda upp litlar blöðrur í tennisboltastærð, setti lítinn miða á blöðruna með nafni viðkomandi gests og festi á fótinn á vínglösun- um.“ Þá kveðst Katrín ekki eltast við páskalitina um páskana. „Ég er bara ekkert gefin fyrir gult og grænt skraut, hvorki á borðum né annars staðar, heldur fer frekar út í mismunandi afbrigði af bláum sem er mjög páskalegur í bland við hvítt.“ Þó segist hún halda í þá hefð að skreyta með trjágreinum um páskana. „Það er alltaf fallegt og vorlegt að skreyta borðið aðeins með blómum og þess háttar,“ segir hún og bætir við að það sé um að gera að gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn um páskana. - rve Blátt og hvítt um páskana Gerviegg frá Dansi á rósum. Skemmtilegt matarstell sem Katrín fékk í Kisunni og notar bæði við hversdagsleg tilefni og til hátíðarbrigða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Katrín, sem hefur umsjá með þættinum Innlit/útlit, fylgir ekki hefðum í skreytingum. Eggjabakkar eru vinsælt fönd- urefni á leikskólunum en henta okkur fullorðna fólkinu ekki síður. Byrjið á að fjarlægja lokið af tveimur eggjabökkum og málið þá í einhverjum fallegum og vor- legum lit, svo sem fjólubláum eða túrkísbláum. Raðið því næst upp í hólfin í bakkanum því sem ykkur dett- ur í hug, hvort sem er hvítum eða máluðum páskaeggjum, hýasint- um, páskaliljum í litlum kerta- glösum eða öðru grænu en hægt er að setja smá mold í hólfin á bakkanum. Einnig er mjög fallegt, eins og gert er hér, að setja mold í eggja- skurn og koma blómum fyrir þar ofan í. - jma Vinsælt og fallegt föndur Innihald páskaeggja er æði misjafnt og ræðst að sjálfsögðu af því hvaða nammi er búið til af hverjum framleiðanda. Gerð var mjög óformleg könnun á innihaldi algengustu páskaeggjanna. Þyngd og stærð eggja er mismunandi milli framleiðenda en ákveðið var að velja egg af svipaðri stærð. Kíkt var inn í egg númer 5 frá Nóa-Sír- íusi sem vegur 460 g, egg númer 9 frá Freyju sem vegur 505 g, egg númer 5 frá Góu sem vegur 430 g og Bónusegg númer 5 sem vegur 420 g en þess má geta að Góa framleiðir eggin fyrir Bónus. - sg Kíkt inn í eggið Góuegg númer 5 vegur 430 g. Í því er ýmislegt góðgæti á borð við lakkrís frá Appollo, toffísleikjó, góukúlur og -rús- ínur, hlaupkarla og karamellur. Freyjurísegg númer 9 vegur 505 g og er því þyngst eggjanna fjögurra. Í því eru meðal annars Freyju karamellur, rískúlur, hlaup og ýmislegt smálegt. Nóaeggið númer 5 vegur 460 g. Inni í því eru meðal annars pokar af Nóakroppi, krítar, töggur, smartís, kúlur, brjóstsykur og ýmislegt fleira. NOKKUR RÁÐ FRÁ KATRÍNU: 1. Skipulag. Vertu búinn að kaupa allt í borðskreytinguna með góðum fyrirvara. 2. Föndur. Föndraðu eitthvað með fjölskyldunni og notaðu í borðskreytingu og aðrar skreytingar. Til dæmis má mála egg, skrifa nafn gestanna á þau og setja í eggjabikar. 3. Óhefðbundið. Um páska er um að gera að fara eigin leiðir í borðskreyting- um, þar sem fyrir þeim eru ekki eins sterkar hefðir og víða erlendis. 4. Gjöf. Keyptu einn leirpott fyrir hvern gest. Skrifaðu nafn viðkomandi á pottinn og settu í hann fallega jurt. 5. Kerti. Þótt bjart sé orðið getur verið fallegt að setja nokkur kerti á borðið. Haltu þig við oddatölur, til dæmis þrjú eða fimm kerti á borð. Eggjabakkaskreyting hinna fullorðnu, prýdd blómum sem sett hafa verið ofan í eggjaskurn fyllta af mold. Bónuspáskaegg númer 5 vegur 420 g. Það er framleitt af Góu og því er innihaldið á svip- uðum nótum og í Góuegginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.