Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 29
páskar ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 5 ● GULLI SLEGIÐ ÁST- AREGG Frægasta og íburð- armesta páskaegg veraldar var handgert af hinum rómaða gull- smið Peter Carl Fabergé, en það sérpantaði Alexander Rúss- lands keisari til sérstakrar páska- gjafar handa sinni heittelskuðu Maríu keisaraynju árið 1884. María varð reyndar svo upp- numin af gjöfinni að þaðan í frá pantaði hún árlega nýtt páska- egg úr gullsmiðju Fabergés. Fabergé sótti innblástur í lista- sögu liðinna alda, smíðaði eggin úr skíra gulli og skreytti með rándýrum eðalsteinum. Fabergé-egg eru enn í dag eft- irsótt söfn- unar- og mun- aðar- vara. ● FÆRIÐ VORIÐ INN Í STOFU UM PÁSKANA Trjágróður er um það bil að taka við sér og laufin að gægj- ast fram. Þá er góður tími núna til að snyrta trjágróðurinn og til að stytta biðina eftir vorinu er fallegt að setja greinar í vasa og láta laufgast inni yfir páskana. Birkigreinar setja sterkan svip í gluggakistuna eða í vasa á stofuborðinu. Þær ilma líka sérstaklega vel þegar þær eru komnar inn í hlýjuna. Langar víðigreinar fara vel í háum vasa og hægt að blanda saman birkigreinum og víði. Eins mætti stinga greinum í vasa með gulum páskaliljum eða túlípön- um á páskaborðið. Ef voldugur gólfvasi er til á heimilinu má klippa stærri greinar, til dæmis af ösp, og tylla í sólríkt horn í stofunni eða í forstofu svo gestirnir gangi inn í vorilminn. Á stærri greinarnar mætti svo líka hengja létt skraut eins og litlar gular slaufur eða páskaunga úr pappír. ● SÖFNIN GEYMA GERSEMAR Eitt af því sem ekki má gleym- ast þegar farið er í bústað- inn um páskana er að taka með sér lesefni til að glugga í. Jafnvel þótt hvergi sé farið þá er gott að hafa góðar bækur við höndina því páskafríið nær yfir fimm dagar hjá flestum. Því er upplagt að koma við á bókasafninu í dag eða á morgun. ● FRJÓSEMISTÁKN Páskaliljur eru tákn um frjósemi jarðar og minna marga kristna menn á upprisuna. Þær eru til í óteljandi tilbrigðum, bæði stór- ar og smáar. Afskornar geta þær stað- ið í vasa í nokkra daga með köldu hreinu vatni. Þá þarf hins vegar að skipta um vatn daglega. Athugið að þær eiga ekki að fá blómanæringu í vatnið og ekki er heppilegt að hafa þær með öðrum blómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.