Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 30
6 ● fréttablaðið ● páskar Bjóðið upp á ... ristaða humarhala humarfyllta nautalund eða humar-tagliatelle Fjórir gæðaflokkar eru í boði: Sannkallaður sælkeramatur fyrir alla! Ljúffengur og litríkur B r a g ð m i k i ð s j á v a r f a n g Margir hugsa sér til hreyfings um páskana. Útivistarfólk gengur á fjöll og Fimmvörðu- háls hefur eflaust vinninginn í vinsældum ef veður leyfir. Aðr- ir láta sér nægja að skreppa í smábíltúr. Ferðafélagið Útivist efnir til ferða á „heitasta“ svæði landsins, Fimm- vörðuháls, enda býr það svo vel að eiga þar skála fyrir 20 manns með góðu útsýni yfir gosstöðvarn- ar. Þrjár ferðir eru fyrirhugaðar þangað með gistingu eina nótt, að sögn Bjargeyjar Sigurjónsdótt- ur hjá Útivist. Básar í Þórsmörk liggja líka vel við þegar göngur að gosstöðvunum eru annars vegar. Óleyfilegt er hins vegar að fara í Bása eins og er en um leið og því banni verður aflétt er Útivistar- fólk tilbúið með allt sem þarf til að taka á móti fólki og bjóða upp á leiðsögn þaðan. Skíðagöngur og brun eru alltaf vinsælar um páskana. Skíðavikan á Ísafirði hefst á skírdag og stend- ur til 5. apríl með öllu tilheyrandi. Á Ísafirði verður líka leiklist í há- vegum höfð og rokkhátíð alþýð- unnar, Aldrei fór ég suður, á þar sinn fasta sess. Í Eyjafirði eru fjöll þakin snjó og ugglaust verða þeir margir sem bregða sér á skíði í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Snjótroðari flyt- ur líka fólk í yfir ellefu hundruð metra hæð upp í Kaldbak þar sem lengsta skíðabrekka landsins er. Reykjanesið er hins vegar snjó- laust og þar er kjörlendi fyrir þá sem kjósa að njóta útivistar á lág- lendinu. Þrjár mismunandi göng- ur með leiðsögn hafa verið skipu- lagðar í nágrenni Grindavíkur yfir helgina. Sú fyrsta er á skír- dag er genginn verður Prestastíg- ur, gamla þjóðleiðin milli Grinda- víkur og Hafna, um 16 kílómetra leið. Skipsstígur verður genginn á laugardaginn. Það er gamla þjóð- leiðin milli Grindavíkur og Njarð- víkur, einnig um 16 kílómetrar. Rúta flytur fólkið aftur á upphafs- stað í báðum þessum göngum. Bláalónshringur verður svo geng- inn á annan í páskum. Hann tekur tvær til þrjár klukkustundir og er tilvalin útivist fyrir fjölskylduna, enda enginn þátttökukostnaður. Píslarganga umhverfis Mývatn er orðinn fastur liður á föstudag- inn langa. Hún hefst með morgun- tíðum í Reykjahlíðarkirkju. Hægt er að koma við í Skútustaðakirkju, hvíla sig aðeins og hlýða á upplest- ur á nokkrum passíusálmum. Tón- listarviðburðir verða líka í Mý- vatnssveitinni. Tangósveit leikur í Skjólbrekku á skírdagskvöld og Ljótu hálfvitarnir verða með tón- leika þar að kvöldi föstudags. Eldmessu- og söguganga til- heyra páskadagskránni Sigur lífs- ins á Kirkjubæjarklaustri sem sameinar útivist, fræðslu og helgi- hald. Sem dæmi um dagskráratriði eru erindi Helga Björnssonar jarð- fræðings, Framtíðarhorfur Vatna- jökuls, og Ævars Kjartanssonar, guðfræðings og útvarpsmanns, Hverju reiddust goðin? - gun Ekið, gengið og skíðað Fimmvörðuháls verður heitasta svæðið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reykjanesið er ákjósanlegt til gönguferða á láglendi, til dæmis um gamlar þjóðleiðir. MYND/NORDICFOTOS/GETTYIMAGES Kaldbakur býður upp á lengstu skíða- brekku landsins. Upplestur á passíusálmum Hall- gríms Péturssonar fer fram í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. Í ár munu 25 ungmenni flytja sálm- ana en þau eiga það sameiginlegt að hafa unnið til verðlauna í upp- lestrarkeppni grunnskólanna. Einn upplesara er Bjarni Benediktsson, nemandi á þriðja ári í Verzlunar- skóla Íslands. „Ég vann upplestrarkeppni þegar ég var í sjöunda bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ svo það eru orðin nokkur ár síðan,“ segir Bjarni en hann mun lesa sálma númer 46 og 49 og er á leið á upp- lestraræfingu þegar blaðamaður hittir á hann. „Fyrri sálmurinn heitir: Um teiknin sem urðu við Kristí dauða. Þá er verið að tala um hvernig bergin klofnuðu og jörðin skalf og dauðir risu upp þegar Krist- ur var krossfestur. Ég er búinn að æfa mig talsvert, lesa textann yfir og reyna að skilja hann svo ég nái réttri túlkun á sálminum,“ segir Bjarni og segist ekki finna fyrir sviðsskrekk, enda vanur að koma fram. „Ég hef spilað á saxófón í mörg ár og hef verið í ýmsum hljóm- sveitum. Ég hef gaman af því að túlka hluti og fyrir mér er þetta svipað og í tónlistinni. Ég fæ eitt- hvað í hendurnar og þarf að skila minni túlkun á því og það er allt- af skemmtilegt. Það verður líka gaman og hátíðlegt að fá að lesa upp í Hallgrímskirkju.“ Aðspurður segir Bjarni engar sérstakar hefðir fylgja fjölskyldu hans á páskum. Venjulega sé farið í bústað og dagarnir teknir rólega. Eins viðurkennir hann að vera lítið kirkjurækinn. „Ég er að fara í miðpróf í sax - ófónleik svo páskarnir fara í æf- ingar hjá mér. Hefðin er sú að við förum í kirkju á jóladagsmorgun en fjölskyldan ætlar nú að koma í Hallgrímskirkju og hlusta á mig lesa. Það verður kannski til þess að hefð skapist upp úr því.“ - rat Lesturinn gæti skapað góða hefð Bjarni Benediktsson hlakkar til að lesa passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.