Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 30

Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 30
6 ● fréttablaðið ● páskar Bjóðið upp á ... ristaða humarhala humarfyllta nautalund eða humar-tagliatelle Fjórir gæðaflokkar eru í boði: Sannkallaður sælkeramatur fyrir alla! Ljúffengur og litríkur B r a g ð m i k i ð s j á v a r f a n g Margir hugsa sér til hreyfings um páskana. Útivistarfólk gengur á fjöll og Fimmvörðu- háls hefur eflaust vinninginn í vinsældum ef veður leyfir. Aðr- ir láta sér nægja að skreppa í smábíltúr. Ferðafélagið Útivist efnir til ferða á „heitasta“ svæði landsins, Fimm- vörðuháls, enda býr það svo vel að eiga þar skála fyrir 20 manns með góðu útsýni yfir gosstöðvarn- ar. Þrjár ferðir eru fyrirhugaðar þangað með gistingu eina nótt, að sögn Bjargeyjar Sigurjónsdótt- ur hjá Útivist. Básar í Þórsmörk liggja líka vel við þegar göngur að gosstöðvunum eru annars vegar. Óleyfilegt er hins vegar að fara í Bása eins og er en um leið og því banni verður aflétt er Útivistar- fólk tilbúið með allt sem þarf til að taka á móti fólki og bjóða upp á leiðsögn þaðan. Skíðagöngur og brun eru alltaf vinsælar um páskana. Skíðavikan á Ísafirði hefst á skírdag og stend- ur til 5. apríl með öllu tilheyrandi. Á Ísafirði verður líka leiklist í há- vegum höfð og rokkhátíð alþýð- unnar, Aldrei fór ég suður, á þar sinn fasta sess. Í Eyjafirði eru fjöll þakin snjó og ugglaust verða þeir margir sem bregða sér á skíði í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Snjótroðari flyt- ur líka fólk í yfir ellefu hundruð metra hæð upp í Kaldbak þar sem lengsta skíðabrekka landsins er. Reykjanesið er hins vegar snjó- laust og þar er kjörlendi fyrir þá sem kjósa að njóta útivistar á lág- lendinu. Þrjár mismunandi göng- ur með leiðsögn hafa verið skipu- lagðar í nágrenni Grindavíkur yfir helgina. Sú fyrsta er á skír- dag er genginn verður Prestastíg- ur, gamla þjóðleiðin milli Grinda- víkur og Hafna, um 16 kílómetra leið. Skipsstígur verður genginn á laugardaginn. Það er gamla þjóð- leiðin milli Grindavíkur og Njarð- víkur, einnig um 16 kílómetrar. Rúta flytur fólkið aftur á upphafs- stað í báðum þessum göngum. Bláalónshringur verður svo geng- inn á annan í páskum. Hann tekur tvær til þrjár klukkustundir og er tilvalin útivist fyrir fjölskylduna, enda enginn þátttökukostnaður. Píslarganga umhverfis Mývatn er orðinn fastur liður á föstudag- inn langa. Hún hefst með morgun- tíðum í Reykjahlíðarkirkju. Hægt er að koma við í Skútustaðakirkju, hvíla sig aðeins og hlýða á upplest- ur á nokkrum passíusálmum. Tón- listarviðburðir verða líka í Mý- vatnssveitinni. Tangósveit leikur í Skjólbrekku á skírdagskvöld og Ljótu hálfvitarnir verða með tón- leika þar að kvöldi föstudags. Eldmessu- og söguganga til- heyra páskadagskránni Sigur lífs- ins á Kirkjubæjarklaustri sem sameinar útivist, fræðslu og helgi- hald. Sem dæmi um dagskráratriði eru erindi Helga Björnssonar jarð- fræðings, Framtíðarhorfur Vatna- jökuls, og Ævars Kjartanssonar, guðfræðings og útvarpsmanns, Hverju reiddust goðin? - gun Ekið, gengið og skíðað Fimmvörðuháls verður heitasta svæðið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reykjanesið er ákjósanlegt til gönguferða á láglendi, til dæmis um gamlar þjóðleiðir. MYND/NORDICFOTOS/GETTYIMAGES Kaldbakur býður upp á lengstu skíða- brekku landsins. Upplestur á passíusálmum Hall- gríms Péturssonar fer fram í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. Í ár munu 25 ungmenni flytja sálm- ana en þau eiga það sameiginlegt að hafa unnið til verðlauna í upp- lestrarkeppni grunnskólanna. Einn upplesara er Bjarni Benediktsson, nemandi á þriðja ári í Verzlunar- skóla Íslands. „Ég vann upplestrarkeppni þegar ég var í sjöunda bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ svo það eru orðin nokkur ár síðan,“ segir Bjarni en hann mun lesa sálma númer 46 og 49 og er á leið á upp- lestraræfingu þegar blaðamaður hittir á hann. „Fyrri sálmurinn heitir: Um teiknin sem urðu við Kristí dauða. Þá er verið að tala um hvernig bergin klofnuðu og jörðin skalf og dauðir risu upp þegar Krist- ur var krossfestur. Ég er búinn að æfa mig talsvert, lesa textann yfir og reyna að skilja hann svo ég nái réttri túlkun á sálminum,“ segir Bjarni og segist ekki finna fyrir sviðsskrekk, enda vanur að koma fram. „Ég hef spilað á saxófón í mörg ár og hef verið í ýmsum hljóm- sveitum. Ég hef gaman af því að túlka hluti og fyrir mér er þetta svipað og í tónlistinni. Ég fæ eitt- hvað í hendurnar og þarf að skila minni túlkun á því og það er allt- af skemmtilegt. Það verður líka gaman og hátíðlegt að fá að lesa upp í Hallgrímskirkju.“ Aðspurður segir Bjarni engar sérstakar hefðir fylgja fjölskyldu hans á páskum. Venjulega sé farið í bústað og dagarnir teknir rólega. Eins viðurkennir hann að vera lítið kirkjurækinn. „Ég er að fara í miðpróf í sax - ófónleik svo páskarnir fara í æf- ingar hjá mér. Hefðin er sú að við förum í kirkju á jóladagsmorgun en fjölskyldan ætlar nú að koma í Hallgrímskirkju og hlusta á mig lesa. Það verður kannski til þess að hefð skapist upp úr því.“ - rat Lesturinn gæti skapað góða hefð Bjarni Benediktsson hlakkar til að lesa passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.