Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 32
 30. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● páskar Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. Vara ársins! NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifðu breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA „Ég hef verið nokkuð slæm í hnjánum síðastliðin ár, en einnig hefur hægri öxlin verið að fara með mig og var það orðið þannig að ég gat ekki lyft hendinni hærra en í axlarhæð og fylgdi þessu mikill sársauki Ég hætti að vinna fyrir tæpum tveimur árum og ákvað því að byrja að stunda líkamsrækt sem ég hef stundað samviskusamlega, en hægri öxlin skánaði lítið. Í ágúst 2009 ákvað ég að prófa NutriLenk töflurnar, þar sem ég hef heyrt marga hrósa því. Fann fljótlega mikinn mun Innan tveggja vikna var ég farin að finna mikinn mun,  en höndin fór að virka mun betur og nokkrum vikum síðar var ég farin að geta lyft hendinni upp yfir höfuðið. Ég bý á þriðju hæð, en þar sem að hnén voru orðin illa farin var ég hætt að geta gengið upp stigana og tók því lyftuna. Eftir að ég fór að taka inn NutriLenk finn ég ekki lengur fyrir í hnjánum og geng sársaukalaust upp í íbúðina mína Ótrúlegt en satt   Skemmtilegt er að segja frá því að fyrir síðustu jól hreingerði ég eldhússkáp- ana og það með hægri hendinni, sem ég var hreinlega búin að telja af, ef svo má segja. NutriLenk er meiriháttar efni sem ég hvet allt fólk sem þjáist af sliti í liðum til að prófa. Ég þarf svo sannar- lega ekki að sjá eftir því“ segir Sigríður kát í bragði. Gat illa hreyft hægri höndina Sigríður Friðþjófsdóttir, sem unnið hefur við hárgreiðslu síðastliðin 50 árin, hefur kynnst álaginu sem fylgir starfsgreininni m.a. í fótleggjum og axlarliðum. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Nýtt og endurbætt NutriLenk Búið er að bæta út í formúluna D-, C vítamíni, kalk i og mangan til þess að styrkja b einin og vefi líkamans. PÁSKABÖRN BÖRNIN Í VESTURBÆJARSKÓLA SPURÐ ÚT Í PÁSKANA Af hverju höldum við páska? „Ég veit það ekki.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við páskana? „Að fela páska- eggin og leita að þeim. Ég fel fyrir mömmu, pabba og litlu systur minni en þau fela fyrir mér. Við erum bara að byrja á þessu núna og verðum með svona vísbendingablað.“ Ferðu í kirkju á páskunum? „Já, stundum.“ Hvernig páskaegg langar þig í? „Mig langar bara í svona venju- legt með unga.“ Stefán Pétursson, 7 ára. Af hverju höldum við páska? „Af því að Jesús reis upp á páskadag.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast við páskana? „Að leita að páskaeggjunum. Mamma og pabbi fela þau og ef ég er lengi að leita gera þau svona heitt og kalt.“ Ferðu í kirkju á páskunum? „Ja, ég veit það ekki alveg.“ Hvernig páskaegg langar þig í? „Bara venjulegt páskaegg með unga.“ Margét Edda Bjarnadóttir, 7 ára. Af hverju höldum við páska? „Af því að Jesús var krossfest- ur.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast við páskana? „Að fá páska- héra.“ Hvernig er hann? „Hann er frekar hár. Það er ekkert nammi inni í honum en súkkul- aðið er þykkt.“ Hvar færðu svoleiðis? „Ég fæ hann vanalega á Spáni en ég fer til Spánar um páskana að heim- sækja afa minn og ömmu.“ Leitar þú að páskahéranum? „Það hefur ekki verið en mun kannski verða.“ Kári Egilsson, 8 ára. Stefán Pétursson Margrét Edda Bjarnadóttir. Kári Egilsson. Egg eru nátengd páskahaldi. Fyrr á öldum var um að ræða hænuegg en þau voru á meðal þess sem ekki mátti borða á lönguföstu, sjö vikna tímabilinu frá öskudegi og fram að páskum. Hænsnfuglar gera auk þess margir hverjir hlé á varpi yfir háveturinn en byrja svo aftur að verpa um páskaleytið og þótti því nýnæmi að fá egg á páskum. Síðar tóku eggin á sig nýja mynd og voru fyrstu súkkulaðipáska- eggin boðin til sölu hér á landi í Björnsbakaríi árið 1920. Hefðin er aldargömul og því er ekki að undra þótt fólk vilji skreyta í kringum sig með eggjum hvort sem þau eru ekta eða úr einhverju öðru. Hér er að finna ódýra lausn sem er auð- velt að útfæra: Tínið til nokkra espressóbolla, setjið í þá afskorin lítil blóm að eigin vali og skjannahvítt hænu- egg. - ve Espressobollar í nýju hlutverki Það sem þarf í þessa skreyt- ingu má finna í eldhússkápum og úti í garði. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.