Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 33

Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2010 5 „Við erum í raun bara fjórir sem ég veit um hérna á landinu sem stundum þetta af einhverri alvöru,“ segir Gísli. „Þeir virð- ast ekki vera margir sem átta sig á því hvers konar fjársjóð sjórinn við Ísland hefur að geyma.“ Gísli hefur stundað köfun frá árinu 1997, en einungis tekið myndir neðansjávar í tvö ár. Hann segir Eyjafjörðinn vera ótrúlega magnaðan, en þar eru svokallaðar neðansjávarstrýt- ur sem eru þær einu í heimin- um sem kafarar hafa færi á að komast að. Sú hæsta er í Eyja- firðinum, um 50 metra há. „Þetta er mjög sérstakt svæði og magn- að að sjá þetta,“ segir Gísli. „Það safnast mikið líf í kringum þær sem er gaman að mynda.“ Gísli hefur einnig myndað mikið við Hjalteyri og Hauganes. Þó segir hann að skemmtilegast sé að skella sér bara einhvers stað- ar út í og leyfa neðansjávarlands- laginu að koma í ljós. „Þetta er áhugamál sem heltekur mann. Það er frábært þegar maður býst ekki við neinu og er að skoða nánast ókönnuð svæði. Þá getur maður dottið inn í algjöra paradís – nán- ast eins og íslenskt hálendi neðan- sjávar. Þetta hvetur mann áfram í að finna fleiri og fleiri staði.“ Skjálfandaflói verður annað heimili Gísla í sumar þar sem hann mun vinna við hvalaskoðun. Hann telur það svæði vera eitt það fallegasta á landinu og eina af best geymdu perlum Íslands hvað varð- ar köfun. Þótt hann hafi farið víða við strendur Íslands segist hann eiga margt eftir og ætlar meðal annars að skoða flakið af El Grillo í Seyðisfirði. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér, sem ég ætla mér að láta rætast í sumar. Hver veit nema maður setji upp eina ljósmyndasýningu eða svo, þegar því er lokið.“ Heimasíða Gísla er www.flickr. com/photos/gassa/. - sv Best geymdu leyndarmálin neðansjávar Gísli Arnar Guðmundsson, kafari og áhugaljósmyndari, er búsettur á Akureyri og stundar neðansjávarljósmyndun af ástríðu. Segir Gísli þetta áhugamál vera ótrúlega sjaldgæft hér á landi, enda tímafrekt og kostnaðarsamt, en engu að síður ótrúlega gefandi. Steinbítur gægist undan rifi við Arnarnesstrýtu. MYND/GÍSLI A. GUÐMUNDSSON Litirnir eru ótrúlega skýrir þrátt fyrir mikið dýpi. Gísli Arnar Guð- mundsson kafari. Nesgjáin í Kelduhverfi. Páskaævintýri stendur yfir frá 26. mars til 5. apríl á Akureyri. Mikið framboð er á afþreyingu fyrir þá sem skella sér norður um páskana. Hægt er að skella sér í Sundlaug Akureyrar, Glerárlaug eða Sundlaug- ina í Hrísey. Hlíðarfjall verður opið skíðamönnum alla páskana frá 9 til 16. Þá er hægt að fara í keilu, Skauta- höllina eða fara á leiksýningu hjá Leikfélagi Akureyrar. Naturalis mountain guide býður upp á fjallgöngur með leiðsögn, sjá naturalis.is. Ferðafélag Akureyr- ar býður upp á fjölbreyttar göngu- og skíðaferðir, sjá ffa.is. Siglingar og skoðunarferðir með bátnum Húna II eru í boði fyrir hópa, sjá huni.muna. is og þá er hægt að skella sér í sjó- stangveiði með bátnum Haf fara, sjá haffari.is. Extreme Icelandic Adventures býður upp á fjölbreyttar ferðir fyrir hópa og rekur einn stærsta fjallatrukk landsins. Hestaleigan Pólarhestar býður upp á eins til þriggja klukkustunda ferðir, sjá polarhestar.is. Kaldbaksferðir flytja skíðafólk og annað útivistarfólk á snjótroðara upp lengstu skíðabrekku landsins, sjá kaldbaksferdir.is. Fyrirtækið 24x24 býður upp á fjall- göngu með leiðsögn allt árið, sjá 24x24.is. Þetta er aðeins brot af því sem er í boði en nánari upplýsingar má finna á visitakureyri.is. Mikið líf og fjör á páskaævintýri MARGT ER Í BOÐI FYRIR ÞÁ SEM SKELLA SÉR NORÐUR UM PÁSKANA. Hlíðarfjall dregur að marga ferðamenn um páskana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.