Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2010 5 „Við erum í raun bara fjórir sem ég veit um hérna á landinu sem stundum þetta af einhverri alvöru,“ segir Gísli. „Þeir virð- ast ekki vera margir sem átta sig á því hvers konar fjársjóð sjórinn við Ísland hefur að geyma.“ Gísli hefur stundað köfun frá árinu 1997, en einungis tekið myndir neðansjávar í tvö ár. Hann segir Eyjafjörðinn vera ótrúlega magnaðan, en þar eru svokallaðar neðansjávarstrýt- ur sem eru þær einu í heimin- um sem kafarar hafa færi á að komast að. Sú hæsta er í Eyja- firðinum, um 50 metra há. „Þetta er mjög sérstakt svæði og magn- að að sjá þetta,“ segir Gísli. „Það safnast mikið líf í kringum þær sem er gaman að mynda.“ Gísli hefur einnig myndað mikið við Hjalteyri og Hauganes. Þó segir hann að skemmtilegast sé að skella sér bara einhvers stað- ar út í og leyfa neðansjávarlands- laginu að koma í ljós. „Þetta er áhugamál sem heltekur mann. Það er frábært þegar maður býst ekki við neinu og er að skoða nánast ókönnuð svæði. Þá getur maður dottið inn í algjöra paradís – nán- ast eins og íslenskt hálendi neðan- sjávar. Þetta hvetur mann áfram í að finna fleiri og fleiri staði.“ Skjálfandaflói verður annað heimili Gísla í sumar þar sem hann mun vinna við hvalaskoðun. Hann telur það svæði vera eitt það fallegasta á landinu og eina af best geymdu perlum Íslands hvað varð- ar köfun. Þótt hann hafi farið víða við strendur Íslands segist hann eiga margt eftir og ætlar meðal annars að skoða flakið af El Grillo í Seyðisfirði. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér, sem ég ætla mér að láta rætast í sumar. Hver veit nema maður setji upp eina ljósmyndasýningu eða svo, þegar því er lokið.“ Heimasíða Gísla er www.flickr. com/photos/gassa/. - sv Best geymdu leyndarmálin neðansjávar Gísli Arnar Guðmundsson, kafari og áhugaljósmyndari, er búsettur á Akureyri og stundar neðansjávarljósmyndun af ástríðu. Segir Gísli þetta áhugamál vera ótrúlega sjaldgæft hér á landi, enda tímafrekt og kostnaðarsamt, en engu að síður ótrúlega gefandi. Steinbítur gægist undan rifi við Arnarnesstrýtu. MYND/GÍSLI A. GUÐMUNDSSON Litirnir eru ótrúlega skýrir þrátt fyrir mikið dýpi. Gísli Arnar Guð- mundsson kafari. Nesgjáin í Kelduhverfi. Páskaævintýri stendur yfir frá 26. mars til 5. apríl á Akureyri. Mikið framboð er á afþreyingu fyrir þá sem skella sér norður um páskana. Hægt er að skella sér í Sundlaug Akureyrar, Glerárlaug eða Sundlaug- ina í Hrísey. Hlíðarfjall verður opið skíðamönnum alla páskana frá 9 til 16. Þá er hægt að fara í keilu, Skauta- höllina eða fara á leiksýningu hjá Leikfélagi Akureyrar. Naturalis mountain guide býður upp á fjallgöngur með leiðsögn, sjá naturalis.is. Ferðafélag Akureyr- ar býður upp á fjölbreyttar göngu- og skíðaferðir, sjá ffa.is. Siglingar og skoðunarferðir með bátnum Húna II eru í boði fyrir hópa, sjá huni.muna. is og þá er hægt að skella sér í sjó- stangveiði með bátnum Haf fara, sjá haffari.is. Extreme Icelandic Adventures býður upp á fjölbreyttar ferðir fyrir hópa og rekur einn stærsta fjallatrukk landsins. Hestaleigan Pólarhestar býður upp á eins til þriggja klukkustunda ferðir, sjá polarhestar.is. Kaldbaksferðir flytja skíðafólk og annað útivistarfólk á snjótroðara upp lengstu skíðabrekku landsins, sjá kaldbaksferdir.is. Fyrirtækið 24x24 býður upp á fjall- göngu með leiðsögn allt árið, sjá 24x24.is. Þetta er aðeins brot af því sem er í boði en nánari upplýsingar má finna á visitakureyri.is. Mikið líf og fjör á páskaævintýri MARGT ER Í BOÐI FYRIR ÞÁ SEM SKELLA SÉR NORÐUR UM PÁSKANA. Hlíðarfjall dregur að marga ferðamenn um páskana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.