Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 34
 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 Freyvangsleikhúsið er starfrækt í Eyjafjarðarsveit, í um tíu mín- útna akstursfjarlægð frá Akur- eyri en starfsemi leikhússins má rekja aftur til ársins 1957. Sýn- ingar félagsins hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina, þrisvar sinnum hefur sýning frá félag- inu verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins og sýning síðasta árs, Vínland eftir Helga Þórsson, var auk þess valin til sýn- ingar á alþjóðlegu leiklistarhátíð- inni NEATA sem haldin verður á menningarsetrinu Hofi í ágúst. Nú er það hins vegar barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi sem á hug og hjörtu Norðlendinga. „Aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og uppsetningin fengið mjög góða dóma. Sýning- in verður að teljast til þeirra sem gengið hafa hvað best,“ segir Hall- dór Sigurgeirsson, formaður Frey- vangsleikhússins. „Uppselt hefur verið á meira en tuttugu sýningar í röð og við erum að reyna að þétta sýningardagskrána því við erum með mikið af ungu fólki í sýning- unni sem þarf að fara í próf í vor þannig að maður vill ekki halda því of lengi.“ Leikstjórn er í höndum Ingunnar Jensdóttur og leikmynd- in, sem vakið hefur mikla athygli, er eftir Hallmund Kristinsson. „Leikhópurinn samanstendur af reynsluboltum Freyvangsleikhúss- ins og svo tuttugu börnum og ungl- ingum en nokkur barnanna hafa einnig mikla reynslu og hafa leikið hjá Leikfélagi Akureyrar.“ Halldór segir það ótrúlegt að áhugaleikhúsið nái slíkri aðsókn. „Sérstaklega í ljósi þess að flest- allir sem koma að uppsetningunni eru vinnandi fólk og því nýtir það frístundirnar sínar í að sinna þessu tímafreka og jafnframt krefjandi áhugamáli. En svona er nú víst leik- húsbakterían.“ juliam@frettabladid.is Dýrin slá í gegn Freyvangsleikhúsið hefur sett upp barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi. Uppselt hefur verið á meira en tuttugu sýningar. Bakarameistarinn og bakaradrengurinn eru leiknir af Guðjóni Ólafssyni og Stefáni Tryggva Brynjarssyni. Lilli klifurmús sem leikinn er af Óðni Valssyni situr uppi í tré og Stefán Guðmunds- son í hlutverki Mikka refs bíður fyrir neðan. Arna Ýr Karelsdóttir leikur á fiðlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.