Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 40
24 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1949 sam- þykkti Alþingi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Í kjölfar- ið brutust út átök við Alþingis- húsið þar sem þúsundir höfðu safnast saman til að mótmæla inngöngunni. Hart hafði verið tekist á um málið á Alþingi í nokkra daga. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 14.30 og hafði þingfundur þá staðið yfir frá deginum áður. Þeir sem mótmæltu fyrir utan Alþingi meðan á þessu stóð vildu að aðildin yrði lögð í dóm þjóðarinnar. Mikill hiti var í fólki, sem meðal annars kastaði steinum og mold að Alþingishúsinu með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Sló svo í brýnu milli mótmælenda og lögreglu og einnig varaliðs lögreglu, sem mestmegnis var skipað ungum sjálfstæðismönnum. Átökun- um lauk með því að lögregla beitti táragasi. ÞETTA GERÐIST: 30. MARS 1949 Táragasi beitt við Alþingi MC HAMMER ER 48 ÁRA Í DAG. „Ég reyni eftir fremsta megni að vera ungu fólki góð fyrirmynd. Það þarf á einhverjum að halda sem sýnir því að það er til önnur leið.“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Stanley Kirk Burrell, betur þekktur sem MC Hammer, naut mikilla vinsælda undir lok níunda áratugs síðustu aldar og upphafi þess tíunda, sérstaklega fyrir lag sitt You Can´t Touch This. Hann varð gjaldþrota árið 1996. „Það er nóg að gerast hjá samtökun- um þessa dagana sem endranær. Og það þarf líka eitthvað að gerast. Við finnum vel fyrir því að margir eru að kveikja á mörgu af því sem betur má fara í umhverfi okkar. Sem dæmi um það má nefna að mér hefur verið boðið á fund hjá Umferðarráði til að kynna hugmyndir okkar. Þar var nær undan- tekningarlaust tekið vel í þessar hug- myndir,“ segir Magnús Jensson, for- maður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin standa fyrir opnum fundi um reiðhjólið – besta farartæki borgarinn- ar, í húsnæði Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands í kvöld klukkan 20. Samtökin, sem stofnuð voru í maí árið 2008, samanstanda af hópi fólks sem hefur það sameiginlega áhuga- mál að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að væn- legri kosti en verið hefur. Ýmis starf- semi fer fram á vegum samtakanna. Fundir eru haldnir reglulega og þing og meðal annars boðið upp á kvikmynda- kvöld einu sinni í mánuði þar sem horft er á heimildarmyndir um skipulagsmál og innhald þeirra rætt í þaula. Nokkr- ir sérhæfðir hópar eru starfandi innan samtakanna, svo sem sérstakur skipu- lagshópur, hjólreiðahópur, almennings- samgangnahópur og fleira. „Einnig er handbók um bíllausan lífsstíl í vinnslu. Bókin hefur þegar verið skrifuð og þessa dagana er verið að fara yfir hana og bæta við, með það fyrir augum að flestir innan samtakanna geti komið að vinnslu hennar,“ segir Magnús. Hann segir um 1.400 manns hafa skráð sig á Facebook-síðu samtakanna, en eitthvað færri séu fastir meðlimir í sjálfum samtökunum. „En það er tölu- vert stór hópur fólks sem mætir reglu- lega á viðburði sem samtökin standa fyrir. Á þessum opnu fundum er ýmis- legt rætt. Til að mynda höfum við farið yfir göngugötur og málefni tengd þeim og fengum Pósthússtrætinu lokað í kjöl- farið, og fólk hefur líka deilt reynslu- sögum af því að vera bíllaust í borginni. Í lok apríl er svo stefnan sett á sérstakt Vatnsmýrarþing, þar sem fjallað verður um Vatnsmýrina sem framtíðarbygg- ingarland og hvernig unnt sé að skipu- leggja svæðið þannig að fjölbreytileiki ríki varðandi það hvernig íbúar koma sér á milli staða,“ segir Magnús. Á opna fundinum í kvöld verður kynning á hjólreiðaáætlun borgarinn- ar, fjallað verður um hjólreiðar innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins og um hjólreiðar í máli og myndum. Fundur- inn er frá 20 til 22 í sal E, 3. hæð í húsi 4 hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6. kjartan@frettabladid.is SAMTÖK UM BÍLLAUSAN LÍFSSTÍL: HALDA OPINN FUND UM REIÐHJÓL Í KVÖLD Það þarf eitthvað að gerast BESTA FARARTÆKIÐ Magnús Jensson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem stofnuð voru í maí 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Minningarathöfn um elsku son okkar, bróður og mág, Ríkharð Róbertsson sem lést í Gautaborg 19. febrúar sl. verður í Áskirkju á morgun, miðvikudaginn 31. mars, kl. 12.00. Vigdís Hansdóttir Lars-Peter Sörensen Robert A. H. Downey Ingigerður Hjaltadóttir Tómas Róbertsson Nickila Róbertsson Árni Hreiðar Róbertsson Sigríður Hermannsdóttir Róbert Róbertsson Ingigerður Jónasdóttir Vilhjálmur Róbertsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna R. Þorbjörnsdóttir frá Sporði, Hvammstangabraut 20, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 9. apríl kl. 15.00. Ágúst Jóhannsson Þorbjörn Ágústsson Oddný Jósefsdóttir Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir Guðmundur Vilhelmsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla Gísladóttir Sléttuvegi 13, lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram miðvikudaginn, 31. mars frá Langholtskirkju og hefst kl. 13.00. Gunnlaugur Lárusson Stefanía Erla Gunnlaugsdóttir Lárus Gunnlaugsson Kristín Jóna Jónsdóttir Jónína Gunnlaugsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir Jón Rafn Gunnarsson Ólöf Kristín Magnúsdóttir Carl Möller barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Ingibjörg Ólafsdóttir frá Auðunarstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laugardaginn 27. mars. Kristín Jóhannesdóttir Margrét Jóhannesdóttir Guðmundur Jóhannesson Ólöf Jóhannesdóttir Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirík s og Margr étar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttu r kennara, f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðing ur, f. 18.6. 1975, í sam búð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeirr a dóttir er Þórunn Ás ta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssyn i stjórnmá lafræðingi , f. 6.6. 198 0. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suðu r til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu F uru en eft ir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meðal annars trú naðarstörf um fyrir Stangveiði félag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún æknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríkur lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmí ar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Ólafssonar áður Hólagötu 17, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Rut Sigurðardóttir Bjarni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Sím i : 525 9930 hot elsaga@hot elsaga. is www. hot elsaga. is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 1 0 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.