Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 30.03.2010, Síða 44
28 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 30. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Verkið Stabat Mater eftir Ant- onín Dvorák verður flutt á tónleikum í Áskirkju við Vesturbrún. Flytjendur eru Guðríður St. Sigurðardóttir (píanó), Hallveig Rúnarsdóttir (sópran), Jóhanna Ósk Valsdóttir (alt), Einar Clausen (tenór), Benedikt Ingólfsson (bassi) og Kór Áskirkju. 12.15 Douglas Brotchie organisti flyt- ur fjölbreytta og fagra barokktónlist á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Allir velkomnir og eng- inn aðgangseyrir. ➜ Sirkus 20.00 Sirkus Íslands verður með sýningu í Salnum við Hamraborg í Kópavogi þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húlahringj- um, loftfimleikum. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Sýningar Í Gallerí Smíðar og skart við Skóla- vörðustíg 16A hefur Alain Jean Garrabé opnað myndlistarsýningu þar sem hann sýnir 30 ný málverk. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. ➜ Síðustu forvöð Í Gallerí Art 67 við Laugaveg 67 stendur yfir sýning á verkum Torfa Harðarsonar. Opið virka daga kl. 12-18. Sýningin stendur til 31. mars. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Orson Welles Tragedy of Othello (1952). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýs- ingar á kvikmyndasafn.is. ➜ Málþing 17.00 Listfræðafélagið heldur málþing undir yfirskriftinni Túlkun myndlistar á líðandi stundu. Málþingið fer fram í Nýlistasafninu við Skúlagötu 28 og er öllum opið. ➜ Blúshátíð 2010 20.00 Blússöngkonan Deitra Farr kemur fram á tónleikum ásamt Nordic All Stars Blues Band á Hilton Reykjavík Nordica við Suð- urlandsbraut. Blúshátíð í Reykjavík 2010 stendur til 1. apríl. Nánari upplýsingar á www. blues.is og www. midi.is. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Eggert Þór Bernharðsson flytur erindið „Dómi snúið? Braggabúar og breytt viðborf“ í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands við Suðurgötu. ➜ Málstofa 15.00 Málstofa verður haldin í fundarsal Seðlabankans að Sölvhóli. Málshefjandi er Katrín Ólafsdóttir. Efni málstofunnar er Efficiency of collective bargaining: Analysing changes in the wage structure in the public sector in Iceland. Einsöngvarar úr röðum Kórs Langholts- kirkju ásamt Þorbirni Rúnarssyni tenór flytja á föstudaginn langa Jóhannesar- passíuna eftir J.S. Bach. Fluttar verða útleggingar Bachs á píslarsögunni í kórum og aríum. Píslarsaga Jóhannes- arguðspjallsins er lesin og hugleiðingar Bachs fluttar á þeim stöðum sem við á. Lesari er Ingvar E. Sigurðsson leikari. Strengjakvartett leikur með og stjórnandi er Jón Stefánsson. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga eru: María Vigdís Kjartansdóttir sópran, Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates sópran, Arnheiður Eiríksdóttir alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt, Andri Björn Róbertsson bassi og Magnús Guðmundsson bassi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Flytja Jóhannesarpassíuna ÆFA JÓHANNESARPASSÍUNA Einsöngvarar úr röðum Kórs Langholtskirkju æfa Jóhannesarpassíuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Ekki missa af Leiklestur á kanadíska/inúíta leikritinu Night verður haldinn á ensku í Norræna húsinu í dag klukkan 16.30. Líf mannfræðings frá Torontó og 16 ára inúítastúlku fléttast saman með afdrifaríkum hætti á norðurslóðum Kanada. Leikritið er samið af leikhús- fólki frá Nunavut, Íslandi og Suður-Kanada. Vinnan við leikritið fór fram á Akureyri og í Pond Inlet, þar sem leikritið gerist. Að leiklestri loknum mun stjórnandi verkefnisins, Christopher Morris, fjalla um verkið og bakgrunn þess. Kl. 17 Sögusýning um Keflavíkurgöngur verð- ur opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag klukkan 17. Í sumar verða fimmtíu ár liðin frá því að efnt var til fyrstu Kefla- víkurgöngunnar til að mótmæla veru bandarísks herliðs á Íslandi og aðild landsins að Nató. Sýningar í Þjóðarbók- hlöðunni eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem stendur yfir frá 12. maí til 5. júní var kynnt í gær. Við sama tæki- færi var opinberuð einkenn- ismynd hátíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík er 40 ára um þessar mundir og hafa bækistöðvar hennar verið fluttar í upprunalegt aðsetur hátíðarinnar, hið sögufræga hús Gimli á Bernhöftstorfunni. Bandaríska rokksveitin Led Zeppelin spilaði á fyrstu Listahá- tíðinni árið 1970. Síðan þá hefur tíðarandinn breyst á meðan hátíð- in sjálf hefur ávallt reynt að halda í gildi sín. „Í grunninn er útgangs- punkturinn sá sami. Þetta er enn þá hátíð allra listgreina og horfir bæði út í heim og á íslenska listsköpun. Þetta upplegg frá 1970 er enn í fullu gildi,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Auk íslenskra listamanna koma á hátíðina erlendar stórstjörnur og listamenn á hraðri uppleið, eins og tíðkast hefur frá upphafi. Það sem einkennir einnig hátíðina í ár eru listviðburðir sem stefna saman fleiri en einni listgrein.” Dagskráin í ár verður glæsileg eins og svo oft áður. Yfir sextíu við- burðir verða haldnir þar sem allar listgreinar koma við sögu. Íslenskir listamenn munu sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar, í mörgum tilvikum í samstarfi við erlenda listamenn. Hljómsveitin Amadou & Mari- am opnar hátíðina með tónleikum í Laugardalshöll og á meðal ann- arra hápunkta eru tónleikar norska píanósnillingsins Leifs Ove Andsnes og tónleikar Kristins Sigmundsson- ar þar sem hann flytur eftirlætis óperuaríur sínar ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Óperukórn- um. Megas heldur sína fyrstu tón- leika á Listahátíð og flytur meðal annars nýtt efni eftir son sinn, tón- skáldið Þórð Magnússon. Uppfærsla á Rómeó og Júlíu kemur frá Litháen í leikstjórn eins virtasta leikstjóra Evrópu, Oskaras Korsunovas, og einnig verður íslenska leikverk- ið Af ástum manns og hrærivélar frumsýnt. Í fyrsta sinn verður haldin sér- stök hátíð ljósmyndarinnar hér á landi og nefnist hún Raunveruleika- tékk. Tuttugu ljósmyndasýningar verða í sýningarsölum, söfnum og á götum úti, auk námskeiða og við- burða í tengslum við þær. Einkenn- ismynd Listahátíðar í ár var afhjúp- uð í gær og nefnist hún Afi. Hún er eftir ljósmyndarann Friðgeir Helga- son sem opnar sýninguna Breiðholt – í augnablikinu á hátíðinni í vor. Miðasala á Listahátíð í Reykjavík er hafin á síðunum Listahatid.is og Midi.is. Miðaverði er stillt í hóf og er á bilinu eitt þúsund til rúmlega fimm þúsund krónur. Auk þess er ókeypis aðgangur á marga viðburði. freyr@frettabladid.is Sextíu viðburðir á Listahátíð í ár Fyrsta plata dúettsins The Go-Go Darkness sem heitir einfaldlega The Go-Go Darkness fær góða dóma á frönsku tónlistarsíðunni Rockittothemoon.com. Dúett- inn er skipaður Henrik Baldvini Björnssyni úr Singapore Sling og Elsu Maríu Blöndal og kom platan út hér á landi skömmu fyrir síðustu jól. „Þetta er ekki eins ágeng tónlist og Singapore Sling spilar en samt ekki fjarri þeim rótum. Andrúmsloftið er myrkt og bjagað og raddirnar tvær smella virkilega vel saman á þessari dáleiðandi plötu,“ sagði gagnrýnandinn. Dáleiðandi Darkness THE GO-GO DARKNESS Dúettinn fær góða dóma í Frakklandi fyrir plötu sína. MYND/RAMSES GRANADOS DAGSKRÁIN KYNNT Listrænn stjórnandi Listahátíðar kynnti dagskrána í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Krabbamein – Karlmenn Ljósið endurhæfi ng fer nú a ur af stað með 8 vikna fræðslufundi, sem miða að auknum skilningi og þekk- ingu á brey ngarferli sem verður í lífi karlmanna sem greinast með krabbamein. Hefst miðvikudaginn 7. apríl kl. 17:30–19:00 Umsjón: Ma Ósvald heilsufræðingur. Gestafyrirlesarar: Krabbameinssérfræðingur, geðlækn ir, sjúkraþjálfari, ungur krabbameinsgreindur karlmaður og fl eiri. Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 www.ljosid.is Ljósið endurhæfi ngar og stuðningsmiðstöð, Langholstsvegi 43, 104 Rvk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.