Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 46
30 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Kylie Minogue er fremst í flokki í nýrri herferð gegn brjósta- krabbameini sem hefur verið hleypt af stokkunum undir yfirskriftinni Tíska gegn brjóstakrabbameini. Leikkonan Sienna Miller og fyrir- sætan Claudia Schiffer taka einnig þátt í herferðinni. Nýverið sátu þær fyrir með silkidúka vafða um sig til að vekja athygli á málefninu og vonast þær til að safna peningum fyrir bresku krabbameinssamtökin Breakthrough Breast Cancer. Síðan þau voru stofnuð árið 1996 hafa þau safnað um tveimur milljörðum króna. Kylie, sem er 41 árs, greindist með brjóstakrabbamein árið 2005 meðan á Showgirl-tónleikaferðinni stóð. Eftir að hafa gengist undir geislameðferð læknaðist hún af meininu og gat haldið tónleikaferð- inni áfram árið eftir. „Það skiptir mig miklu máli að fá að taka þátt í þessari herferð. Ég styð heils hugar mikilvægar aðgerðir þeirra til að safna peningum fyrir Breakthrough Breast Cancer,“ sagði söngkonan. Hún ásamt Schiffer og Miller hefur hvatt konur til að styðja baráttuna og kaupa tískuvörur tengdar henni. Þannig styðja þær við bakið á þeim 46 þúsund konum sem greinast með sjúkdóminn í Bretlandi á hverju ári. Kylie í herferð gegn krabbameini KYLIE MINOGUE Söngkonan er fremst í flokki í nýrri herferð gegn brjóstakrabbameini. Söngkonan Cheryl Cole úr stúlknasveitinni Girls Aloud ætlar að gefa út bókina My World í haust þar sem lífshlaup henn- ar verður rakið í ljósmyndum. Í bókinni verða margar myndir sem hafa aldrei birst áður, þar á meðal af henni og eiginmanni hennar Ashley Cole sem varð nýverið uppvís að framhjáhaldi. „Að horfa á ljósmyndir er dálít- ið eins og að hlusta á tónlist. Þær minna þig á liðna atburði og hvernig þér leið á þeim tíma,“ sagði Cheryl. „Mig langaði að velja myndir sem hafa sérstaka þýðingu fyrir mig og segja sög- urnar sem fylgja þeim.“ Cheryl með ljósmyndabók CHERYL COLE Söngkonan ætlar að gefa út nýja bók með ljósmyndum úr lífi sínu. Tökum á kvikmyndinni Hobbitan- um sem áttu að hefjast í júlí hefur verið frestað þangað til í lok árs- ins. Framleiðslufyrirtækið MGM á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur að undanförnu leitað að nýjum hluthöfum til að koma sér upp úr öldudalnum. Tökurnar hafa frestast af þeim sökum. Myndirnar um Hobbitann verða tvær og var upphaflega stefnt á að þær kæmu í bíó fyrir jólin 2011 og 2012. Miðað við frestunina gætu þau áform verið í uppnámi. Hobbitinn í vandræðum GANDÁLFUR Gandálfur verður á sínum stað í tveimum nýjum myndum byggð- um á bókinni Hobbitinn. > EKKI ÓLÉTT ENN Talsmaður söngkonunnar Beyoncé Knowles segir ekkert hæft í fregn- um um að hún eigi von á sínu fyrsta barni. Tímaritið Rolling Stone fékk senda yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að fréttir af óléttunni væru úr lausu lofti gripnar. Beyoncé er sem kunnugt er gift rapparanum Jay-Z og var fréttum af meintri fjölgun fagnað víða um heim af aðdáendum þeirra. Sálin hans Jóns míns er að undir- búa nýja plötu með dyggri aðstoð Stórsveitar Reykjavíkur. Þessa dagana eru Sálverjar að skoða prufuupptökur á nýjum lögum og á fundi á næstunni verður kosið á milli þeirra. Nýjar prufuupptökur af þeim verða síðan teknar upp í hljóðveri. Að því loknu verða end- anleg lög valin á plötuna, sem er væntanleg í haust. Sálin verður dugleg við spila- mennsku um páskana eins og svo oft áður. Sveitin mun troða upp í fjórum sveitarfélögum, Selfossi, Kópavogi, Akureyri og Keflavík, þar sem stemningin verður vafa- lítið gríðarlega góð. Plata með Stórsveit SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Sálin verður á fullri ferð um páskana. Leikkonan Drew Barrymore segir að ástarsambandið í nýjustu mynd hennar Whip It endurspegli eigin tilfinningar þegar hún varð fyrst ástfangin. Barrymore giftist bar- þjóninum Jeremy Thomas frá Wales þegar hún var nítján ára. Sjö árum síðar giftist hún grínistanum Tom Green og það hjónaband ent- ist ekki lengi. „Ég held við þurf- um allar að ganga í gegnum tíma- bil þar sem við hittum listamenn sem virðast svalari en þeir eru. Við reynum að verða eins og þeir og verðum spenntar þegar einhver kynnir okkur fyrir nýrri tónlist og nýjum lífsstíl,“ sagði hún. „Það sem þú áttar þig á seinna er að þú þarft ekki á öðrum að halda til að uppgötva þetta.“ Tjáir sig um ástina DREW BARRYMORE Barrymore segir að ástarsambandið í nýjustu mynd hennar endurspegli hennar eigin tilfinningar. SÁLIN UM PÁSKANA: 31. mars: 800 Bar – Selfossi 2. apríl: Spot – Kópavogi 3. apríl: Sjallinn – Akureyri 4. apríl : Of ficeraklúbburinn – Keflavík Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan er enn og aftur komin í kastljós fjöl- miðla. Lögreglumenn í Los Angeles hafa lýst yfir áhyggjum sínum af leikkon- unni og nánir vinir Lohan óttast um líf hennar. Lindsay Lohan var lengi vel eitt vinsælasta umfjöllunarefnið á síðum slúðurblaðanna. Enda þykir villt líferni stjarnanna nokkuð söluvænt efni. Eftir að hafa haldið sig nokkurn veginn réttum megin línunnar virðist leikkonan enn og aftur fallin sem þýðir að hún sækir nú skemmtistaði af miklum móð og bæði djammar og drekkur langt fram á nótt. Lindsay var nýverið mynduð með hvítt púður á háhæluðu skón- um sínum og bandaríska slúð- urpressan var ekki lengi að full- yrða að þarna væri komin haldbær sönnun þess að leikkonan væri farin að neyta ólöglegra vímuefna að nýju. Sjálf lýsti Lindsay því hins vegar yfir í gær að allar áhyggjur væru óþarfar. „Mér líður vel og ég er mjög heilbrigð,“ sagði í yfir- lýsingu frá Lohan sem var mynduð af heilum her paparazza þegar hún datt á leið út úr teiti í Los Angel- es. Í yfirlýsingunni kenndi Linds- ay hælunum háu um fallið En það eru ekki allir jafn ginnkeyptir fyrir þess- um afsökunum. Áfeng- isráðgjafi í vinahópi Lindsay segist hrein- lega óttast um líf leikkonunnar og ef hún láti ekki af hegð- un sinni bíði hennar ekkert nema glötun. Hinn skapvondi faðir hennar, Michael Lohan, sagði í samtali við vefsíðuna X17online. com að hann hygðist koma dóttur sinni til bjargar. Michael segir dóttur sína vera háða verkjalyfjum og hann hafi lengi reynt að sannfæra bæði dóm- ara og lög- regluyfir- völd um að koma henni til bjargar með dóms- úrskurðum en talað fyrir daufum eyrum. „Enginn getur hjálpað Lindsay eins og ég,“ sagði Michael við vef- síðuna en þau feðgin hafa lengi eldað saman grátt silfur. Og pabbi Lindsay og vinir eru ekki þeir einu sem hafa lýst því yfir að þeir óttist um heilsufar Lindsay Lohan því lögreglumenn hafa einnig rætt áhyggjur sínar við fjöl- miðla. „Við höfum stund- um velt því fyrir okkur hvort við ættum ekki að taka hana með okkur niður á stöð. Stundum virðist hún vera svo mikið út úr heiminum að hún veit ekki hvað hún er að gera,“ sagði einn laganna varða í samtali við slúðurvefinn TZM. com. Líf Lindsay verður því enn um sinn undir stöðugu kastljósi fjölmiðla í Bandaríkjunum. freyrgigja@frettabladid.is Löggur vilja bjarga Lindsay Í VONDUM MÁLUM Lindsay Lohan er sögð vera háð sterkum verkjalyfj- um, hún djammi og drekki allar nætur og vinir hennar og pabbi óttast um líf hennar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.