Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 50
34 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin; Manchester City-Wigan 3-0 1-0 Carlos Tévez (72.), 2-0 Carlos Tévez (74.), 3-0 Carlos Tévez (84.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA Man. United 32 23 3 6 76-25 72 Chelsea 32 22 5 5 82-29 71 Arsenal 32 21 5 6 74-34 68 Tottenham 31 17 7 7 57-29 58 Man. City 31 15 11 5 58-39 56 Liverpool 32 16 6 10 53-32 54 Aston Villa 31 13 12 6 43-32 51 Everton 32 13 10 9 50-42 49 ------------------------------------------------------------ Wigan 32 8 7 17 29-62 31 West Ham 32 6 9 17 38-55 27 Hull City 31 6 9 16 31-64 27 Burnley 32 6 6 20 31-65 24 Portsmouth 32 6 4 22 28-60 13 Iceland Express karla Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57) Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðs.), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðs., 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðs.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 frák.), Brenton Birmingham 12 (7 frák. 5 stoðs.), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðs.), Þorleifur Ólafsson 4. Njarðvík-Stjarnan 91-95 (37-52) Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 19, Nick Bradford 15 (7 fráköst, 8 stoðs.), Jóhann Árni Ólafsson 14, Friðrik E. Stefánsson 11 (8 fráköst, 7 stoðsendingar), Guðmundur Jónsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 9 (7 fráköst), Páll Kristinsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 6, Egill Jónasson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 27 (12 stoðs.), Djorde Pantelic 21 (9 fráköst, 4 varin), Jovan Zdravevski 13, Kjartan Kjartansson 10, Fannar Freyr Helgason 9 (7 frák.), Guðjón Lárusson 7, Magnús Helgas. 5 (7 frák.), Ólafur Sigurðsson 3. Iceland Express kvenna Hamar-KR 69-81 (30-42) Stig Hamars: Koren Schram 19, Julia Demirer 15 (11 fráköst), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sig urjónsdóttir 8 (6 stoðsendingar), Íris Ásgeirsdóttir 8, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2. Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 19 (4 fráköst, 10 stoðsendingar), Jenny Pfeiffer-Finora 15, Signý Hermannsdóttir 13 (13 fráköst, 4 varin skot), Unnur Tara Jónsdóttir 12 (7 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 11 (19 fráköst, 6 stoðsendingar), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 2. ÚRSLITN Í GÆR FÓTBOLTI Átta liða úrslit Meist- aradeildarinnar í fótbolta hefj- ast í kvöld með leikjum Bayern München og Manchester United í München og uppgjöri frönsku lið- anna Lyon og Bordeaux. Leikirn- ir hefjast nú klukkutíma fyrr eða klukkan 18.45. Manchester United hefur verið á miklu skriði að undanförnu með fimm sigra og 14-1 í markatölu út úr síðustu fimm leikjum en á sama tíma hafa tvö deildartöp Bayern í röð kostað liðið toppsæt- ið heima fyrir. „Rooney hefur verið frábær fyrir þá en hvað gerist hjá þeim ef hann klikkar? Þeir eru nánast eins manns lið og okkar varn- armenn munu reyna að trufla hann allar 180 mínúturnar,“ sagði Arjen Robben sem hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Bay- ern að undanförnu. Alex Fergu- son, stjóri United, hvíldi bæði Rooney og Rio Ferdinand en þeir eru klárir í slaginn í kvöld. Manchester United hefur aðeins náð að vinna einn af sjö leikjum sínum á móti Bayern og það var þegar félagið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni 1999 með tveimur mörkum í uppbót- artíma. „Þessi tölfræði kemur mér svolítið á óvart en þetta hafa alltaf verið jafnir leikir og það er alltaf erfitt að mæta þýsk- um liðum,“ sagði Ryan Giggs hjá United sem hefur spilað flesta þessa leiki liðanna. - óój Meistaradeildin í kvöld: Hvað gerist ef Rooney klikkar? 17 MÖRK Í SÍÐUSTU 13 LEIKJUM Wayne Rooney er klár. MYND/NORDIC IMAGES/GETTY > Óheppnin eltir Veigar Pál Þetta var ekki góð helgi fyrir íslenska lands- liðið því auk þess að landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sleit hásin þá meiddist Veigar Páll Gunnarsson illa á vinstri ökkla eftir aðeins tólf mínútna leik á móti Aelesund í norsku úrvalsdeildinni. Liðbandið er skaddað og búist er við því að Veig- ar Páll verði frá í fjórar til sex vikur. Veigar Páll byrjaði tímabilið vel með Stabæk og lagði upp tvö mörk í fyrsta leiknum áður en hann varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. KÖRFUBOLTI Það hefði nánast ekki skipti neinu máli hvað Grindavík hefði gert í Fjárhúsinu í gær, þeir hefðu líklega alltaf tapað. Skotsýn- ing Snæfells var með slíkum ólík- indum að ekkert lið hefði unnið Snæfell í þessum ham. Það gerði Grindavík heldur ekki í gær því Snæfell vann, 110-93. Snæfell var með 60 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Hittu úr 19 af 32 þriggja stiga skotum sínum. Til samanburðar var liðið með 49 prósent tveggja stiga nýtingu. Það þýðir einfaldlega að liðið hitti betur eftir því sem það var lengra frá körfunni. Grindavík átti alls ekkert slæm- an dag. Sóknarleikur liðsins fínn og 93 stig hefðu á venjulegum degi líklega dugað til sigurs. Það var bara ekkert sem gat stöðvað Snæ- fell í gær en liðið er afar líklegt til stórafreka í vetur. Sendum sterkt lið í sumarfrí „Við vorum ofboðslega vel stemmd- ir og búnir að kafa djúpt í fræðin fyrir leikinn. Við vorum ekki sáttir við okkar leik á föstudag þó svo við hefðum verið fáránlega sáttir við sigurinn. Ég er ótrúlega ánægð- ur með strákana því við erum að senda afar sterkt lið í sumarfrí,“ sagði skælbrosandi þjálfari Snæ- fells, Ingi Þór Steinþórsson, eftir leik en hann er að gera frábæra hluti með liðið. Það er þegar búið að vinna bikarinn og ætlar sér alla leið og vinna Íslandsmeistaratitil- inn líka. „Það eru allir að stefna að sama hlutnum og menn verða að hafa trú á sínu liði. Við erum stoltir af okkur. Erum ríkjandi bikar- meistarar, komnir í undanúrslit og ætlum okkur að gera einhverja hluti. Við erum alls ekkert hætt- ir.“ Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum niður- lútur eftir leik en gat þó ekki boðið upp á neinar afsakanir. Töpuðum fyrir betra liði „Við töpuðum einfaldlega fyrir betra liði hér í dag. Það er ekkert hægt að neita því. Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei séð aðra eins skotsýningu og þeir settu upp hér í dag. Við vorum gjörsamlega skotn- ir í kaf,“ sagði Friðrik. „Við vorum alveg gíraðir í leik- inn, skoruðum nóg ég hefði þegið 93 stig fyrir leik. Þeir skora 110 stig og eru með 60 prósent þriggja stiga nýtingu. Þetta er bara dóna- legt.“ Grindavík var spáð titlinum fyrir mót en liðið hefur ekki stað- ið undir væntingum og stendur uppi titlalaust og úr leik í átta liða úrslitum. Hvað vantar upp á hjá liðinu? „Það er varnarleikur. Við erum með flott sóknarlið en ef við ætlum okkur stærri hluti þá verðum við að fara að spila almennilegan varn- arleik. Við erum ekki nógu gott varnarlið,“ sagði Friðrik. Hann er samningslaus og sagðist ekki vita hvort hann yrði áfram með liðið. henry@frettabladid.is Skotsýning hjá Snæfelli Snæfell skaut Grindavík í bólakaf í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær og tryggði sig inn í undanúrslit Iceland Express-deildar karla. Snæfellsliðið hitti úr 19 af 32 þriggja stiga skotum sínum og sópaði Grindavík í sumarfrí. SÆTIÐ Í UNDANÚRSLTIUM TRYGGT Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, var með 23 stig og 14 fráköst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Við kunnum vel við okkur hérna í apabúrinu,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem var stigahæst hjá KR þegar liðið lagði Hamar að velli í Hveragerði. KR er ósigrað í blómabænum og sigur liðsins í gær var öruggur, úrslitin 69-81. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók KR völdin í öðrum og lét þau aldrei af hendi. Staðan í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn er því jöfn 1-1 en þrjá leiki þarf til að vinna titilinn. Liðin mætast að nýju annað kvöld í DHL-höllinni. „Einu tapleikirnir okkar í vetur eru á heima- velli sem er sérkennilegt. Kannski skiptir heimavöllurinn engu fyrir okkur, við verðum bara að spila okkar leik til að þetta gangi upp. Við vorum yfirspenntar í fyrsta leiknum á föstudaginn en komum núna yfirvegaðar til leiks. Okkar leikáætlun gekk upp.“ En hvað var Margrét ánægðust með í leiknum? „Samheldnina og vörn- ina. Þegar það er til staðar getum við allt,“ sagði Margrét Kara sem skoraði 19 stig fyrir KR og var með 10 stoðsendingar í Hveragerði í gær. Signý Hermannsdóttir átti einnig góðan leik með 13 stig og jafn mörg fráköst. Annars var allt lið KR að finna sig vel í þessum leik. KR er búið að vinna heimavallarréttinn til baka og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var skiljanlega ekki sáttur. „Við komum ekki nægilega hungraðar og einbeittar í þennan leik,“ sagði Ágúst og ljóst að hans lið þarf að vinna aftur í Vesturbænum. „Okkur hefur gengið vel þar en við vinnum ekki svona gott lið eins og KR með þessu hugarfari eins og við sýndum.“ Hann segir liðið hafa verið langt frá sínu besta. „Það er ýmislegt sem við þurfum að laga fyrir næsta leik. Liðið sem vildi þetta meira vann í dag,“ sagði Ágúst Björgvinsson eftir leik. - egm KR-INGURINN MARGRÉT KARA STURLUDÓTTIR: KR-KONUR UNNU Í HVERAGERÐI OG JÖFNUÐU EINVÍGIÐ Með samheldni og svona varnarleik getum við allt KÖRFUBOLTI Justin Shouse átti frá- bæran leik þegar Stjarnan vann 95-91 sigur á Njarðvík í Ljóna- gryfjunni í gærkvöldi og tryggði sér með því oddaleik á heimavelli á fimmtudagskvöldið. Justin var með 27 stig og 12 stoðsending- ar og sá til þess að sóknarleikur Stjörnumanna gekk miklu betur en í fyrsta leiknum þar sem liðið skoraði aðeins 64 stig og tapaði 28 boltum. Stjarnan var þó nærri búið að missa niður 17 stiga forskot í þriðja leikhluta en tókst að svara spretti heimamanna og forða sér frá sumarfríi. „Við höfum tekið stuðnings- mennina okkar í rússíbanaferðir í leikjum okkar í vetur og þetta var því kannski dæmigerður leik- ur fyrir okkar lið en okkur tókst að hanga á forustunni og tryggja okkur oddaleik á fimmtudaginn,“ sagði Justin í viðtalið á Stöð Sport eftir leikinn. „Ég tapaði tíu boltum í síðasta leik þannig að ég þurfti að einbeita mér að því að passa boltann í kvöld. Teitur kom með nýja hluti inn sem opn- uðu fyrir okkur betri svæði til að vinna með og breyting- arnar hans hjálp- uðu okkur mikið og þá sérstaklega í fyrri hálfleikn- um,“ sagði Just- in en Stjarnan komst í 16-4 og var 52-37 yfir í hálfleik. Njarð- víkingunum tókst hins vegar að jafna leikinn í þriðja leikhluta en endurkoman kostaði mikið þrek og Stjörnumenn voru sterkari í lokaleikhlutanum. „Við fórum illa að ráði okkar í fyrsta leiknum. Menn voru staðir og og það var eitthvað úrslita- keppnisstress í mönnum. Það var engu breytt, við vorum með sömu leik- kerfi en við gerð- um hlutina miklu betur. Núna er þetta aftur á byrjunarreit. Við notum vikuna vel og mætum flottir á fimmtudaginn,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, við Stöð 2 Sport. - óój Justin Shouse var frábær þegar Stjarnan vann í Njarðvík og tryggði sér oddaleik: Stjarnan ekki á leið í sumarfrí Í STUÐI Stjörnu- maðurinn Justin Shouse. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.