Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 54
38 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. kyrr, 6. eftir hádegi, 8. slagbrand- ur, 9. mánuður, 11. gangþófi, 12. stöðvun, 14. reika, 16. kaupstað, 17. dýrahljóð, 18. námstímabil, 20. borðaði, 21. láð. LÓÐRÉTT 1. umræðuefni, 3. þys, 4. garðplöntu- tegund, 5. til sauma, 7. álandsvindur, 10. strá, 13. tunnu, 15. arða, 16. ófarnaður, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. eh, 8. slá, 9. maí, 11. il, 12. aflát, 14. ramba, 16. bæ, 17. urr, 18. önn, 20. át, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. þema, 3. ys, 4. glitbrá, 5. nál, 7. hafræna, 10. íla, 13. ámu, 15. arta, 16. böl, 19. nn. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Lilja Skaftadóttir. 2 Of Monsters and Men. 3 Ragna Ingólfsdóttir. „Þetta er hús er í gríðarlega góðu standi og það væri sárt að taka ákvörðun um að loka því. Það er ekki ólíklegt og gæti orðið niður- staðan,“ segir Jón Eiríkur Jóhanns- son, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, sem reka Regnbogann. Starfsfólki Regnbogans var sagt upp um síðustu mánaðamót og nú er unnið að því að endurskipuleggja reksturinn. „Eins og staðan er núna gæti allt eins orðið að við lokum í sumar, hreinsum út það sem við eigum og skilum húsinu um ára- mót,“ segir Jón Eiríkur, en leigu- samningur Senu við eigendur hús- næðisins rennur út í lok ársins. „Við ætlum að reyna að fá niðurstöðu í endurskipulagninguna á næstu þremur mánuðum. Við vonum að við fáum einhverja möguleika á að framlengja leigusamningnum. Ef við náum lækkun á leigu og ein- hverri rekstrarstoð undir Regnbog- ann aftur þá höldum við áfram.“ Regnboginn er fyrsta fjölsala kvikmyndahús landsins og opn- aði árið 1980. Húsið hefur oft verið endurnýjað um árin og er í dag búið mjög góðum tækjum og sætum, segir Jón Eiríkur. „Það eina sem vantar er kannski bílastæðin,“ segir hann. „En þetta er eina miðbæjarbíóið. Reykjavík missir þá síðasta bíóið í miðborginni.“ atlifannar@frettabladid.is SÍÐASTA BÍÓIÐ Regnboginn við Hverfisgötu hefur verið eina bíóið í mið- borginni síðan Stjörnubíó og Bíóborgin hættu starfsemi fyrir átta árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÁR NIÐURSTAÐA Jón Eiríkur, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að það yrði sárt að loka Regnboganum. BÍÓFLÓTTINN ÚR MIÐBORGINNI Regnboginn er síðasta bíóið í miðborg Reykjavíkur. Stjörnubíó við Laugaveg hætti starfsemi í lok apríl árið 2002 og Bíóborgin við Snorrabraut hætti í júlí sama ár. Fjalakötturinn, síðar Gamla bíó, var fyrsta bíóið í mið- borginni og hóf sýningar 1906 og sýndi í Aðalstræti til 1927 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Ingólfsstræti, þar sem Íslenska óperan er núna. Nýja bíó var stofnað 1912 og flutti í nýtt húsnæði við Austurstræti 1920. JÓN EIRÍKUR JÓHANNSSON: STARFSFÓLKI REGNBOGANS SAGT UPP Framtíð Regnbogans óviss eftir 30 ár í miðborginni „Sushi-barinn í Bankastrætinu er með besta sushi-ið í bænum. Svo finnst mér frönsk pylsaá pylsubarnum í Laugardalnum alltaf rosalega góð líka en ég leyfi mér oftar að fara í sushi- ið.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef farið í lengi,“ segir Örn Elías Guðmunds- son, best þekktur sem Mugison. Hann var í tæplega hálftíma löngu viðtali við kanadísku sjónvarpsfréttakonuna Roxanne og stallsyst- ur hennar. Sem er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Roxanna starfar hjá NakedNews-fréttastofunni þar sem allir starfsmennirnir klæða sig úr föt- unum á meðan þeir lesa fréttir. Útsending- arnar eru á Netinu og nýtur sjónvarpsstöðin töluverðrar hylli. „Já, já, prinsinn að vestan hoppaði bara í viðtal og talaði um íslenska menningu og matarlyst við tvær naktar konur,“ útskýrir Örn. Tónlistarmaðurinn segist ekki hafa verið undir neinni pressu um að koma nakinn fram. „Önnur þeirra renndi reyndar hýru auga til mín með slíka bón í huga. En ég er giftur maður með tvö börn og get ekkert verið standa í svoleiðis hlutum. Ég var líka nývaknaður og nýkominn í fötin og fannst eitthvað asnalegt að vera fara úr þeim aftur.“ Örn hefur nánast verið á stöðugu ferðalagi síðan í nóvember og spilaði nýverið á sér- stökum íslenskum menningarhátíðum í Bos- ton og Toronto. Hann kveðst hafa þyngst um sjö kíló á þessum túr, er bæði kominn með belg og alvöru túttur. „Já, hann Þórarinn Eggertsson, mat- reiðslumaður af Orange, var með okkur og maturinn sem hann eldaði var bara svo girni- legur að maður var alltaf að narta eitthvað. Með þessum afleiðingum.“ - fgg Mugison í viðtali á nektarstöð „Þetta er allt að skýrast, við bind- um núna vonir við að geta farið út í maí,“ segir Alma Guðmundsdótt- ir, einn liðsmanna stúlknasveitar- innar The Charlies. Eins og Frétta- blaðið greindi frá í nóvember á síðasta ári skrifuðu stúlkurnar undir samning við plötufyrirtæk- ið Hollywood Records sem tilheyr- ir Disney-samsteypunni en það hefur á sínum snærum stórstjörn- ur á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers. Upphaflega stóð til að tríóið færi út í janúar en síðan tók við mikið pappírsflóð, eitthvað sem þær Alma, Steinunn Camilla og Klara bjuggust hreinlega ekki við að væri svona gríðarlegt. „Maður þarf að útskýra í þaula hvað maður er að fara að gera allan þennan tíma og þetta tók bara miklu lengri tíma en við bjuggumst við. Núna erum við eiginlega bara að bíða eftir því hvort við fáum vegabréfsáritun í eitt eða þrjú ár,“ segir Alma. Söngkonan segir forsvarsmenn Hollywood Records vera ótrúlega þolinmóða og þeir bíði bara róleg- ir. „Við erum líka búnar að vera á fullu við að taka upp og koma okkur í form. Við erum búnar að semja heilan helling af lögum og höfum líka fengið slatta af lögum að utan,“ útskýrir Alma og viður- kennir að það sé óneitanlega svo- lítið dýrt að bíða svona. „Þetta kostar auðvitað allt sitt, meira að segja ferlið við að fá svona vega- bréfsáritun er ekkert ókeypis. Við erum því búnar að leggja ýmislegt í sölurnar fyrir þetta.“ - fgg Pappírsflóð tefur The Charlies SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR Mugison er þekktur fyrir að lenda í sérkennileg- um aðstæðum. Hann var í viðtali við fáklædda Roxanne á Naked News á dögunum. Á KAFI Í PAPPÍR Alma, Steinunn Camilla og Klara hafa verið á kafi í pappír að und- anförnu. Eins og Fréttablað- ið greindi frá á dögunum þá hafa búlg arskir fjölmiðl- ar farið mikinn í slúðri um fyrirsætuna og athafnakonuna Ásdísi Rán að undanförnu. Nú síðast gengu þeir svo langt að segja að hjónbandi hennar og Garðars Gunnlaugsson- ar væri lokið vegna framhjáhalds hennar. Ásdís hló að sögunum í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma, en hefur nú einnig svarað búlgörskum fjölmiðlum. Þar sagðist hún ekki þurfa neina elskhuga aðra en eiginmann sinn, enda væru þau hamingjusamlega gift. Til stóð að nakti kokkurinn Jamie Oliver kæmi til landsins og yrði viðstadd- ur opnun Hamborgara- fabrikku Simma og Jóa. Oliver er gríðarlega upptekinn þessa dagana, en eins og félagarnir var hann að frumsýna nýjan raunveruleikaþátt á dögunum á bandarísku sjónvarps- stöðinni ABC. Annars hefur opnun fabrikkunnar verið seinkað til 9. apríl og þar ku meðal annars spila inn í gjaldþrot tækjabirgjans. Nú styttist í að söngkonan Hera Björk fari til Noregs ásamt fríðu föruneyti að taka þátt í Eurovision. Svona ferð er mjög kostnaðarsöm og nú er svo komið að styrkurinn frá RÚV dugar ekki til að borga undir allan hópinn. Hópurinn hefur því ákveðið að halda fjáröflunar- kökubasar í Kringlunni á morgun og ætlar Hera sjálf að skella á sig svuntu og baka kökur í kvöld og í fyrramálið. Húsmæður og -feður geta gert slíkt hið sama því allir geta styrkt Heru með því að koma með kökur og brauð á basarinn. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.