Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 2

Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 2
2 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Jón Eiríkur, eruð þið komnir að enda Regnbogans? „Það má segja það, en það bíður okkar enginn gullpottur.“ Öllu starfsfólki kvikmyndahússins Regn- bogans við Hverfisgötu hefur verið sagt upp störfum og að óbreyttu verður starf- semi þess hætt. Jón Eiríkur Jóhannsson er rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. IÐNAÐUR Eftir að hafa verið eina viku í sölu í Manitoba í Kanada hefur fjórðungur af fyrstu send- ingu á bjórnum Lava frá Ölvis- holti í Flóa verið seldur. Fram kemur á vef brugghússins að bjórinn Lava, reyktur Imperial Stout, sé flaggskip Ölvisholts. Fitumi Trading co. sér um sölu- og dreifingarmál Ölvisholts í Norður-Ameríku, en á vef brugg- hússins kemur jafnframt fram að bjórinn Skjálfti sé á leið í hillur í Toronto. „En það verður athyglis- vert að sjá hvernig viðtökur verða þar enda er kaupandinn LCBO stærsti staki kaupandi áfengis í veröldinni.“ - óká Íslenskur bjór rýkur út vestra: Kanadabúar taka Lava vel FRÁ ÖLVISHOLTI Brugghúsið Ölvishölt var með þeim fyrstu hér á landi til að selja bjór til Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓÐKIRKJAN Séra Bragi Ingibergs- son í Víðistaðakirkju blessaði ell- efu fermingarbörn á sunnudaginn var. Þar af voru fjögur úr sömu fjölskyldunni, og það elsta að nálg- ast fertugt. „Þetta var fyrst og fremst dagur strákanna og við reyndum að gera ekkert til að skyggja á það,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir, 37 ára, sem fermdist á sunnudaginn ásamt Ástríði Rós Erlendsdóttur, sautján ára dóttur sinni, og þrettán ára tví- burasonum sínum, Aski Mána og Breka Blæ Stefánssonum. Á unglingsárum hafði Helena sterkar skoðanir sem hindruðu að hún léti ferma sig – auk þess sem fermingarfræðslan var á óárenni- legum tíma, klukkan átta á mið- vikudagsmorgnum. Helena segist hafa velt fermingu fyrir sér undan- farin fimmtán ár. „Og nú þegar ég var að fara að ferma yngstu börnin mín hugsaði ég með mér að það væri núna eða aldrei,“ segir hún. Helena nemur lögfræði við Háskóla Íslands og segir að þegar hún tók heimspekikúrs nýlega hafi ýmsar spurningar leitað á hana. „Ég ákvað að það væri best að hafa þetta spil á hendi þegar yfir lýkur, þegar ég fer og stend andspænis almætt- inu. Ég hef öllu að tapa ef ég er ekki með trúna en ég hef engu að tapa með hana.“ Dóttir hennar hafi síðan ákveð- ið að slá til líka á elleftu stundu. Mæðg urnar sóttu þó ekki ferm- ingarfræðslu, enda skólaðri í skóla lífsins en krakkar á fermingaraldri, og stóðu ekki heldur kyrtilklæddar uppi við altarið alla messuna eins og hin fermingarbörnin. „Ég hugsa að sumir í kirkjunni hafi verið svolítið hissa þegar tvær fuglahræður úti í sal stóðu upp og hentust upp í ferm- inguna,“ segir Helena. Að vígslunni lokinni var slegið upp fjórfaldri fermingarveislu fyrir nánustu ættingja og vini. Gjafa- kostnaður sligar þó ekki fjölskyld- una því hún ákvað að skella sér í skíðaferð til Austurríkis fyrir ferm- inguna og láta ferðina auk veislunn- ar nægja sem viðurgjörning. stigur@frettabladid.is Fermdist ásamt dóttur sinni og tvíburasonum Þriggja barna móðir ákvað loks að láta ferma sig þetta árið með 13 ára sonum sínum og 17 ára dóttur. „Best að hafa þetta spil á hendi þegar yfir lýkur.“ FERMINGARBÖRNIN FJÖGUR Helena Rós, Ástríður Rós, Askur Máni og Breki Blær héldu fjórfalda fermingarveislu á sunnudaginn fyrir vini og vandamenn. MYND / HELENA RÓS SIGMARSDÓTTIR SLYS Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar bíl var ekið í gegnum girðingu og inn á lóð leikskólans Suðurborgar í Breið- holti á mánudag. Börnin voru innan dyra þegar atvikið varð. „Það hefði getað farið illa ef börnin hefðu verið úti, eða ef ein- hver hefði verið á gangi á gang- stéttinni við girðinguna,“ segir Elínborg K. Þorláksdóttir leik- skólastjóri. Hún segir ökumann bílsins, eldri karlmann, hafa gefið þær skýring- ar á óhappinu að hann hafi verið að teygja sig eftir sólgleraugum og hafi rekist í bensíngjöfina. Atvikið varð um klukkan 16, og voru börnin því öll inni á leikskól- anum. Þau geta ekki notað leik- skólalóðina fyrr en gert hefur verið við girðinguna. Elínborg segir að vinna við það sé þegar hafin. - bj Ökumaður slapp með skrekkinn þegar hann ók inn á lóð leikskóla í Breiðholti: Mikil mildi að enginn slasaðist LEIKSKÓLALÓÐ Ökumaður bílsins ók í gegnum grindverkið í kringum skólann, en engin börn voru að leik á lóðinni þegar óhappið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPT I E i ns m i l lja rð s hlutafjáraukningu í 365 miðlum er lokið. Þetta staðfestir I n g i b j ö r g P á l m a d ó t t i r , stjórnarformaður félagsins. Hún segir hlutafjáraukninguna verða nýtta til að lækka skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna. Hlutafé 365 miðla nemur nú um þremur milljörðum, um 2,4 millj- örðum í A-hluta og um 600 millj- ónum í B-hluta. „Ég er ánægð að þetta er í höfn,“ segir Ingibjörg, sem fer með 90,2 prósent af A- bréfunum, atkvæðisbæru hluta- fé. Þá á Ari Edwald forstjóri 5,9 prósenta hlut og Stefán Hilmars- son fjármála- stjóri 3,8 pró- sent. Ingibjörg segir efnahags- reikning fé - lagsins nú kom- inn í viðunandi horf og öll skil- yrði lánasamn- inga uppfyllt. „Það er þó ljóst að vel þarf að halda á spöðunum í rekstri því 365, eins og önnur fyr- irtæki, gengur nú í gegnum ólgu- sjó í íslensku efnahagslífi og þarf að búa við óskiljanlega hávaxta- stefnu sem dregur súrefni úr fyr- irtækjum og kemur í veg fyrir fjárfestingar.“ Ingibjörg segir ekki ástæðu til að fara út í hverjir fari með eign- arhald á B-bréfum 365. „Það eru þöglir hluthafar sem fara ekki með atkvæði í félaginu og hafa þess vegna engin áhrif á stjórn- un þess.“ Þá áréttar Ingibjörg að hún fari sjálf með atkvæðisréttinn í 365 miðlum. Eiginmaður hennar og meðeigandi að félaginu er Jón Ásgeir Jóhannesson. - óká INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Ingibjörg Pálmadóttir fer með 90,2% í 365 miðlum, útgáfufélagi Fréttablaðsins: Hlutafjáraukningunni lokið KÍNA, AP Lík á þriðja tug barna hafa fundist undir brú yfir fljót í Austur-Kína. Sum voru með merk- ingu frá sjúkrahúsi í nágrenninu um ökklann. Tveir starfsmenn spítalans hafa verið handteknir. Starfsmennirnir eru grunað- ir um að hafa hent 21 barnslíki í ræsið, í stað þess að koma þeim fyrir eins og foreldrar barnanna greiddu þeim fyrir. Hinir grunuðu starfsmenn og þrír yfirmenn spít- alans voru reknir. Talið er að elstu börnin hafi verið nokkurra mánaða gömul. Eitt var í poka sem merktur var „lífrænn úrgangur“. - bj Hneyksli skekur sjúkrahús: Barnslíkum hent í ræsið NORÐURLÖND Sænsk stjórnvöld vilja byggja nýja fasta vegteng- ingu við Danmörku, til viðbótar við Eyrarsundsbrúna. Frá því var greint á vef Bør- sen að stjórnarflokkarnir hafi í gær kynnt áætlun um uppbygg- ingu innviða vegakerfisins í Sví- þjóð þar sem lögð er til fjárfest- ing upp á allt að 482 milljarða sænskra króna (nærri 8.500 milljarða króna). Hluti peninganna á að fara í uppbyggingu nýrrar fastrar teng- ingar við Danmörku yfir Eyrar- sund og hafa sænsk stjórnvöld kallað eftir viðræðum við Dani um málið. - óká Eyrarsundsbrúin er ekki nóg: Vilja tengjast Dönum betur SVISS, AP Vísindamönnum við Evr- ópsku kjarnorkurannsóknarstöð- ina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risa- vöxnum sterkeindahraðli. Gríðarleg orka varð til við árekstur róteindanna, og slógu vísindamennirnir fyrri met í þeim efnum. Róteindum var skotið í sitthvora áttina í hringlaga göng- um hraðalsins. Göngin eru 27 kíló- metrar og liggja undir yfirborði jarðar. Talsmaður CERN sagði í gær þetta marka upphaf tilrauna sem standa muni í um tvö ár. - bj Merkur áfangi hjá risahraðli: Róteindir nálg- uðust ljóshraða FÖGNUÐU Vísindamenn skáluðu í kampavíni í gær eftir að hafa slegið met í risahraðli CERN. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÆLISLEITENDUR Stöðva þarf nú þegar framsal hælisleitenda til Grikklands frá Íslandi, segir í til- kynningu frá mannréttindasam- tökunum Amnesty International. Í nýrri skýrslu Amnesty segir að fólk sem sé sent til Grikk- lands eigi á hættu að verða fyrir ýmsum mannréttindabrotum. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu standa ekki til breytingar, skýrslan bæti ekki miklu við nýlega skýrslu Mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. - kóþ Amnesty skorar á ráðherra: Hætti að senda til Grikklands SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.