Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 31.03.2010, Qupperneq 6
6 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR MANNFJÖLDI Færri fengu íslensk- an ríkisborgararétt í fyrra en árið 2008, samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Alls fengu 728 manns rík- isborgararétt í fyrra en 914 árið áður, en aldrei hafa fleiri fengið íslenskt ríkisfang en það ár. Þeim sem hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu áratugum, en árið 1991 fékk 61 íslenskt ríkisfang. Þá fengu fleiri karlar en konur ríkis- fang, en æ síðan hafa konur verið fleiri í þeim hópi. Flestir nýir rík- isborgarar í fyrra komu frá Evr- ópu. Nýjum ríkisborgurum frá Ameríku hefur fækkað úr 20 pró- sentum árin 1991 til 1995 í um 10 prósent á síðustu árum. - kóp 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 Fjöldi einstaklinga sem fengið hafa íslenskt ríkisfang 1991-2009 Karlar Konur Nýir Íslendingar HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Þeim sem fá íslenskan ríkisborgararétt hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár: Flestir fengu ríkisfang árið 2008 Er það illa gert að líkja kjörn- um fulltrúum við fjórfætlinga? JÁ 31,1% NEI 68,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Skuldar þín fjölskylda bílalán eða íbúðarlán í erlendri mynt? Segðu þína skoðun á visir.is Allt í matarkörfuna - Fjöldi annarra tilboða alla daga 31. mars Miðvikud. 11-20 1. apríl Skírdagur 12-18 2. apríl Föstud. langi Lokað 3. apríl Laugardagur 10-18 4. apríl Páskadagur Lokað 5. apríl Annar í páskum 12-18 T ilb o ð in g ild a til 5 . a p ril e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a st Kjúklingabringur frá Móa -30 % Pepsi & Pepsi Max 6x2 L 899 kr/kippan Lambalæri kryddað, frá Kosti 1.238 kr/kg Mjólk 75 kr/L Bestukaupin Heilhveitibrauð frá Kosti 178 kr Góður Kostur fyrir páskaunga FANGELSISMÁL „Þetta er ánægju- legur áfangi í fangelsismálum hér á landi,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsis- byggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. Að sögn ráðherra verður leitað til lífeyrissjóða um fjármögnun. Gangi hún eftir muni ríkið eign- ast húsnæðið að einhverjum tíma liðnum. Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og fangelsið í Kópavogi verði þá selt. „Þetta hefur verið í undirbúningi um töluvert skeið,“ segir Ragna. Hún segir það í höndum fjármála- ráðuneytis að kanna möguleika á fjármögnuninni og málið verði unnið áfram í samvinnu þess og dómsmálaráðuneytis. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um stöðu fangelsismála hér er mælt með að hafist verði handa við byggingu nýs gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborg- arsvæðinu þar sem óhagkvæmni og kostnaður fylgi stöðugum flutningum gæsluvarðhaldsfanga að og frá Litla-Hrauni. Að jafnaði séu fjórir fangaverðir bundnir við slíka flutninga á hverjum degi. Þá beinir Ríkisendurskoðun því til heilbrigðisráðuneytis að það feli Landlæknisembættinu að meta þjónustu við fanga með geðræn vandamál og bregðist við í samræmi við niðurstöðurnar. Fyrir hafi komið að þörfum geð- veikra fanga sé ekki mætt með viðeigandi hætti og nánast úti- lokað hafi reynst að fá langtíma- innlögn fyrir þá á geðsviði Land- spítala. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að fjármagn fylgi lög- bundnum verkefnum svo að Fang- elsismálastofnun hafi fjárhags- lega burði til að sinna þeim með viðunandi hætti. Jafnframt að lög- gjafinn veiti forstjóra stofnunar- innar umboð til að skipa forstöðu- menn fangelsa. Þannig verði til heildstæð stjórnsýslustofnun þar sem vald, umboð og ábyrgð fara saman. Varðandi samþykkt ríkisstjórn- arinnar í gær segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, að bygging gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborgar- svæðinu verði mikill áfangi ef og þegar hún gangi eftir. „Þetta er nauðsynlegt fyrsta skref,“ bætir hann við. „Auk þessa þarf að bæta við starfsmanna- og móttökueiningu á Litla-Hrauni, þannig að hægt sé að fjölga rýmum þar.“ jss@frettabladid.is LITLA-HRAUN Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að auk nýrrar fangelsisbyggingar þurfi að bæta við starfs- manna- og móttökueiningum á Litla-Hrauni, þannig að hægt sé að fjölga rýmum þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bygging á nýju fang- elsi fær græna ljósið Ríkisstjórnin heimilaði í gær byggingu nýs gæsluvarðhalds- og móttökufangels- is á höfuðborgarsvæðinu, að því gefnu að fjármagn fáist. Fjármálaráðuneytið leita til lífeyrissjóðanna í því skyni. Ríkisendurskoðun kallar á úrbætur. ÍTALÍA Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í gær. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi orðið undir, en slökkviliðsmenn girtu svæðið af í gær. Neró byggði höllina á fyrstu öld eftir Krist, eftir brunann mikla í Róm. Margir sagnfræðingar telja að Neró hafi leyft eldunum að geisa til þess einmitt að fá pláss fyrir höllina. Keisarinn naut hallarinnar þó ekki lengi því hann framdi sjálfs- morð árið 68 eftir Krist. - ót Sögulegar minjar skemmdust: Þakið hrundi af höll Nerós LÖGGÆSLA Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr fimmtán í sex og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embætt- um sýslumanna frá og með 1. jan- úar 2011. Miðað er við að frum- varp þessa efnis verði lagt fram á Alþingi í dag að fengnu samþykki stjórnarflokka. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að mæta lækkuðum fjárveitingum með sparnaði í yfirstjórn og draga sem minnst úr þjónustu. Um leið er komið til móts við ákveðin fagleg sjónarmið, að því er segir í frétt frá dómsmálaráðuneyti. Nái frumvarpið fram að ganga verða fjórir nýir lögreglustjór- ar utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, það er á Vesturlandi og Vestfjörðum, Norðurlandi, Austur- landi og Suðurlandi. Þá er fyrirhugað að vinna að breytingum á flutningi verkefna frá ríkislögreglustjóra til hinna stækk- uðu lögregluumdæma. Settur verði á fót verkefnishópur á vegum dóms- mála- og mannréttindaráðherra sem verði falið að gera tillögur um hvaða verkefni skuli færð frá emb- ætti ríkislögreglustjóra í því skyni að embættið verði fyrst og fremst miðlæg stjórnsýslustofnun. - jss Umfangsmiklar breytingar á lögreglulögum eru í burðarliðnum: Umdæmum lögreglu fækkað um níu DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Rögnu Árnadóttur um miklar breytingar. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.