Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 8
8 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. NÝTT LANDSLAG Miklar breytingar hafa orðið á umhverfinu á Fimmvörðuhálsi eftir að eldgos hóf að spúa hrauni. Gestir og heppn- ir ferðalangar borðuðu í gær tveggja rétta sælkeramáltíð við rætur eldstöðvarinnar. Matinn elduðu matreiðslumeistararnir á Hótel Holti, undir stjórn Friðgeirs Eiríkssonar. Boðið var upp á humarsúpu og glóandi skötusels- og humarspjót sem elduð voru á heitu hrauninu. Gunnar V. Andr- ésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var með í för og myndaði herlegheitin, og umhverfið sem matargestir gátu notið til hins ítrasta á meðan þeir gæddu sér á kræsingunum í kuldanum á Fimmvörðuhálsinum í gær. Framhald verður á eldamennsku í þessu sérstaka eldhúsi náttúrunnar, og verður sérstökum gestum Hótels Holts boðið að njóta þeirra. Auk þeirra munu nokkrir heppnir ferðamenn fá að bragða á herlegheitunum. Birta spá á miðvikudag Sýn Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) á horfur í sjö helstu iðnríkjum heims og á evrusvæðinu verður birt miðvikudaginn 7. apríl. Pier Carlo Padoan, aðalhagfræðingur OECD, kynnir spá stofnunarinnar í höfuðstöðvum hennar í París. EFNAHAGSMÁL 1 Við hvaða götu er kvik- myndahúsið Regnboginn, sem til stendur að loka? 2 Hvað er langt síðan fyrsta Keflavíkurgangan var gengin? 3 Hvaða lið bar sigurorð af Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ? REYKJAVÍK Velferðarráð Reykja- víkur hefur samþykkt tillögu Velferðarsviðs um að styrkja starfsemi skammtímaheimil- is fyrir unglinga í Reykjavík á aldrinum 13 til 18 ára. Styrking heimilisins felur í sér að starfsfólki verður fjölg- að til þess að mæta betur þörf- um þeirra sem þurfa á þjón- ustu þess að halda. Á heimilinu verður gert ráð fyrir þremur ungmennum í vistun á hverj- um tíma en fjórða plássið verði neyðarpláss. Skammtímaheimilið hefur verið rekið frá árinu 2005 og er ætlað ungmennum sem vegna aðstæðna sinna þurfa á vistun að halda til skemmri tíma. - shá Starfsfólki verður fjölgað: Heimili fyrir ungt fólk eflt VIÐSKIPTI Alls voru 82 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í febrú- ar. Það er minna en í sama mán- uði í fyrra, þegar fyrirtækin voru 88. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. Nýskráningum einkahlutafé- laga fækkaði á milli ára. Í febrú- ar 2010 voru skráð 148 ný einka- hlutafélag, en 236 í sama mánuði í fyrra. Það jafngildir rúmlega 37 prósenta lækkun á milli ára. Að auki voru skráð 64 samlagsfélög í febrúar. Flest voru fyrirtækin í verslun. - kóp Einkahlutafélögum fækkar: 82 fyrirtæki urðu gjaldþrota UMFERÐ Alvarleg umferðarslys í fyrra voru fimmtán prósentum færri en árið áður, eða 170 miðað við 200 árið 2008. Þetta kemur fram í árlegri samantekt slysaskráning- ar Umferðarstofu. Árið 2009 létust 17 manns í 15 umferðarslysum, samanborið við 12 látna í jafnmörgum slysum árið áður. Báðar tölur eru nokkru lægri en meðalfjöldi látinna í umferðinni undanfarin tíu ár, sem er 22 á ári. Á síðustu þremur árum hafa að með- altali tæplega 15 látist í umferðar- slysum á landinu, en næstu þrjú ár á undan létust rúmlega 24 ár hvert. Mest fækkaði slysum milli ára á Suðurnesjum, eða um 35 pró- sent. Á Vestfjörðum fækkaði þeim um 32 prósent, á Suðurlandi um 24 prósent og á höfuðborgarsvæð- inu um 23 prósent. Á Norðurlandi vestra fjölgaði slösuðum hins vegar um 19 prósent og á Austurlandi um 13 prósent. Þá er einnig kannað hvort um raunfækkun slysa sé að ræða, með tilliti til fólksfjölgunar, fjölda öku- tækja, ekinna kílómetra og annarra hagtalna sem geta haft áhrif. Að teknu tilliti til þess fækkaði slys- um um ellefu prósent milli ára. - sh Alvarleg umferðarslys voru 170 í fyrra, samanborið við 200 árið áður: Slysum fækkaði um 15 prósent UMFERÐARSLYS Alvarlegum slysum fækkaði mest á Suðurnesjum milli ára, en á Norðurlandi vestra fjölgaði þeim um fimmtung milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.