Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 8

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 8
8 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. NÝTT LANDSLAG Miklar breytingar hafa orðið á umhverfinu á Fimmvörðuhálsi eftir að eldgos hóf að spúa hrauni. Gestir og heppn- ir ferðalangar borðuðu í gær tveggja rétta sælkeramáltíð við rætur eldstöðvarinnar. Matinn elduðu matreiðslumeistararnir á Hótel Holti, undir stjórn Friðgeirs Eiríkssonar. Boðið var upp á humarsúpu og glóandi skötusels- og humarspjót sem elduð voru á heitu hrauninu. Gunnar V. Andr- ésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var með í för og myndaði herlegheitin, og umhverfið sem matargestir gátu notið til hins ítrasta á meðan þeir gæddu sér á kræsingunum í kuldanum á Fimmvörðuhálsinum í gær. Framhald verður á eldamennsku í þessu sérstaka eldhúsi náttúrunnar, og verður sérstökum gestum Hótels Holts boðið að njóta þeirra. Auk þeirra munu nokkrir heppnir ferðamenn fá að bragða á herlegheitunum. Birta spá á miðvikudag Sýn Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) á horfur í sjö helstu iðnríkjum heims og á evrusvæðinu verður birt miðvikudaginn 7. apríl. Pier Carlo Padoan, aðalhagfræðingur OECD, kynnir spá stofnunarinnar í höfuðstöðvum hennar í París. EFNAHAGSMÁL 1 Við hvaða götu er kvik- myndahúsið Regnboginn, sem til stendur að loka? 2 Hvað er langt síðan fyrsta Keflavíkurgangan var gengin? 3 Hvaða lið bar sigurorð af Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ? REYKJAVÍK Velferðarráð Reykja- víkur hefur samþykkt tillögu Velferðarsviðs um að styrkja starfsemi skammtímaheimil- is fyrir unglinga í Reykjavík á aldrinum 13 til 18 ára. Styrking heimilisins felur í sér að starfsfólki verður fjölg- að til þess að mæta betur þörf- um þeirra sem þurfa á þjón- ustu þess að halda. Á heimilinu verður gert ráð fyrir þremur ungmennum í vistun á hverj- um tíma en fjórða plássið verði neyðarpláss. Skammtímaheimilið hefur verið rekið frá árinu 2005 og er ætlað ungmennum sem vegna aðstæðna sinna þurfa á vistun að halda til skemmri tíma. - shá Starfsfólki verður fjölgað: Heimili fyrir ungt fólk eflt VIÐSKIPTI Alls voru 82 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í febrú- ar. Það er minna en í sama mán- uði í fyrra, þegar fyrirtækin voru 88. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. Nýskráningum einkahlutafé- laga fækkaði á milli ára. Í febrú- ar 2010 voru skráð 148 ný einka- hlutafélag, en 236 í sama mánuði í fyrra. Það jafngildir rúmlega 37 prósenta lækkun á milli ára. Að auki voru skráð 64 samlagsfélög í febrúar. Flest voru fyrirtækin í verslun. - kóp Einkahlutafélögum fækkar: 82 fyrirtæki urðu gjaldþrota UMFERÐ Alvarleg umferðarslys í fyrra voru fimmtán prósentum færri en árið áður, eða 170 miðað við 200 árið 2008. Þetta kemur fram í árlegri samantekt slysaskráning- ar Umferðarstofu. Árið 2009 létust 17 manns í 15 umferðarslysum, samanborið við 12 látna í jafnmörgum slysum árið áður. Báðar tölur eru nokkru lægri en meðalfjöldi látinna í umferðinni undanfarin tíu ár, sem er 22 á ári. Á síðustu þremur árum hafa að með- altali tæplega 15 látist í umferðar- slysum á landinu, en næstu þrjú ár á undan létust rúmlega 24 ár hvert. Mest fækkaði slysum milli ára á Suðurnesjum, eða um 35 pró- sent. Á Vestfjörðum fækkaði þeim um 32 prósent, á Suðurlandi um 24 prósent og á höfuðborgarsvæð- inu um 23 prósent. Á Norðurlandi vestra fjölgaði slösuðum hins vegar um 19 prósent og á Austurlandi um 13 prósent. Þá er einnig kannað hvort um raunfækkun slysa sé að ræða, með tilliti til fólksfjölgunar, fjölda öku- tækja, ekinna kílómetra og annarra hagtalna sem geta haft áhrif. Að teknu tilliti til þess fækkaði slys- um um ellefu prósent milli ára. - sh Alvarleg umferðarslys voru 170 í fyrra, samanborið við 200 árið áður: Slysum fækkaði um 15 prósent UMFERÐARSLYS Alvarlegum slysum fækkaði mest á Suðurnesjum milli ára, en á Norðurlandi vestra fjölgaði þeim um fimmtung milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.