Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 10

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 10
10 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 14. apríl 2010 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 12.30. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins. Undir dagskrárliðnum “breytingar á samþykktum” verða teknar fyrir eftirfarandi tillögur: I. Tillaga stjórnar félagsins um að veita henni heimild í samþykktum til að hækka hlutafé félagsins um allt að 500.000 hluti að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 4 ár og má einungis nota í tengslum við efndir kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. II. Tillaga stjórnar félagsins um að framlengja heimild stjórnar skv. samþykktum til að hækka hlutafé þess um 391.820 hluti að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta til að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins, um 3 ár eða til 7. september 2011. Hluthafar hafa ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr. 2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfundinn. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Stjórn CCP hf. Stangaveiði Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. apríl. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar í Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is Golfklúbburinn Setberg hefur opnað fyrir inntöku nýrra félaga. Árgjald með GSÍ aðild er kr. 49.000,- Ekkert inntökugjald!!!!! Upplýsingar í síma 565 9092 sumarferdir.is Frábært golftilboð! Villaitana, Benidorm – Alicante 12.-17. apríl Verð á mann m.v. 2 fullorðna. í tvíbýli. Innifalið er flug með sköttum og flutningi á golfsetti. Akstur til og frá flugvelli erlendis. Gisting með morgun og kvöldmat. 5 golfdagar 119.900 kr.frá STJÓRNMÁL Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálf- stæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrir- tækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrir- tækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki ann- arra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyr- irtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnu- rekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðu- atvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnu- mál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokks árið 2008 kom frá útgerðinni. Átta af tíu helstu kvótaeigendunum styrkja flokkinn. Formaður flokksins segir þetta sýna góðan samhljóm milli flokksins og atvinnurekenda. AFLINN AÐ LANDI KOMINN Átta af tíu stærstu kvótaeigendum landsins styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. Tíu af fimmtán stjórnarmönnum í LÍÚ eru þar í forsvari fyrir fyrirtæki sem styrktu flokkinn sama ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekkert fyrirtæki í sjávarútvegi styrkti Framsóknarflokkinn, VG eða Íslands- hreyfinguna árið 2008. Fimm fyrirtæki í útgerð, fullvinnslu og dreifingu sjávarútvegsafurða styrktu Samfylkinguna en einungis tvö þeirra hafa aflaheimildir, eftir því sem næst verður komist. Þetta eru Brim hf. og HB-Grandi, með samtals 400.000 krón- ur. Í heildina fékk Samfylkingin meira frá fyrirtækjum en Sjálfstæðisflokkur- inn 2008, eða rúmar tíu milljónir. 400.000 krónur til hinna flokkanna mikið framlögin voru þá takmörk- uð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heild- arframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssam- bandsins. klemens@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.