Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 18

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 18
18 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Eldgosið á Fimmvörðuhálsi M ý r d a l s - j ö k u l l E y j a f j a l l a j ö k u l l Skógar Seljalandsfoss Stóramörk M A R K A R F L J Ó T Þ Ó R S M Ö R K M ý r d a l s - j ö k u l l E yj a fj a ll a jö k u ll Fyrir hverja: Vant göngufólk eða fólk vant að ferðast yfir jökla. Hvernig kemst ég þangað akandi: Hægt að aka yfir Mýrdalsjökul frá Sólheimajökli, á mikið breyttum jeppa eða vélsleða, ekki er mælt með því að aka yfir jökulinn á fjórhjóli. Ekki er mælt með því að aka yfir jökulinn nema fólk sé vant að ferðast á jökli og sé mjög vel útbúið, hafi GPS-tæki með í bílnum, kunni að nota það og fylgi öruggri leið, sem sjá má á vef Landsbjargar. Fólki er ráðið frá að vera eitt á ferð eða einbíla. Einnig er mikilvægt að fólk kynni sér veðurspá. Útbúnaður: Hlýr fatnaður og nesti til dagsferðar er mikil- vægt þótt ferðast sé í bíl. Tími: Í góðu færi tekur einn til tvo klukkutíma að aka frá Sólheimajökli að Fimmvörðuhálsi. Hvernig kemst ég þangað gangandi: Gönguleiðin upp á Fimmvörðuháls hefst á Skógum. Upp á hálsinn er um fimm til sex tíma gangur, ef fólk stoppar klukkustund við gosið má gera ráð fyrir 12 tímum í ferðina. Hækkun er um 1.200 metrar. Leiðin er þannig ekki á færi nema göngufólks í þjálfun. Boðið er upp á skipulagðar ferðir á hálsinn, til dæmis eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn með daglegar ferðir kl. 7 á morgnana, Útivist býður upp á ferðir með gistingu í skála félagsins. Lagt er af stað í þær klukkan 13 frá Skógum skírdag og föstudaginn langa og hugsanlega einnig á laugardag. Útbúnaður: Gönguskór, lagskiptur hlýr fatnaður, orkuríkt nesti, göngustafur, GPS-tæki. Tími: 12 til 15 klukkustundir í göngu upp og niður. Fyrir hverja: Jeppaeigendur og göngufólk Hvernig kemst ég þangað: Vegurinn inn í Þórsmörk er fær jeppum. Ekki er mælt með að fólk sé eitt á ferð nema það þekki leiðina inn í Þórsmörk. Hvenær er best að fara: Skynsamlegt er að aka að deginum til. Kynnisferðir bjóða upp á rútuferðir frá BSÍ kl. 9 um páskana og inn í Húsadal, þaðan er tæplega klukkutíma gang- ur inn í Langadal og þaðan um klukkutími yfir í Bása. Ferðafélagið býður upp á dagsferðir um páskana frá Mörkinni 6 inn í Langadal og gönguferðir þangað á útsýnisstaði. Gisting: Þegar inn í Þórsmörk er komið er hægt að gista á þremur stöðum, í Húsadal, Langadal eða Básum á Goðalandi. Mælt er með að fólk panti gistingu áður en lagt er í hann ætli fólk að gista. Hvað sést: Frá Morinsheiði er mjög gott útsýni yfir eldstöðvarnar. Þangað er um þriggja tíma ganga frá Básum. Gangan felur í sér 800 metra hækkun og það er bratt á köflum. Útivist býður upp á skipulagðar göng- ur þangað frá Básum, en skálaverðir munu einnig vera til leiðsagnar fólki á eigin vegum. Frá Valahnúk er klukkustundar þægilegur gangur frá Langadal eða Húsadal, þaðan er ágætis útsýni þótt það jafnist ekki á við útsýnið frá Morinsheiði. Útbúnaður: Hlýr og lagskiptur göngufatnað- ur, gönguskór og göngustafir eru nauðsynlegir vegna harðfennis á Morinsheiði. Ef ekki er gengið með leiðsögumanni þá er nauðsyn- legt að hafa göngukort með og GPS-tæki. Tími: Rúma klukkustund tekur að aka Þórs- merkurveg frá Merkurbæjum. Gönguferð frá Básum upp á Morinsheiði og til baka tekur um sex til sjö tíma með stoppi. Þeir sem leggja land undir fót til að skoða eld- gosið á Fimmvörðuhálsi ættu að skoða vel veð- urspá og fylgjast með fréttum af gangi gossins. Mikilvægt er að vera vel útbúinn, þeir sem ætla að ganga upp á Morinsheiði eða Fimmvörðuháls þurfa að vera vel klæddir og nestaðir. Mælt er með að fólk skoði eftirfarandi vefsíður áður en lagt er í hann: www.vedur.is Veðurspá og sérsíða um gosið á Fimmvörðuhálsi. www.landsbjorg.is þar er að finna hnit fyrir ökuleið yfir Mýrdalsjökul. www.almannavarnir.is helstu fréttir af gosstöðvum. Undirbúningur mikilvægur F L J Ó T S H L I Ð Þórólfsfell Fyrir hverja: Alla sem eiga fólksbíl eða jeppa. Hvernig kemst ég þangað: Ekið er sem leið liggur inn Fljótshlíðina og áfram undir Þórólfsfell. Mælt er með göngu upp á fjallið, sem er þægilegt og viðráðanlegt fyrir alla. Þeir sem eru á jeppum geta ekið áfram, til dæmis að Einhyrningi. Hvenær er best að fara: Best er að skoða gosið í ljósaskipt- um og eftir að myrkur er skollið á, í dagsbirtu sést ekki mikið úr þessari fjarlægð. Útbúnaður: Þó að ferðast sé í bíl er mælt með því að allir séu vel klæddir og með nesti. Mikil umferð hefur verið á þessum slóðum á kvöldin og gera má ráð fyrir að umferðin gangi hægt. Tími: Frá Hvolsvelli er um það bil 40 mínútna akstur að Þórólfsfelli. Um klukkutíma tekur að ganga á fjallið. Fljótshlíðin - Þórólfsfell Sólheimajökull Gönguleið á Fimmvörðuháls Þ Ó R S M Ö R K Fi m m vö rð uh ál s Hrunagil Morinsheiði Hraunstraumurinn eins og hann var í gær Fimm- vörðu- skáli Fi m m vö rð uh ál s Básar Básar Leiðir til að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi um páskana Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur kveikt löngun í mörgum til að fara og sjá það með eigin augum. Fólk er hvatt til að skoða veður- spá áður en lagt er upp og fylgjast með fréttum af gangi gossins. Hægt er að nálgast gosið eftir nokkrum miskrefjandi leiðum. HEIMILDIR: FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST, FERÐAFÉLAG ÍSLANDS OG ALMANNAVARNIR ÍSLANDS Hluthafafundur Exista hf. 9. apríl 2010 EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Hluthafafundur Exista hf. verður haldinn föstudaginn 9. apríl 2010 í höfuð- stöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 10:00. Dagskrá: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.: Breyting á 1. mgr. 15. gr. um að að stjórn félagsins skuli skipuð allt að fimm mönnum. Skulu þeir kosnir árlega á aðalfundi, til eins árs í senn. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn félagsins skal yfirfara tilkynningar þeirra sem kost á sér gefa til stjórnar og gefa viðeigandi aðilum tækifæri, á sannanlegan hátt, til þess að leiðrétta ágalla á tilkynningu innan ákveðins tíma, sem skal ekki vera lengri en 24 klukkustundir. Ef ekki er bætt úr ágöllum á tilkynningu innan tilsetts tímamarks, mun stjórn félagsins ákveða um gildi framboðsins. Mögulegt er að bera ákvörðun stjórnar félagsins upp á hluthafafundi sem hefur úrslitavald um gildi framboðs til stjórnar félagsins. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 09:30 á fundarstað. Reykjavík, 31. mars 2010 Stjórn Exista hf. HRAUNFOSS Náttúruöflin eiga það til að láta mennina virka smáa og var mannfólkið sem gekk um Fimmvörðuháls í gær agnarsmátt hjá þessum mikilfenglega hraunfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands urðu litlar breytingar á gosinu í gær. Ágætt veður ætti að verða til að skoða gosið í dag. Í byggð nærri gosinu er spáð hita frá núll gráðum að mínus sjö, heiðskíru og allt að tíu metrum á sekúndu. Fimmvörðuháls Þórsmörk - Morinsheiði FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.