Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 18
18 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Eldgosið á Fimmvörðuhálsi M ý r d a l s - j ö k u l l E y j a f j a l l a j ö k u l l Skógar Seljalandsfoss Stóramörk M A R K A R F L J Ó T Þ Ó R S M Ö R K M ý r d a l s - j ö k u l l E yj a fj a ll a jö k u ll Fyrir hverja: Vant göngufólk eða fólk vant að ferðast yfir jökla. Hvernig kemst ég þangað akandi: Hægt að aka yfir Mýrdalsjökul frá Sólheimajökli, á mikið breyttum jeppa eða vélsleða, ekki er mælt með því að aka yfir jökulinn á fjórhjóli. Ekki er mælt með því að aka yfir jökulinn nema fólk sé vant að ferðast á jökli og sé mjög vel útbúið, hafi GPS-tæki með í bílnum, kunni að nota það og fylgi öruggri leið, sem sjá má á vef Landsbjargar. Fólki er ráðið frá að vera eitt á ferð eða einbíla. Einnig er mikilvægt að fólk kynni sér veðurspá. Útbúnaður: Hlýr fatnaður og nesti til dagsferðar er mikil- vægt þótt ferðast sé í bíl. Tími: Í góðu færi tekur einn til tvo klukkutíma að aka frá Sólheimajökli að Fimmvörðuhálsi. Hvernig kemst ég þangað gangandi: Gönguleiðin upp á Fimmvörðuháls hefst á Skógum. Upp á hálsinn er um fimm til sex tíma gangur, ef fólk stoppar klukkustund við gosið má gera ráð fyrir 12 tímum í ferðina. Hækkun er um 1.200 metrar. Leiðin er þannig ekki á færi nema göngufólks í þjálfun. Boðið er upp á skipulagðar ferðir á hálsinn, til dæmis eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn með daglegar ferðir kl. 7 á morgnana, Útivist býður upp á ferðir með gistingu í skála félagsins. Lagt er af stað í þær klukkan 13 frá Skógum skírdag og föstudaginn langa og hugsanlega einnig á laugardag. Útbúnaður: Gönguskór, lagskiptur hlýr fatnaður, orkuríkt nesti, göngustafur, GPS-tæki. Tími: 12 til 15 klukkustundir í göngu upp og niður. Fyrir hverja: Jeppaeigendur og göngufólk Hvernig kemst ég þangað: Vegurinn inn í Þórsmörk er fær jeppum. Ekki er mælt með að fólk sé eitt á ferð nema það þekki leiðina inn í Þórsmörk. Hvenær er best að fara: Skynsamlegt er að aka að deginum til. Kynnisferðir bjóða upp á rútuferðir frá BSÍ kl. 9 um páskana og inn í Húsadal, þaðan er tæplega klukkutíma gang- ur inn í Langadal og þaðan um klukkutími yfir í Bása. Ferðafélagið býður upp á dagsferðir um páskana frá Mörkinni 6 inn í Langadal og gönguferðir þangað á útsýnisstaði. Gisting: Þegar inn í Þórsmörk er komið er hægt að gista á þremur stöðum, í Húsadal, Langadal eða Básum á Goðalandi. Mælt er með að fólk panti gistingu áður en lagt er í hann ætli fólk að gista. Hvað sést: Frá Morinsheiði er mjög gott útsýni yfir eldstöðvarnar. Þangað er um þriggja tíma ganga frá Básum. Gangan felur í sér 800 metra hækkun og það er bratt á köflum. Útivist býður upp á skipulagðar göng- ur þangað frá Básum, en skálaverðir munu einnig vera til leiðsagnar fólki á eigin vegum. Frá Valahnúk er klukkustundar þægilegur gangur frá Langadal eða Húsadal, þaðan er ágætis útsýni þótt það jafnist ekki á við útsýnið frá Morinsheiði. Útbúnaður: Hlýr og lagskiptur göngufatnað- ur, gönguskór og göngustafir eru nauðsynlegir vegna harðfennis á Morinsheiði. Ef ekki er gengið með leiðsögumanni þá er nauðsyn- legt að hafa göngukort með og GPS-tæki. Tími: Rúma klukkustund tekur að aka Þórs- merkurveg frá Merkurbæjum. Gönguferð frá Básum upp á Morinsheiði og til baka tekur um sex til sjö tíma með stoppi. Þeir sem leggja land undir fót til að skoða eld- gosið á Fimmvörðuhálsi ættu að skoða vel veð- urspá og fylgjast með fréttum af gangi gossins. Mikilvægt er að vera vel útbúinn, þeir sem ætla að ganga upp á Morinsheiði eða Fimmvörðuháls þurfa að vera vel klæddir og nestaðir. Mælt er með að fólk skoði eftirfarandi vefsíður áður en lagt er í hann: www.vedur.is Veðurspá og sérsíða um gosið á Fimmvörðuhálsi. www.landsbjorg.is þar er að finna hnit fyrir ökuleið yfir Mýrdalsjökul. www.almannavarnir.is helstu fréttir af gosstöðvum. Undirbúningur mikilvægur F L J Ó T S H L I Ð Þórólfsfell Fyrir hverja: Alla sem eiga fólksbíl eða jeppa. Hvernig kemst ég þangað: Ekið er sem leið liggur inn Fljótshlíðina og áfram undir Þórólfsfell. Mælt er með göngu upp á fjallið, sem er þægilegt og viðráðanlegt fyrir alla. Þeir sem eru á jeppum geta ekið áfram, til dæmis að Einhyrningi. Hvenær er best að fara: Best er að skoða gosið í ljósaskipt- um og eftir að myrkur er skollið á, í dagsbirtu sést ekki mikið úr þessari fjarlægð. Útbúnaður: Þó að ferðast sé í bíl er mælt með því að allir séu vel klæddir og með nesti. Mikil umferð hefur verið á þessum slóðum á kvöldin og gera má ráð fyrir að umferðin gangi hægt. Tími: Frá Hvolsvelli er um það bil 40 mínútna akstur að Þórólfsfelli. Um klukkutíma tekur að ganga á fjallið. Fljótshlíðin - Þórólfsfell Sólheimajökull Gönguleið á Fimmvörðuháls Þ Ó R S M Ö R K Fi m m vö rð uh ál s Hrunagil Morinsheiði Hraunstraumurinn eins og hann var í gær Fimm- vörðu- skáli Fi m m vö rð uh ál s Básar Básar Leiðir til að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi um páskana Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur kveikt löngun í mörgum til að fara og sjá það með eigin augum. Fólk er hvatt til að skoða veður- spá áður en lagt er upp og fylgjast með fréttum af gangi gossins. Hægt er að nálgast gosið eftir nokkrum miskrefjandi leiðum. HEIMILDIR: FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST, FERÐAFÉLAG ÍSLANDS OG ALMANNAVARNIR ÍSLANDS Hluthafafundur Exista hf. 9. apríl 2010 EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Hluthafafundur Exista hf. verður haldinn föstudaginn 9. apríl 2010 í höfuð- stöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 10:00. Dagskrá: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.: Breyting á 1. mgr. 15. gr. um að að stjórn félagsins skuli skipuð allt að fimm mönnum. Skulu þeir kosnir árlega á aðalfundi, til eins árs í senn. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn félagsins skal yfirfara tilkynningar þeirra sem kost á sér gefa til stjórnar og gefa viðeigandi aðilum tækifæri, á sannanlegan hátt, til þess að leiðrétta ágalla á tilkynningu innan ákveðins tíma, sem skal ekki vera lengri en 24 klukkustundir. Ef ekki er bætt úr ágöllum á tilkynningu innan tilsetts tímamarks, mun stjórn félagsins ákveða um gildi framboðsins. Mögulegt er að bera ákvörðun stjórnar félagsins upp á hluthafafundi sem hefur úrslitavald um gildi framboðs til stjórnar félagsins. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 09:30 á fundarstað. Reykjavík, 31. mars 2010 Stjórn Exista hf. HRAUNFOSS Náttúruöflin eiga það til að láta mennina virka smáa og var mannfólkið sem gekk um Fimmvörðuháls í gær agnarsmátt hjá þessum mikilfenglega hraunfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands urðu litlar breytingar á gosinu í gær. Ágætt veður ætti að verða til að skoða gosið í dag. Í byggð nærri gosinu er spáð hita frá núll gráðum að mínus sjö, heiðskíru og allt að tíu metrum á sekúndu. Fimmvörðuháls Þórsmörk - Morinsheiði FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.