Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 22
22 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútíma- samfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rann- sóknum og gildi þeirra fyrir sam- félagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skor- ið er niður í ríkisútgjöldum skipt- ir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyj- um þrátt fyrir að státa af frábær- um rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nem- endum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna- yfirlýsingarinnar og hefja undir- búning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var sam- félagslegt hlutverk háskóla, hvern- ig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélag- inu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opin- berra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýr- ari hætti það hlutverk opin- berra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðis- ríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórn- un háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipu- lag háskóla. Lagt er til að fulltrú- um ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með fram- kvæmdavaldið hafi reynslu og inn- sýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núver- andi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnu- mótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskóla- ráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefn- unnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrú- ar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólg- in er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að upp- fylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við sam- félagið með tveimur utanaðkom- andi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfé- lagsgerðinni, frumkvöðlar í þekk- ingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Lýðræðislegra stjórnskipulag KATRÍN JAKOBSDÓTTIR UMRÆÐAN Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar um Iceland Airwaves Nú í vikunni gerðist það að Ice-landair, sem stendur að baki vörumerkinu Iceland Airwaves, gerði samkomulag um að ÚTÓN yrði rekstraraðili hátíðarinnar til fimm ára. Einhvern veginn hefur sá orðrómur komist á kreik að með þessu sé verið að ríkisvæða Iceland Airwaves. Og fyrirsögn föstudags- útgáfu Fréttablaðsins, „Iceland Airwaves komið í hlýjan faðm rík- isins“ ýtir undir það. Þetta rímar reyndar mjög við það orðspor að tónlistarmenn séu á jötu ríkisins og mikið ríkisstyrktir. Hér verð- ur gerð tilraun til að leiðrétta þann misskilning. ÚTÓN er viðskipta- og mark- aðsskrifstofa fyrir íslenska tónlist sem sett er upp af frumkvæði tón- listargeirans. Tónlistargeirinn er orð sem er notað yfir tónlistarmenn bæði höfunda og flytjendur og fyr- irtæki sem starfa við framleiðslu, útgáfu og dreifingu á tónlist. Fjárfesting sem skilar margföldum arði Árið 2005 var gerð norræn könn- un þar sem niðurstaðan varð sú að 1700 útlendingar sem sóttu hátíðina eyddu yfir 300 milljónum í vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum 300 milljónum runnu um 70 milljónir til ríkisins í formi virðis- aukaskatts. Framlög til Tónlistar- sjóðs til stuðnings og kynningar á íslenskri tónlist námu þá 50 millj- ónum og hafa dregist saman ár frá ári. Virðisaukaskattur af þessum eina tónlistarviðburði á einni helgi yfir vetrartíma greiddi því öll framlög Tónlistarsjóðs, sem rekinn er á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins, og gott betur. Eða ef við setjum þetta í annað samhengi þá nema tekjur af þess- ari einu hátíð nærri öllum þeim framlögum sem ríkissjóður greið- ir árlega í formi listamannalauna til höfunda og flytjenda tónlistar. Þeim litlu fjárfestingum sem veitt hefur verið í stuðning við Airwaves hafa því skilað marg- földum arði fyrir samfélagið. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um vel heppnaða nýsköpun sem skilar sér ríku- lega til baka í samfélagssjóð- ina. Ú TÓN hóf starfsemi fyrir rúmlega þrem- ur árum og er hluti hennar greiddur með framlögum frá tónlistargeiranum sjálfum. Fasta- fjárframlag ríkisins er 10 milljón- ir og er um það gerður sérstakur samstarfssamningur. ÚTÓN tekur að sér ýmis önnur verkefni sam- kvæmt öðrum samstarfssamning- um en staðreyndin er sú að flest verkefni sem skrifstofan kemur nálægt skapa verðmæti, veltu og störf. ÚTÓN er einkaframtak tón- listargeirans og er í mjög góðu samstarfi við ráðuneyti og rík- isstofnanir. Sem betur fer hefur stjórnsýslan áttað sig á því að gott er að sækja sérþekkingu og virkja þá viðskiptavild sem þegar er til staðar í tónlistargeiranum frem- ur en að reyna að ríkisstýra allri slíkri starfsemi. Þessi skilningur hefur skapað jarðveg fyrir farsælt samband á milli einkaframtaks og ríkisframlaga sem skila margföld- um hagrænum áhrifum. En betur má ef duga skal. Tónlist er arðbær Í tónlistinni eru tækifærin allt í kringum okkur. Efla má tónlistar- tengda ferðamennsku í kringum þær 30 tónlistarhátíðir sem haldn- ar eru á Íslandi ár hvert. Leggja má áherslu á Ísland sem upptöku- land tónlistar til að fjölga erlend- um verkefnum í vel útbúnum hljóð- verum og skoða má það frekar að skapa gott umhverfi fyrir höfund- arréttarfyrirtæki, en tónlistar- menn hafa margoft bent á þenn- an valkost. Þetta eru aðeins örfáar hugmyndir þar sem auknar fjár- festingar myndu skapa störf og skila margföldum arði í hinn hlýjan faðm ríkisins. Vaxtarsprotinn er og verður alltaf í mannauði og sköp- unarkrafti sem einstaklingar og einkageirinn leggja af mörkum. Höfundur er framkvæmdastjóri ÚTÓN. Iceland Airwaves er einkaframtak ANNA HILDUR HILDIBRANDS- DÓTTIR UMRÆÐAN Þórdís Rafnsdóttir skrifar um bifhjólavettvang Bifhjólavettvangurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár. Þegar hópar stækka geta þeir farið að hafa áhrif á framgang mála sem að þeim snúa, til dæmis ýmissa hagsmunamála. Til að hámarka þau áhrif er mikilvægt að hópurinn ákveði með hvaða hætti verði best unnið að sameiginlegum markmiðum. Það þýðir með öðrum orðum að skilgreina skipulagsform fyrir vettvanginn. En hverjir eru þátttakendur á hinum íslenska bifhjólavettvangi? Hvar eru þeir staddir á vettvanginum, innan eða utan klúbba? Hvernig þátttakendur eru þeir? Hvað hafa þeir að leiðar- ljósi í lífinu og hvernig forgangs- raða þeir hagsmunamálum sínum? Síðast en ekki síst, hvert vilja þeir sjá vettvanginn þróast til framtíð- ar? Þessum spurningum verður svarað í vor þegar greinarhöfund- ur lýkur meistaranámi sínu í verk- efnastjórnun við Háskóla Íslands. Viðfangsefni lokaverkefnis eru bifhjólavettvangurinn, skipulags- fræðin og netkönnun sem nú stend- ur yfir. Niður- staðan felur í sér hugmynd að skipulags- formi sem end- urspeglar hags- muni, gildi og framtíðarsýn hins íslenska bifhjólaeiganda. Tilgangur þessara greina- skrifa er að hvetja þá bifhjólaeig- endur sem hafa verið dregnir í úrtak og fengið bréf inn um lúguna hjá sér til að taka þátt í netkönnun- inni. Niðurstaða lokaverkefnisins hefur upplýsinga- og þekkingarlegt gildi fyrir alla á bifhjólavettvang- inum og verður til afnota fyrir þá sem vilja. Kæri bifhjólaeigandi, með því að leggja þitt af mörkum styður þú við það að verðmætar upplýsingar og þekking líti dagsins ljós. Jafnframt tryggir þú að þínar skoðanir og viðhorf fái hlutdeild í niðurstöðunni. Nú fer hver að verða síðastur því netkönnuninni fer að ljúka. Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt með rísandi sól! Höfundur er meistaranemi í verk- efnastjórnun við HÍ. Með rísandi sól Páskaveiði í Hvammsvík! Nú ber vel í veiði fyrir stangveiðifólk á öllum aldri, því vertíðin hefst í Hvammsvík um páskana. Svæðið verður opið á skírdag, laugardag og páskadag á milli kl. 10–18. Við bjóðum veiðikort sem kostar aðeins 1.500 kr., gefur inneign upp á fimm fiska og gildir í allt sumar. Kíktu í Hvammsvík um páskana og komdu þér í veiðigírinn fyrir sumarið! Nánari upplýsingar í síma 695 5123 www.hvammsvik.is | hvammsvik@itr.is Kaffisala n opin! HVAMMSVÍK ÞÓRDÍS RAFNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.