Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 23

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 23 UMRÆÐAN Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sam- bandi við kennitölur og nafn ein- staklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomu- lag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upp- haflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðl- ar OpenId verði teknir upp hérlend- is. Þá er netfang sótt til eins mið- lægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og við- skiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjón- ustufyrirtæki. Þau má nota í marg- víslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vef- síðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margs- konar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinber- ir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangs- aðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfang Í rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgeng- isstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrir- tæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuað- ilar geta tengt netfang við víðtæk- ari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verð- ur ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrir- tækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auð- kenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinu Þjóðarnetfang gefur nýja mögu- leika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík við- bótarnotkun er óhugsandi ef kenni- talan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni lands- manna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónust- um, eins og fyrr segir og með þjóð- arnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á net- inu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinber- um aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusvið- inu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjón- ustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðar- netfang draga úr rekstri skólamála- yfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóð- arnetfang. Það gefur mögu- leika á því að draga stórlega úr pappírsnotk- un í samskipt- um. Stofnan- ir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem ber- ist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opin- berir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin net- heima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og tak- marka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóð- arnetfangs. Sameining tveggja heima Ólíkar áherslur eru ríkjandi vest- anhafs og í Evrópu varðandi stað- festingu þess hver er hvað á net- inu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hug- myndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vott- un frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög marg- þætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháð- um aðila og óháð viðskiptatengsl- um hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í mál- efni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Örugg netföng HAUKUR ARNÞÓRSSON Fermingargjöf sem vex Hafðu samband — Framtíðarbók Arion banka Framtíðarbók er góð gjöf frá þeim sem vilja leggja traustan grunn að framtíð fermingarbarnsins. Framtíðarbók er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga. Innistæðan er laus til úttektar við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á . Allir krakkar sem leggja meira en 25 þúsund kr. inn á Framtíðarbók fá bol að eigin vali úr versluninni Dogma.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.