Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 26
 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR EWAN MCGREGOR ER 39 ÁRA Í DAG. „Það er ekki mitt að reyna að hafa áhrif á leikstjórnarstíl leikstjór- ans. Hann ræður og ég legg ávallt traust mitt á hann.“ Ewan Gordon McGregor er skoskur leikari sem skaust upp á stjörnuhim- ininn eftir að hafa leikið Mark Renton í Trainspotting sem var frumsýnd árið 1996. Hann hefur einnig leikið Obi- Wan Kenobi í nokkrum Star Wars- myndanna og í hinni geysivinsælu Moulin Rouge. timamot@frettabladid.is Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli í ár en Norðurlöndin fimm eiga aðild að því. Jafnframt hefur Svanurinn náð þeim áfanga að veita 2.000. Svansleyfið og var það tölvuframleiðandinn Lenovo sem varð þess heiðurs aðnjót- andi fyrir að framleiða orkusparandi fartölvur. Fjöldi leyfa endurspeglar þó ekki allar Svansmerkingar því undir hvert leyfi heyra í sumum tilfellum nokkrar vörur og eru þær í heild- ina sex þúsund talsins. Svansvottun er veitt fyrir vörur eða þjónustu og gerir neyt- endum kleift að velja kost sem er betri fyrir umhverfið og heilsuna. „Strangar kröfur Svansins tryggja að búið er að lág- marka neikvæð umhverfis- og heilsuáhrif tengd ferli vörunnar eins og hráefnis- og orkunotkun, notkun hættulegra efna, með- höndlun úrgangs og fleira. Það er því alls ekki hvaða vara eða þjónusta sem er sem getur fengið vottun og þurfa fyrirtæki oft að fara í gegnum miklar breytingar til þess að af því geti orðið,“ segir Anne Maria Sparf, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun, sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Hér á landi eru fimm svansleyfi í gangi og munu tvö bætast við þriðjudag- inn 6. apríl þegar þjónusta Farfuglaheimilisins í Laugardal og Farfuglaheimilisins á Vesturgötu hljóta vottun. „Þá erum við með tólf aðrar umsóknir í vinnslu en til eru 65 vöru- og þjón- ustuflokkar sem hægt er að sækja um vottun fyrir. Anne Maria segir Ísland töluvert aftar á merinni hvað varðar Svansmerkingar heldur en aðrar Norðurlandaþjóð- ir. „Íslensku leyfin eru heldur fá þó svo að á annað hundrað innfluttar Svansmerktar vörur séu á markaðnum. Það hefur þó verið talsverð vakning að undanförnu,“ segir hún og vísar í fjölda fyrirliggjandi umsókna. „Ég spái því að þetta verði næsta stóra bylgjan. Hér hefur verið mikil heilsuvakning og fólk hugsar meira um hollan mat og hreyfingu. Það er orðið meðvitaðra í matarinnkaupum en næsta skref er að fara að huga að öðrum innkaupum.“ En hver er ávinningur fyrirtækja af því að sækja um Svansvottun? „Þetta er á meðal tíu sterk- ustu vörumerkjanna í Finnlandi samkvæmt nýlegri könnun og hefur verið sýnt fram á að það sé auðveldara að ná árangri með nýja vöru ef hún er Svansmerkt. Svansmerking er því einföld leið til að upplýsa viðskiptavini og starfsfólk um góða frammi- stöðu í umhverfismálum. Þá má til gamans geta að virði merk- isins er metið á 85 milljónir evra,“ segir Anne Maria. Í tilefni afmælisins verður efnt til kynningarátaks sem miðar að því að auka þekkingu Íslendinga á merkinu og hvetja þá til að taka upplýstar ákvarðanir um innkaup á vörum og þjónustu. 14.-22. maí munum við því láta á okkur bera.“ vera@frettabladid.is SVANURINN: 20 ÁRA Mikil vakning STERKT VÖRUMERKI Anne Maria segir eftirsóknarvert að fá Svansvottun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjartkæri bróðir okkar og mágur Arngrímur Indriði Erlendsson lést að heimili sínu Klettahrauni 17, Hafnarfirði, sunnudaginn 28. mars sl. Sigurfljóð Erlendsdóttir Anna G. Erlendsdóttir Kristján J. Ásgeirsson Davíð V. Erlendsson Vignir Erlendsson Inga A. Guðjónsdóttir Steinar R. Erlendsson Dagrún E. Ólafsdóttir Erla M. Erlendsdóttir Ólafur Ö. Gunnarsson Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, Huldu Guðjónsdóttur Hólabraut 5, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Sveinsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Steinsson Gullsmára 5, Kópavogi áður garðyrkjubóndi í Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00. Gunnhildur Ólafsdóttir Agnar Árnason Jóhanna Ólafsdóttir Pétur Sigurðsson Steinn G. Ólafsson Guðrún Sigríður Eiríksdóttir Símon Ólafsson Kristrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Hjartkær frændi okkar og vinur, Björn Tryggvi Jóhannsson bóndi á Stóru-Borg, Húnaþingi vestra, lést á Heilbrigðistofnuninni Hvammstanga að morgni mánudagsins 29. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga njóta þess. Fyrir hönd frændsystkina og annarra aðstandenda, Ólöf Hulda Karlsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Sigurlaug Þóroddsdóttir Boðahlein 19, Garðabæ andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, fimmtu- daginn 25. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Bára Andersdóttir Borgar L. Jónsson Oddur S. Andersson Freyja Jóhannsdóttir Anna Guðrún Andersdóttir Guðmundur Andersson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, mamma og amma, Friðrikka Margrét (Gréta) Bright er látin. David Doherty Diane og Shaun Kevan og Cathy Laura og Martin Laurence og Dorigen barnabörn og fjölskylda á Íslandi. Irma H. Geirsdóttir andaðist á Kumbaravogi föstudaginn 19 mars síðast- liðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs. Heiðar Alexandersson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Jóhann Eyþórsson Lækjarbergi 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00. Valdís Þorkelsdóttir Anna Jóhannsdóttir Jón Örn Brynjarsson Eyþór Kristinn Jóhannsson Kristín Þórey Eyþórsdóttir Gísli Þorláksson barnabörn og frændsystkini. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigríður Ósk Kalmannsdóttir Kirkjuvegi 5, Keflavík er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Linda Rós Sveinbjörnsdóttir Haraldur Hjálmarsson Hafdís Ósk, Hjálmar, Ingunn María, Sveinbjörn Matthías. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, Sigríðar Hildar Þórðardóttur vélritunarkennara, áður til heimilis Sporðagrunni 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar Hrafnistu í Reykjavík, H-2. Guðlaug Ingunn Jóhannsdóttir Jóhann G. Jóhannsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.