Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Það gekk ekki alveg eftir að sjá eldgosið í allri sinni dýrð, en ég sá það þó með kíki. Svo komst ég líka í fyrstu útilegu ársins,“ segir Erna Benediktsdóttir, sem stund- ar meistaranám í framleiðsluverk- fræði og stjórnun í Stokkhólmi. Erna er stödd í páskafríi á Íslandi og hafði hugsað sér að nýta tæki- færið og skoða eldgosið á Fimm- vörðuhálsi. Hópurinn, fjórir fullorðnir og einn hundur, lagði upp í ferðalag- ið síðastliðinn föstudag. „Við ókum Fljótshlíðina, að Þórólfsfelli, og höfðum meðferðis stjörnukíki og venjulegan kíki til að skoða gosið úr fjarlægð, enda ekki leyfilegt að keyra inn í Þórsmörk. Stemning- in var mjög góð, bæði hjá okkur og öllum þeim sem þarna voru á ferð,“ segir Erna. Um kvöldið komu ferðalangarnir að Skógum og komust þá að því að tölvan í pallbílnum hafði bilað, lík- lega sökum þess að farið var yfir ár á leiðinni að Þórólfsfelli, meðal annars með þeim afleiðingum að bremsurnar urðu óvirkar. Hóp- urinn ákvað því að elda kvöldmat og tjalda einu kúlutjaldi sem þau gistu fjögur í. Hundurinn Tinni lét fara vel um sig í fortjaldinu. „Ég var klædd í tvöfalt föðurland, íþróttabuxur, ullarbol, tvær mjúk- ar peysur, ullarpeysu, dúnvesti, eyrnaband, vettlinga, tvö pör af ullarsokkum og í svefnpoka. Þrátt fyrir útbúnaðinn var mér ískalt í fjögurra gráðu frostinu, en þetta var samt rosalega hressandi,“ segir Erna og hlær. „Ég mæli nú samt ekki með því að neinn leiki þetta eftir nema viðkomandi sé mjög heitfengur, sem ég er ekki,“ bætir hún við. Þegar Erna og félagar vöknuðu á laugardagsmorgninum komust þau að því að allir bifvélavirkjar sem þau reyndu að ná í voru í helgarfríi og bíllinn því enn óstarfhæfur. Þau höfðu ætlað að rölta upp á Fimm- vörðuháls og skoða gosið, en vildu ekki taka þá áhættu að fá ekki far til Reykjavíkur þegar niður kæmi. „Við stelpurnar skildum því strákana eftir til að hafa áhyggj- ur af bílnum og húkkuðum okkur far í bæinn með indælum manni og portúgölskum vini hans. Í bíln- um ræddum við um fjallgöngur, útivist og hversu heppin við erum að eiga þetta fallega land, hvað sem öðru líður. Í staðinn fyrir að sjá eldgosið komst ég í tæka tíð í tveggja ára afmæli litlu frænku minnar og Ólympíustærðfræði- verðlauna-afhendingu einnar af sex litlu systrum mínum,“ segir Erna, sátt við málalokin. kjartan@frettabladid.is Mjög kalt en hressandi Erna Benediktsdóttir, meistaranemi í verkfræði, ætlaði að skoða eldgosið um síðustu helgi ásamt fleir- um. Þau komust þó ekki lengra en að Skógum þar sem tjaldað var í fjögurra gráðu frosti. Tölvan í pallbílnum sem Erna og félagar ferðuðust á bilaði á leiðinni að Fimmvörðuhálsi með þeim afleiðingum að bremsurnar urðu óvirkar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÖNGVAHÁTÍÐ BARNA verður haldin klukkan 17 á skírdag í tengslum við Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju. Þar koma fram 100 börn úr kórum víðs vegar úr borginni ásamt þekktum hljóðfæraleikurum undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista. Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is Bókin um Fimmvörðuháls Útivist fæst hjá Laugavegi 178 • Sími 562 1000 www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.