Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 30
Flestir finna fyrir grænum fiðringi þegar páskar nálgast og taka forskot á sæluna með því að kaupa sér túlípana, hýasintu eða páskaliljur í blómabúðum. Frétta- blaðið skoðaði hvernig hægt er að fegra heimilið á einfaldan hátt síðustu daga fyrir páska og eru blóm þar í stóru hlutverki. Gul blóm, páskaliljur, túlípanar og liljur, fara vel í alls kyns ílátum, glösum, krukk- um, kertastjökum og eins og hér – í umbúðum. Hýasintur eru æðislegar nokkrar saman í mismunandi litum. Stundum er hægt að fá sérstaka vasa undir þær en einnig mætti notast við rúma kertastjaka. Í raun þarf ekki sérstakt páskaskraut til að gera páskaborðið hátíðlegt. Allt sem þarf er blómvöndur í páskalitnum, og jafnvel þrjá vendi ef borðið er stórt. Þessi skreyting er einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Hér hafa stenslar verið notaðir til að mála falleg mynstur á eggin. Slíkir stenslar fást víða í föndurbúðum og gaman að nota milda pastelliti á eggin. Svo má setja eggin í eggjabikara eða glös og skreyta svo jafnvel með blómum og raða öllu á kökudisk. Dásamlegar páskaskreytingar KOLAPORTIÐ verður opið frá 11 til 17 á skírdag, laugardaginn 3. apríl og annan í páskum 5. apríl. Lokað er föstudaginn langa og á páskadag. Eggið átti að vera páskagjöf til keis- araynjunnar Maríu Fyodorovnu og dugði ekkert minna til en skíragull. Að utan leit eggið út eins og venju- legt hvítt hænuegg en þegar það var opnað kom í ljós eggjarauða úr skín- andi gulli. Inni í sjálfri eggjarauðunni var svo gullhæna með smaragðsskreytta kór- ónu. Keisaraynjan varð svo hrifin af gjöfinni að Alexander bauð Faber- gé og mönnum hans að búa til eitt egg á ári. Einu skilyrðin sem Alexand- er setti voru að eggin yrðu öll ein- stök og innihéldu óvæntan glaðning. Þessi hefð lifði Alexander því þegar sonur hans, Nikulás II., tók við stjórn- artaumunum urðu eggin tvö á ári. Eitt fyrir konu Nikulásar, Alexöndru, og eitt fyrir móður hans. Eggin urðu allt í allt 57 talsins en framleiðslu þeirra var hætt eftir byltinguna árið 1918. Nítján egg hvíla nú í faðmi rúss- neska bjarnarins, átta eru glötuð og afgangurinn dreifður um söfn og sýn- ingarsali víða um heim. Rándýrt páskaegg ÁRIÐ 1885 FÉKK ALEXANDER III. RÚSSA- KEISARI GULLSMIÐINN FABERGÉ TIL AÐ BÚA TIL MJÖG SÉRSTAKT PÁSKAEGG. Inni í egginu var eggjarauða úr gulli. Frekari upplýsingar og skráning á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eða í síma 587 9999 FJALLALEIDSOGUMENN.IS allaleidsogumenn@ allaleidsogumenn.is Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Stuttkápur Gallajakkar • Bolir Glæsilegar yfi rhafnir Verð 19.900 kr. ▼ Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.