Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 30

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 30
Flestir finna fyrir grænum fiðringi þegar páskar nálgast og taka forskot á sæluna með því að kaupa sér túlípana, hýasintu eða páskaliljur í blómabúðum. Frétta- blaðið skoðaði hvernig hægt er að fegra heimilið á einfaldan hátt síðustu daga fyrir páska og eru blóm þar í stóru hlutverki. Gul blóm, páskaliljur, túlípanar og liljur, fara vel í alls kyns ílátum, glösum, krukk- um, kertastjökum og eins og hér – í umbúðum. Hýasintur eru æðislegar nokkrar saman í mismunandi litum. Stundum er hægt að fá sérstaka vasa undir þær en einnig mætti notast við rúma kertastjaka. Í raun þarf ekki sérstakt páskaskraut til að gera páskaborðið hátíðlegt. Allt sem þarf er blómvöndur í páskalitnum, og jafnvel þrjá vendi ef borðið er stórt. Þessi skreyting er einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Hér hafa stenslar verið notaðir til að mála falleg mynstur á eggin. Slíkir stenslar fást víða í föndurbúðum og gaman að nota milda pastelliti á eggin. Svo má setja eggin í eggjabikara eða glös og skreyta svo jafnvel með blómum og raða öllu á kökudisk. Dásamlegar páskaskreytingar KOLAPORTIÐ verður opið frá 11 til 17 á skírdag, laugardaginn 3. apríl og annan í páskum 5. apríl. Lokað er föstudaginn langa og á páskadag. Eggið átti að vera páskagjöf til keis- araynjunnar Maríu Fyodorovnu og dugði ekkert minna til en skíragull. Að utan leit eggið út eins og venju- legt hvítt hænuegg en þegar það var opnað kom í ljós eggjarauða úr skín- andi gulli. Inni í sjálfri eggjarauðunni var svo gullhæna með smaragðsskreytta kór- ónu. Keisaraynjan varð svo hrifin af gjöfinni að Alexander bauð Faber- gé og mönnum hans að búa til eitt egg á ári. Einu skilyrðin sem Alexand- er setti voru að eggin yrðu öll ein- stök og innihéldu óvæntan glaðning. Þessi hefð lifði Alexander því þegar sonur hans, Nikulás II., tók við stjórn- artaumunum urðu eggin tvö á ári. Eitt fyrir konu Nikulásar, Alexöndru, og eitt fyrir móður hans. Eggin urðu allt í allt 57 talsins en framleiðslu þeirra var hætt eftir byltinguna árið 1918. Nítján egg hvíla nú í faðmi rúss- neska bjarnarins, átta eru glötuð og afgangurinn dreifður um söfn og sýn- ingarsali víða um heim. Rándýrt páskaegg ÁRIÐ 1885 FÉKK ALEXANDER III. RÚSSA- KEISARI GULLSMIÐINN FABERGÉ TIL AÐ BÚA TIL MJÖG SÉRSTAKT PÁSKAEGG. Inni í egginu var eggjarauða úr gulli. Frekari upplýsingar og skráning á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eða í síma 587 9999 FJALLALEIDSOGUMENN.IS allaleidsogumenn@ allaleidsogumenn.is Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Stuttkápur Gallajakkar • Bolir Glæsilegar yfi rhafnir Verð 19.900 kr. ▼ Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.