Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 31

Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 31
Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna skemmtilegar og fallegar gönguleiðir í nágrenni borgarinnar. Ljósmyndararnir og útivistarfólkið Anna S. Sigurðardóttir og Tryggvi Þormóðsson hafa um árabil geng- ið á Hengilssvæðinu og hafa tekið saman lýsingar á þrettán áhuga- verðum gönguleiðum á Henglinum. Þær eru aðgengilegar á vef Orku- veitu Reykjavíkur á www.or.is undir Umhverfi og fræðsla. Valin var af handahófi ein gönguleið og kemur lýsing á henni hér fyrir neðan: Sleggjubeinsdalur - Innstidalur Erfiðleikastig 2. Tæplega 4 km með heita læknum. Í Innstadal er kjörið að ganga með börn, gangan er auð- veld og fjölbreytni dalsins mikil og ekki skemmir heitur lækur fyrir. Leiðin hefst í Sleggjubeins- dal innan við Hellisheiðarvirkj- un. Gengið er upp hrygginn milli Sleggju og Skarðsmýrarfjalls upp í Sleggjubeinsskarð. Að austanverðu er öflugt og fagurt hverasvæði sem skartar mikilli litadýrð, útsýnið eykst með hverju skrefi. Uppi í skarðinu er vegprest- ur sem skiptir leiðum, önnur um vesturhlíð skarðsins upp á Vörðu- Skeggja, hin sem við göngum leið- ir okkur inn í Innstadal sem er innstur Hengladala. Slóðin heldur áfram með suðurhlið dalsins sem er grasi gróinn og sléttur, girtur fjöll- um allan hringinn, Hengillinn í allri sinni dýrð er til norðurs. Til norðvesturs gengur gil upp í Hengilinn með tignarlegum kletta- beltum þar má ganga á Vörðu- Skeggja þótt ekki sé það stikuð leið. Að austanverðu er gróið hraun, þar þrengist dalurinn. Lækur rennur eftir dalnum sem verður að Hengla- dalsá og síðar Varmá, lækjarvatnið er gott til að fylla á drykkjarílát. Í hrauninu er vegprestur sem skiptir leiðum, önnur áfram til austurs yfir á Ölkelduháls, hin til norðurs upp á Vörðu-Skeggja. Ef genginn er spotti yfir dalinn inn á Vörðu-Skeggja-leiðina, að gömlum skála og þaðan niður í gilið aust- an við skálann, er komið að heit- um læk, hér er notalegt að skella sér í bað eða aðeins fótabað, velja má hitastig eftir því hve ofarlega er farið. Gönguleiðir á Henglinum Á vefsíðu Orkuveitunnar má finna leiðarlýsingu á gönguleiðum á Hengilssvæðinu. Á svæðinu er þéttrið- ið net göngustíga, samtals um 100 kílómetrar. Stígarnir liggja um stórbrotið landslag og jarðmyndanir. Náttúran á Hengilssvæðinu er stórbrotin og þar má víða finna merkilegar jarðmynd- anir. GÖNGUKLÚBBUR var nýlega stofnað- ur í Skagafirði og er opinn jafnt vönum göngugörpum sem og tilvonandi göngugörpum. www.ganga.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Fimmtudaga VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. Afgas og ketilkerfi Sóthlið Soot remover Afgas og ketilkerfi Vatnshlið OBWT-3 Organic OBWT-4 Organic Þilfar og skrokkur Navalan rust Converter Rust remover Kjölfesta, sjór Seaclean Navalan 402 Eimarar Liquivap Descaling liquid Vélarúmsbotn Unclean break Kælivatn véla NCLT Colorcooling Loftkælir ( túrbína ) Air cooler cleaner Vesturhrauni 1 - 210 Garðabæ Sími 535 5850 - www.framtak.is E F N A V Ö R U R skipavörur og varahlutaþjónusta Þrif Örhreinsir Freyðigljái

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.