Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 34
Reykjavík | Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík | 2 Bjarni: „Aldraðir“ eru breiður hópur í dag. Hér áður fyrr leit eldra fólk á sig sem einsleita hjörð en núna er staðan gjörbreytt og margir telja jafnvel að hið meinta „áhyggjulausa ævikvöld“ sé gjör- samlega ofmetið! Eldri borgarar vilja vera virkir þátttakendur í líf- inu. Hanna Lára: Og á næstu áratug- um fara stórir árgangar eft- irstríðsáranna á eftirlaun og ald- urssamsetning í borginni breytist gífurlega. Það þarf að mæta þörf- um þessa fólks til framtíðar. Við erum enn með lög um málefni aldraðra þar sem „aldraður“ er skilgreindur sem „sá sem náð hefur 67 ára aldri„ – eina Norður- landaþjóðin með slík lög. Þekkir þú einhvern 67 ára sem telur sig aldraðan? Bjarni: Nei. Er ekki mikilvægast að lifa í samfélagi sem við treyst- um, þar sem við njótum virð- ingar óháð aðstæðum og höfum tækifæri til að vera gerendur í eig- in lífi ? Það er þetta sem stjórnmál snúast um. Hanna Lára: Það mikilvægasta er að hlusta á fólkið sjálft. Eldri borg- arar í Reykjavík eiga sterk grasrót- arsamtök, FEB, sem hefur yfi r 8000 félagsmenn. Flest baráttu- mál félagsins snúa að fj ármálum og ríkisvaldinu en borgin getur gert sitt til að fj ölga búsetuúrræð- um. Við eigum að hverfa frá því að byggja stór hjúkrunarheimili og leggja frekar áherslu á smærri ein- ingar og fj ölbreytta búsetumögu- leika. Fólk býr sjálfstætt alla ævi og á líka að hafa rétt til einkalífs á síðustu árum ævi sinnar. Bjarni: Sammála, fólk á að móta tilveru sína sjálft og fi nna að á það sé hlustað. Við eigum ekki að láta fólk elta þjónustuna inn á stofn- anir heldur mæta fólki þar sem það býr. Hanna Lára: Það eina sem er nokkuð öruggt í þessu lífi er að við eldumst. Hver vill kvíða ellinni? Stefna borgaryfi rvalda á að vera sú að íbúar á eftirlaunum fái að njóta þess sem þeir hafa gefi ð til samfélagsins. • Hanna Lára tók eitt sinn leigubíl þegar hún dróst aftur úr í víðavangshlaupi ÍR • Hanna Lára átti lengi vel pennavinkonu sem bjó alla leið úti á Seltjarnarnesi • Hönnu Láru fannst asnalegt að vera með gleraugu í MR og tók því oft vitlausan strætó „heim“ „Reykjavík er spennandi staður til að byggja upp starfsemi skapandi greina og verður að halda lífi í sprotunum.“ Bjarni Karlsson og Hanna Lára Steinsson þekkja engan sem telur sig aldraðan þrátt fyrir að vera 67 ára. Samt hafa þau bæði starfað mikið að málefn- um þeirra sem eldri eru: Hanna Lára sem félags- ráðgjafi og Bjarni sem sóknarprestur. Þau skipa 5. og 13. sætið á lista Samfylkingarinnar. Hver vill kvíða ellinni? Reykjavík þarf öfl uga atvinnustefnu Fólk úr atvinnulífi nu er áberandi á lista Samfylkingarinnar. Hilmar Sigurðs son er framkvæmdastjóri tölvuteiknimyndagerð- arinnar CAOZ og Arna Garðarsdóttir er starfsmannastjóri tölvuleikjafyrir tækisins CCP. Bæði fyrirtækin eru leiðandi á sviði nýja atvinnulífsins, nýsköpunar og frjórrar hugsunar. Þau segja borgina þurfa fj ölbreyttari og öfl ugri atvinnustefnu. Hilmar: Reykjavík á að vera framsækin þjónustumiðstöð við atvinnulífi ð. Innviðir hennar skipta miklu máli og ég tel að þar ætti að vera sérstakt þjónustusvið sem hefur það markmið að sam- þætta þjónustu borgarinnar við atvinnurekendur. Þangað gætu fyrirtæki sótt ráðgjöf og skilað umsóknum á einum stað. Það eru til margar sögur af fl óknum leyf- isveitingum sem vel er hægt að einfalda. Arna: Reykjavík ber ábyrgð sem höfuðborg Íslands og sem slík er hún í þjónustuhlutverki gagn- vart öllum landsmönnum. Þess vegna eigum við að leggja áherslu á þjónustu, menningu og listir í miklu meiri mæli. Ef við hlúum að menningu og listum laðar það að fólk sem aftur nýtir sér margs- konar þjónustu og allt örvar það atvinnulífi ð. Hilmar: Reykjavík þarf að marka öfl uga atvinnustefnu og skapa aðstæður til að fj ölbreytt og öfl - ug atvinnustarfsemi þrífi st í borginni. Atvinnu- og skipulags- mál á alltaf að skoða í samhengi. Blönduð byggð er heppilegust svo að við séum ekki með þunga um- ferðarstrauma borgina á enda á morgnana og kvöldin. Jafn- framt er mikilvægt að búa til jöfn tækifæri fyrir fyrirtæki hvað varðar aðstöðumál, lóðir og teng- ingar við almenningssamgöngur. Arna: Ferðaþjónustan er gríð- arlega mikilvæg. Hingað koma skemmtiferðaskip með þúsund- um farþega og ef við sinnum þess- um ferðalöngum vel og klárum uppbyggingu á hafnarsvæðinu þá fj ölgar þessum ferðum. Þeg- ar Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður tilbúið nýtist það allt árið, ekki síst fyrir stórar alþjóðlegar ráðstefnur sem draga þúsundir manna til borgarinnar. Hilmar: Reykjavík er spennandi staður til að byggja upp starfsemi skapandi greina. Ungt fólk sækir mjög í að mennta sig innan þess- ara greina. Reykjavíkurborg getur stutt við atvinnustarfsemi með skapandi og metnaðarfullum leik- og grunnskólum og nútímaborgin Reykjavík þarf líka að marka sam- göngustefnu og gera öllum sam- göngumátum jafnhátt undir höfði, efl a hjólreiðar og bæta aðbúnað gangandi vegfarenda. Arna: Frumkvöðlasetur spretta hér upp á hverju strái og þar starf- ar ótrúlega skapandi og frjótt fólk. Vandamálið núna er að það er lítið af þolinmóðu fé til að koma hug- myndum þess í arðbæra starfsemi. En við eigum að halda lífi í sprot- unum hvað sem það kostar, það skilar sér seinna. Ljósmynd: Axel Bragi Andrésson • Hilmar var formaður Íbúasamtaka 3. hverfi s í fj ögur ár og tók þátt í samráði borgar yfi rvalda og íbúa um lausnir á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar • Hilmar starfaði lengi á Ítalíu og í Danmörku þar sem hann var einn stofnenda netráð gjafarfyrirtækis sem óx úr 4 starfsmönnum í 120 á þremur árum • Hilmar er í stjórn hjá kvikmyndaframleiðendum og hjá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni • Arna keppti í íþróttum fyrir Austra á Eskifi rði • Arna sá Carl Lewis setja heimsmet í langstökki og 100 metrunum á heimsmeistaramóti í Helsinki 1983 • Arna var háseti á bát • Arna hefur séð Svanavatnið í Bolshoj-ballettinum í Moskvu Borgarfulltrúar og frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa að undanförnu setið heimafundi um alla borg til að ræða borgarmálin, heyra hugmyndir borgarbúa og fara yfi r áherslur framboðsins. Allir geta haldið heimafund og boðið nágrönnum sínum, vinum eða vinnufélögum. Fundirnir hafa verið hverfabundnir jafnt sem þematengdir og hafa heldur betur slegið í gegn! Við hvetjum alla til að panta borgarfulltrúa eða fram- bjóðendur á heimafund og eiga samtal um borgarmálin og framtíðina í sínu hverfi . Nánari upplýsingar hjá Kristínu Ernu – kristinerna@xsreykjavik.is • Bjarni starfaði sem vaxtarræktar þjálfari ´82 þegar enginn kunni neitt í faginu og síst hann sjálfur • Bjarni fær alltaf óþægilegan seyðing í mjóhrygginn þegar hann kemur inn í stórar verslunarmiðstöðvar • Bjarni bjó um nokkurra vetra skeið á heimavistar skóla fyrir stúlkur, þess vegna kann hann bæði teygjutvist og París VILTU HALDA HEIMAFUND? Útgefandi: Samfylkingin í Reykjavík, 2010 | Ábm. og ritstjórar: Dagný Ingadóttir, Oddný Sturludóttir Ljósmynd: Gretar Þór Sæþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.