Fréttablaðið - 31.03.2010, Síða 37

Fréttablaðið - 31.03.2010, Síða 37
miðvikudaginn 31. mars 2010 5 | Börn og fj ölskyldur í fyrsta sæti Við þurfum líka að horfast í augu við að stressið og lífsgæðakapp- hlaupið hefur verið að drepa okk- ur. Núna þurfum við að endur- skoða forgangsröðina. Einfalda hlutina og reyna að tryggja öllum gott líf, en fyrir minni pening. Það er lykilverkefni á næstu árum að tryggja bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við þurfum skýra sýn og markvissar aðgerðir til að tryggja velferð, vinnu og tækifæri fyrir alla. Við eigum að byrja á börnunum. Ekkert barn á að þurfa að hætta að stunda frístundir vegna kreppunnar. Við eigum að gera íþróttirnar, tónlistina og frí- stundirnar ódýrari, kannski með einfaldari umgjörð eða ódýrari búningum, færri skópörum eða keppnisferðum. Höldum skip- timarkaði með allt þetta dót sem við erum að kaupa. Hjálpumst að og gerum öllum kleift að vera með. Ég hef rætt þetta við hundruð for- eldra, sem aftur hafa rætt þetta við börnin sín. Það ber fl estum saman um að við vorum komin framúr okkur á ýmsum sviðum og getum vel endurskoðað hlut- ina án þess að glata því sem skiptir mestu fyrir börnin okkar. Hvað hefði Samfylkingin gert öðru vísi? Ef við horfum aftur til ársins 2006 og gefum okkur að Sam- fylkingin hefði haft forystu í borgarstjórninni þetta kjör- tímabil, hvað hefðuð þið gert öðruvísi? Í mörgum mikilvægum málum boðaði Samfylkingin allt aðrar leiðir en Sjálfstæðisfl okkurinn. Við töluðum fyrir ábyrgri stefnu í lóða- og skipulagsmálum. Það var kallað „lóðaskorts-stefna“. Við vöruðum við því þegar Sjálf- stæðisfl okkurinn byrjaði að ryðja út lóðum og hraða útþenslunni í upphafi kjörtímabilsins. Það dugðu engin rök um viðkvæman fasteignmarkað og hættuna af því að sitja uppi með hálfb yggð hverfi . Því fór sem fór og ónýttir innviðir á höfuðborgarsvæð- inu eru á annað hundrað milljarða. Hverfi n og þjónustan innan þeirra eru líka okkar hjartans mál. Við viljum fl ytja fé og fólk úr yf- irstjórn í þjónustuna úti í hverfum borgarinnar. Undan þessu hefur Sjálfstæðisfl okkurinn grafi ð og fært ýmsa þjónustuþætti inn á skrifstofur í miðborginni. Þarna er skýr munur á tilhneigingu Sjálfstæðisfl okks til miðstýringar og hugmyndum Samfylkingar um hverfalýðræði og valddreifi ngu sem við viljum auka en hefur nán- ast verið lamað með áhugaleysi á þessu kjörtímabili. Skýr munur: atvinnumál og áhersla á öruggt leiguhúsnæði Atvinnumálin draga líka fram skýran mun á ábyrgri jafnaðar- stefnu og aðgerðarlausri frjáls- hyggju. Eitt brýnasta málið í nú- verandi stöðu er að það þarf að rjúfa doðann yfi r ráðhúsinu og láta aðgerðir koma í stað aðgerðaleysis. Reykjavík á að vera afl ið sem rífur okkur upp úr kreppunni. Það er okkar stefna. Samfylkingin hefur fl utt ótal tillögur, ekki síst eftir hrun, um frumkvæði Reykjavíkur og nauðsyn á nýrri framtíðarsýn í atvinnumálum. Þau mál hafa öll verið látin sitja á hakanum á meðan Sjálfstæðisfl okkurinn situr og bíður eftir því að markaður- inn leysi málið. Við höfum staðið vörð um störfi n, viljum átak í viðhaldsverk- efnum, samstarf um efl ingu skap- andi greina, kraft í markaðssetningu og ferðaþjón- ustu. Við viljum vinna með háskól- unum að efl ingu þekkingarklasa, og auk þess hefur Samfylkingin lagt áherslu á að nýsköpunarset- ur og ýmis önnur starfsemi byrji í húsnæði sem stendur autt. Tómt húsnæði er tómt bull. Húsnæðismál fj ölskyldna eru reyndar annað gott dæmi um skýran mun. Þar lögðum við ríka áherslu á að fólk, sér í lagi ungar fj ölskyldur sem voru að stíga fyrstu skrefi n á vinnumark- aði, hefði val um að kaupa séreign eða leigja á traustum almennum leigumarkaði þar sem hægt væri að búa við alvöru öryggi. Hefði Samfylkingin haft forystu í borg- arstjórn hefði áhersla verið lögð á að ungar fj ölskyldur og reyndar hver sem er gæti valið að leigja sér íbúðir í barnvænu umhverfi þar sem stutt er í leikskóla, skóla, matvöruverslun, heilsugæslu og aðra nauðsynlega þjónustu. Þarna hefðu ungu fólki verið skapaðir valkostir í stað þess að bjóðast það eitt að skuldsetja sig upp í topp nýkomin út á vinnumarkaðinn eins og staðreyndin varð. Og þetta verkefni er ennþá brýnt, eða ætl- um við enn og aftur að láta næstu kynslóð velja á milli 90% lána eða myntkörfu? Pólitík snýst um forgangsröðun Hvernig heldurðu að þessi kosn- ingabarátta þróist? Það er erfi tt að spá. Ég held að hún verði stutt og snörp. Líklega fer hún ekki á fl ug fyrr en í lok apríl eða byrjun maí. Við í Samfylk- ingunni ætlum að leggja höfuð- áherslu á að hitta Reykvíkinga, hlusta á sjónarmið þeirra og tala fyrir okkar áherslum. Við erum með heima- fundi í öllum hverfum þar sem hægt er að hitta frambjóðendur yfi r kaffi bolla. Þegar er búið að halda tugi funda, og þeir hafa verið ótrúlega innihaldsríkir og skemmtilegir. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eða taka þátt eiga því ekki að hika við að hafa samband. Við verðum jafnframt með stórt Reykjavíkurþing þann 24. apríl sem við skorum á alla að mæta á. Það verður haldið í Fjölbrauta skólanum í Breið holti og verður lykilviðburður í okkar kosningaundirbúningi. „Kosningarnar snúast um hvort Reykjavík sé best stýrt með hugmyndafræðinni sem kom okkur í hrunið, frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisfl okkurinn í borgarstjórn er svo sannarlega fulltrúi fyrir, eða jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar sem leggur áherslu á atvinnu, öryggi og velferð, ný vinnubrögð og aðgerðir í þágu barna og fjölskyldna.“ Samfylkingin leggur sig fram um að vera skýr valkostur. Jafn- aðarstefnan varð að mörgu leyti til í glímu við kreppuna miklu fyrir næstum einni öld. Lykil- áherslurnar á velferð og vinnu eiga enn við og sjaldan brýnna er- indi en nú. Ég hvet borgarbúa líka að kynna sér málin og leita sér upp- lýsinga. Og stundum koma raunar upp mál sem kristalla muninn á fl okkunum. Eins og þessar vik- urnar þegar borgarstjóri Sjálf- stæðisfl okksins ætlar að láta sam- þykkja að verja 230 milljónum í að stækka golfvöll um níu holur á meðan skólafólk og stjórnend- ur Reykjavíkurborgar eru að reyna að ná endum saman í nið- urskurðinum fyrir næsta ár. Þetta er fráleitt en er án efa hugsað til að lokka einhver atkvæði golf- áhugafólks til Sjálfstæðisfl okks- ins. Það hefði hugsanlega gengið 2006 en ekki núna. Stjórnmálin í dag verða að vera í tengslum við þann veruleika sem borgarbúar eru að glíma við. Pólitík snýst um forgangsröðun. Golf er ágætt en níu viðbótarholur verða að bíða þar til við sjáum fram úr krepp- unni. Fyrst þarf að tryggja velferð fyrir alla, atvinnu fyrir alla – og tækifæri fyrir alla. Það er kjarni jafnaðarstefnunnar. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona bauð til heimafundar í Vesturbæ ásamt mér og Hjálmari Sveinssyni. Þegar ég mætti sá ég að borð- stofuborðið hjá Guðrúnu svignaði bókstafl ega undan veitingum. Ég sagði að þetta hefði hún alls ekki átt að gera, það væri ekki meining- in að gestgjafar hefðu svona mikið fyrir fundunum. Þá sagði Ragnar Kjartansson sonur Guðrúnar: ,,Magga, þú mátt alls ekki skamma hana. Trúðu mér, hún gat alls ekki haft minna fyrir fundinum en þetta!“ Kær kveðja, Margrét Sverrisdóttir EKKI SKAMMA MÖMMU! ÍSLENSKAR KONUR! Margir foreldrar leita til fulltrúa í leikskólaráði með ýmis mál. Þegar systkinaforgangur á leikskólum var afnuminn fékk ég mik- ið af tölvupóstum frá ósáttum foreldrum. Heimafundirnir höfðu spurst út og ein móðirin bauðst til að hýsa fund og bjóða á hann öðrum foreldrum leikskólabarna. Í tæpa þrjá tíma sat ég með tólf leikskóla mömmum sem allar áttu það sameiginlegt að eiga tvö börn á leikskólaaldri. Umræðurnar voru lærdómsríkar, skap- andi og skemmtilegar og það sem upp úr stóð í mínum huga var metnaður íslenskra kvenna sem mennta sig, eru Evrópumethafar í barneignum og hafa brennandi áhuga á málefnum barna og sínu nærumhverfi . Íslenskar konur eru einfaldlega fl ottastar. Kær kveðja, Oddný Sturludóttir P.S.: Ég hef góða tilfi nningu fyrir því að systkinaforgangurinn verði settur á eftir kosningar... „Samfylkingin hefur fl utt ótal tillögur, ekki síst eftir hrun, um frumkvæði Reykja- víkur og nauðsyn á nýrri framtíðarsýn í atvinnumálum.“ „Við höfum staðið vörð um störfi n, viljum átak í viðhaldsverkefnum, samstarf um efl ingu skapandi greina, kraft í markaðssetningu og ferðaþjónustu.“ „Ekkert barn á að þurfa að hætta að stunda frístundir vegna kreppunnar.“ ~ Eftir sigurleik í úrslitum Reykjavíkurmótsins með Gunnari Þór Péturssyni. Árið er 1982 og liðið er auðvitað Fylkir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.