Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 38
Reykjavík | Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík | 6 Dofri Hermannsson er í sjötta sæti og Margrét Sverrisdóttir í því áttunda. Þau eiga það sameigin- legt að búa í úthverfum í austurborginni. Þau ræða borgarmálin frá sjónarhóli úthverfanna og er víst engin vanþörf á – enginn verðandi borgar- fulltrúi Sjálfstæðisfl okks, Framsóknarfl okks eða Vinstri grænna býr austar en í Fossvogi. Dofri: Ég var hálfgerður land- nema unglingur í Grafarvogi, og fyrsta veturinn okkar, árið ´84, var búið í innan við 20 húsum í hverfi nu. Fyrstu árin vantaði allt, skóla, skólalóð, boltavelli, strætó, leikskóla og íþróttahús. Foreldrar mínir og aðrir frumbyggjar börð- ust fyrir sínu eins og þið eruð að gera í Úlfarsárdal. Leikskóli reis ekki fyrr en íbúasamtökin gengu hús úr húsi, töldu smábörn og ófrískar konur og sendu borg- arstjóra niðurstöðurnar. Margét: Enginn okkar frum- byggja í Úlfarsárdal reiknaði með bakslagi í uppbyggingu hverf- isins en það vantar líka talsvert upp á í Grafarholtinu. Þar þarf að forgangsraða rétt og við í Sam- fylkingunni höfum stutt við hug- myndir íbúanna um að leggja eigi áherslu á vel nothæfa íþrótta- aðstöðu strax, frekar en bíða eftir einhverju súperfl ottu. Börn eru bara börn í stuttan tíma og það er ólíðandi að börnin í Grafarholti og Úlfarsárdal þurfi að bíða í fi mm ár eftir almennilegri aðstöðu . Dofri: Svo er annað atriði sem kostar foreldra, afa og ömmur í Reykjavík um tvo milljarða á ári. SKUTLIÐ! Það er gríðarlega mik- ilvægt að skapa börnum heild- stæðan skóla- og frístundadag. Með tillögu Samfylkingarinnar Helmingur borgarbúa býr í austurborginni um frístundastrætó var stigið stórt skref í þessa átt og fyrsta tilraunin verður í Grafarvogi. Strætóleið 6 á að breyta svo hún þjóni sem allra fl estum börnum í frístundaiðkun. Og Fjölnir stefn- ir nú að íþróttaskóla fyrir yngstu bekkina í öllum skólum hverfi sins, strax að loknum skóladegi. Margrét: Ekki má gleyma öðr- um frístundum, til dæmis tónlist. Tónlistar- og grunnskólarnir hafa tekið og geta tekið mun stærri skref í samstarfsátt. Skólahljóm- sveitirnar okkar eru líka frábær og ódýr leið til að kynna tónlist fyrir börnum – á heimaslóð. Dofri: Lykilatriðið er að fi nna bestu leiðirnar til að gera sem mest fyrir takmarkaða peninga. En þá þurfa borgaryfi rvöld að hafa kjark til að fara í breytingar, stundum róttækar. Margrét: Og þá skiptir máli að borgarfulltrúar endurspegli borg- ina alla en ekki bara vesturhluta hennar. Helmingur borgarbúa býr austan við Elliðaárósa. • Magga vann um árabil í félagsmiðstöðvum með unglingum og sem sjálfb oðaliði með þroskaheftum • Magga er bæði laxveiðikona og trillukerling, með byssuleyfi og skýtur rjúpur í jólamatinn • Magga átti sér þann draum sem lítil stelpa að eiga hund sem fylgdi henni eins og skuggi, sá draumur hefur núna ræst • Dofri hefur átt heima í póstnúmerum 101, 104, 105, 107, 108, 111, 112, 200, 300, 371, 380 og 600 • Dofri er alinn upp á hestbaki og eftir nokkur „óvirk“ ár í hrossum fékk hann vel ættað folald í fertugsafmælisgjöf • Dofri er með réttindi til að kenna leiklist BORGARMÁLIN ERU Á DAGSKRÁ! Við einn fundinn í Grafarvogi höfðu dreifi bréf í götuna gleymst og gestgjafi nn óttaðist að fáir myndu mæta. Ég tók mig þá til, fl etti einfaldlega upp á götunni á ja.is og hringdi í alla íbúa götunnar og bauð þeim í kaffi spjall um borgarmálin og málefni hverfi sins. Erindið kom íbúum ánægjulega á óvart og húsfyllir varð á fundinum. Þetta staðfestir að borgarmálin eru á dagskrá hjá Reykvíkingum og að þeir vilja milliliðalaust samtal við sína borgarfulltrúa. Kær kveðja, Dofri Hermannsson SNILLDARHUGMYND! Ég hef haldið nokkra heimafundi heima á Selvogsgrunni. Á einum slíkum sátu for- kólfar íþróttafélaganna í Laugardalnum og Þróttarinn Eysteinn Pétur Lárusson lagði til snilldarhugmynd. Hún var sú að frí- stundakortakerfi ð heimilaði að til dæmis afar og ömmur gætu lagt inn á kortin, ,,hækk- að heimildina“ ef þau langaði að styrkja barnabörnin í hollu tómstundastarfi ! Ég lofaði að ýta þessari frábæru hugmynd á fl ot – og geri það hér með. Kær kveðja, Bjarni Karlsson ~ Magga Sverris var forstöðumaður í Fellahelli árið 1986. Hér stendur hún við fl ugvélanef sem gegndi hlutverki diskóbúrs á staðnum. ~ Oddný Sturludóttir 14 ára í ræðustól Alþingis á ,,Alþingi unglinga” árið 1991. Sem formaður Ársels- ráðs fl utti hún tillögu um skattamál unglinga. Með henni á myndinni er Eggert Gíslason. ~ Ungir byggingaverkamenn í móanum ofan við Logafold í Grafar vogi sumarið ´84. Frumbygginn og frambjóðandinn Dofri Hermannsson er í miðið. Reykjavíkurþing Samfylkingarinnar verður haldið í Fjölbrautarskólanum í Breið- holti laugardaginn 24. apríl klukkan 13–17. Þar leggjum við lokahönd á vinnu málefnahópa Reykjavíkurframboðsins og staðfestum stefnuskrá Samfylkingarinn- ar í Reykjavík. Þingið er fjölskyldusamkoma og boðið verður upp á listasmiðju fyrir börnin, útileiki og pylsur. Að loknu Reykjavíkurþingi er upplagt að skella sér saman í sund í Breiðholtslauginni. Allir Reykvíkingar eru velkomnir á Reykjavíkurþingið. Íbúar Breiðholts eru sérstaklega velkomnir á borgarþing í sínu eigin hverfi . Með því að halda þingið þar viljum við meðal annars vekja athygli á því gróna og fjölbreytta samfélagi sem er við lýði í Breiðholti. Hvað fi nnst þér? What do you think? Co o tym myślisz? Framtíðarþing um málefni innfl ytjenda 18. apríl Á Framtíðarþinginu verður kallað eftir skoðunum og sjónarmiðum inn- fl ytjenda og áhugasamra um fj ölmenningu á sveitarstjórnarmálunum. Framtíðarþingið verður í Félagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1 í Breiðholti og verður frá 14-17. Dagur B. Eggertsson mun fl ytja ávarp og sveitarstjórnarfólk Samfylkingarinnar tekur þátt í Framtíðarþinginu. Landneminn – félag jafnaðarmanna um innfl ytjendur og fj ölmenningu stendur fyrir þinginu, allir velkomnir! Nánari upplýsingar um dagskrá á www.xs.is REYKJAVÍKURÞING Í BREIÐHOLTI Ljósmynd: Julia Staples
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.