Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 39
miðvikudaginn 31. mars 2010 7 | Lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir er 27 ára og umhverfi s- verkfræðineminn Kristín Soff ía Jónsdóttir er 28 ára. Þær skipa sæti númer 9 og 15 á lista Samfylkingarinnar og hafa áhuga á atvinnumálum ungs fólks og áhyggjur af atvinnuleysi ungs fólks. Doði er ekki í boði! Eva: Neikvæðar afl eiðingar at- vinnu leysis koma verst niður á ungu fólki. Það er áfall fyrir marga að hefj a starfsævina í atvinnuleysi og oft hefur fólk slæma reynslu af framhaldsskólakerfi nu. Það ætti því að leggja allt kapp á að styðja ungt fólk til náms og vinnu eða með námskeiðum og ráðgjöf. Kristín Soffía: Við þurfum að spyrja okkur: Af hverju hverfur ungt fólk í stórum stíl frá fram- haldsnámi? Getum við nýtt betur frístundamiðstöðvarnar í hverf- unum til að styðja við ungmenni 16 ára og eldri? Borgin ber áfram ábyrgð á ungu fólki eftir að grunn- skóla lýkur. Eva: Svaranna er líka að leita í grunn skólanum og hvernig við skipuleggjum námið þar. Hefðbundið bóknám getur aldrei hentað öllum. Það þarf að verða vitundarvakning um fj ölbreytt nám við hæfi hvers og eins. Kristín Soffía: Þegar atvinnu- leysi meðal ungs fólks er svona mikið verðum við að þora að fara • Kristín Soff ía stundar sjósund • Kristín Soff ía borðar hamborgara að minnsta kosti tvisvar í viku • Kristín Soff ía getur tengt rafmagn, skipt um bremsuklossa og smíðað varmavél • Kristín Soff ía var einu sinni með hanakamb • Eva er jafnréttissinni inn að beini og trúir því að stjórnmál, skipulag og kerfi skorti kvenlegri nálgun • Eva spilaði bridge á yngri árum og hefur óheilbrigð- an áhuga á borðspilum og spurningakeppnum • Eva vill alltaf búa í miðbænum þar sem brakar í fj ölum og varla sjást veggir fyrir bókum og börnum „Þegar atvinnuleysi meðal ungs fólks er svona mikið verðum við að þora að fara nýjar leiðir.“ Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í ungmenna- ráði Kringluhverfi s. Á árlegum borgarstjórn- arfundi ungmennaráðanna 23. mars talaði ég um sumarstörf ungmenna. Í því samhengi kom ég inn á nýlega samþykkt meirihlutans í Reykjavík fyrir stækkun golfvallar við Korp- úlfsstaði upp á 230 milljónir. Ég fékk þau svör að verið væri að standa við gamla samninga en það vita allir að öll íþróttafélögin hafa þurft að sætta sig við óuppfyllta samninga vegna krepp- unnar. Ég fékk líka þau svör á fundinum að við – unga fólkið – ættum eftir að nota golfvöllinn mikið. Síðast þegar ég gáði var golf ekki eitt af stærstu áhugamálum ungmenna. Ungt fólk hefur áhuga á sumarstörfum og ungt fólk hef- ur áhyggjur af því að fá enga vinnu hjá borginni í sumar. Oft er það forsenda áframhaldandi framhaldsnáms að ungt fólk nái sér í pening yfi r sumarið. Af hverju vill borgarstjóri setja 230 milljónir í stærri golfvöll í stað þess að fj árfesta í framtíð ungmenna? Ungt fólk vill búa í borg þar sem gæluverkefni eru ekki sett framar hagsmunum þeirra. Ég og annað ungt fólk í Reykjavík höfum fengið nóg af því að far- ið sé með okkur eins og annars fl okks íbúa. Þegar ég kynni mér stefnumál Samfylkingarinnar sé ég ekki þessa mismunun milli aldurshópa sem tíðkast hjá meirihlutanum í Reykjavík. Þess vegna treysti ég Samfylkingunni. Natan Kolbeinsson, 16 ára Reykvíkingur. HANNA BIRNA OG GOLFVÖLLURINN Mánudagskvöldið 23. mars bauð Dagur B. Eggertsson stórum hópi ungs fólks heim til sín í stofu til að heyra raddir ungra Reykvík- inga. Húsfyllir var á fundinum og þátt tóku fulltrúar úr stjórnum nemendafélaga framhaldsskóla og talsmenn ungliðahreyfi nga Rauða krossins, KSS og UNICEF. Góðar umræður sköpuðust um borgarmálin og margir höfðu áhyggjur af sumrinu. Fáir voru komnir með örugga vinnu og allir voru sammála um að virkja yrði ungt fólk sem ekki fengi vinnu í sumar. Margir söknuðu ,,Húss unga fólksins“ sem var í Austur- bæjarbíói síðasta sumar og var vel heppnað. Því miður er ekki á döfi nni hjá núverandi meiri- hluta í borginni að endurvekja Austurbæ. Í stofunni hans Dags var mikið rætt um hagsmunamál framhaldsskólanema; forvarnir, tómstundastarf, samgöngur og aðkomu ungs fólks að ákvarð- anatöku, bæði innan sinna skóla og við stjórn borgarinnar. Okkur var ofarlega í huga staða stjórn- málanna og allir voru sammála um að vekja þyrfti áhuga og auka lýðræðislega þátttöku ungs fólks við stefnumótun í borgarmál- unum. Fundurinn var frábær og stefnt er á fl eiri fundi svo ungt fólk geti skipst á skoðunum um mál sem varða það sjálft. Á persónu- legum heimafundum með borg- arfulltrúum og frambjóðendum er auðvelt að koma hugmyndum sínum, áhyggjum og ábendingum á framfæri og þannig sköpum við betri borg. Hildur Hjörvar er í stjórn Nemenda- félags MH og skipar 19. sæti á lista Samfylkingarinnar UNGT FÓLK HEIMA Í STOFU HJÁ DEGI nýjar leiðir. Borgin getur gert átak í starfsþjálfunarverkefnum; fyrir ungt fólk sem hættir námi, fyrir nýútskrifaða og fyrir náms- menn á sumrin. Borgin á líka að vera brú milli einkafyrirtækja og unga fólksins og styðja við ung fyrirtæki sem sinna nýsköpun. Nýsköpun má ekki tengja bara við hönnun og hugvit, nýsköpun er einfaldlega ný tækifæri í atvinnu- málum. Eva: Við lifum erfi ða tíma en um leið áhugaverða. Það eru skarpar línur milli Sjálfstæðisfl okks og Samfylkingar í borginni í atvinnu- málum: Samfylkingin viðurkenn- ir að stjórnvöld verða að grípa til virkra aðgerða gegn atvinnuleysi á meðan Sjálfstæðisfl okkurinn ypptir öxlum, vill gera sem minnst og láta markaðinn um þetta. Kristín Soffía: Það er sama frjáls- hyggjuhugsunin og kom okkur í hrunið. Fólk segir að það sé frið- ur í Reykjavík en doði er ekki það sama og friður. Eva: Allt frumkvæði í atvinnu- málum í Reykjavík er komið frá Samfylkingunni. Borgin er fj öltengi og á að koma á samstarfi og tengslum milli einstaklinga og fyrirtækja í borginni. Reykjavík er höfuðborg og henni á að stýra af krafti, ábyrgð og gleði. Doði er ekki í boði fyrir Reykjavík. ~ Bjarni Karlsson níu ára gamall gutti um borð í Akraborginni í Reykjavíkurhöfn. Á þeim árum var ísbíltúr niður á höfn hámarkslúxus og skipsferð tilefni til uppstillingar á ljósmynd! Lj ós m yn d: O lg a A le ks ee nk o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.