Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 31 Guðrún Sigsteinsdóttir, leikskólaráðgjafi og fyrrverandi leikskólastjóri Birkibæjar við Reykjalund í Mosfellsbæ, færði nýver- ið leik- og grunnskólum í Mosfellsbæ mál- örvunar- og lestrarspil að gjöf. Guðrún hannaði spilið sjálf en það er sérstaklega ætlað börnum sem eru að byrja að læra að lesa. Skólastjórnend- ur tóku við gjöfinni og sögðu hana góða viðbót við annað málörvunarefni sem skólarnir eiga. Haraldur Sverrisson bæj- arstjóri þakkaði Guðrúnu einnig fyrir höfðinglega gjöf. - rat Börnin í Mosfellsbæ fá spil HÖFÐINGLEG GJÖF Haraldur Sverrisson bæjarstjóri þakkar Guðrúnu fyrir. Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, hlaut sæmdartitilinn Afrekskona af Léttbylgjunni á konukvöldi útvarpsstöðvarinnar í Smára- lindinni nýverið. Erna er frumkvöðull, hug- myndasmiður og forstöðumaður Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmið- stöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra. Ljósið er sjálfseignarstofnun, búin til af fólki sem vildi bæta endurhæf- ingu krabbameinsgreindra. „Þetta er heiður og viðurkenning á mikilli vinnu undanfarin fimm ár,“ segir Erna sem hóf störf í Ljósinu um leið og það hóf göngu sína árið 2005 í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju. Nú er það í 470 fermetra hús- næði við Langholtsveg 43 með margvíslega og blómlega starfsemi. Þangað koma yfir 200 manns í hverjum mánuði til að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir krabba- meinsgreiningu að sögn Ernu. - gun Erna afrekskona Jazzklúbburinn Múlinn stend- ur fyrir tónleikum annað kvöld, fimmtudaginn 1. apríl, í Jazz- kjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18. Á tónleikunum kemur fram hljómsveitin Altó ást, þar sem altó-saxófónleikararnir Hauk- ur Gröndal og Sigurður Flosason fara fyrir fríðum flokki. Tilefni tónleikanna er níutíu ára fæðing- arafmæli Charlie Parker og munu þeir leika lög hans. Ásamt þeim koma fram Kjartan Valdemars- son píanóleikari, Þorgrímur Jóns- son bassaleikari og Erik Qvick sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er 1.500 króna aðgangseyr- ir, en 1.000 krónur fyrir nemend- ur. - kg Altó ást leikur Charlie Parker BIRD Lög Charlie Parker verða leikin í Jazzkjallaranum annað kvöld. AFREKSKONUNNI AFHENT BLÓM Erna tók við blóm- um úr hendi Jóhanns Arnar Ólafssonar, kynningar- stjóra Léttbylgjunnar. Rut Ingólfsdóttir keramiker opnar sýninguna Gúbbar í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði í dag. Innblástur Rutar að Gúbbunum er margbreytileiki mannkynsins og þörf hennar fyrir því að kalla fram gleði í vitund fólks. Það mætti segja að Gúbbarnir verði að táknmynd gleðinnar á heimil- um landsmanna þannig að með- limir heimilisins eru minntir á gleðina daglega. Sýningin stendur yfir dagana 1.-5. apríl og verður höfð opin frá klukkan 14 til 18. Það verður heitt á könnunni og eru allir velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á því að hafa samband við listakonuna geta sent póst á netfangið rutta@visir.is. Auk sýningar Rutar verður mikið um að vera í menningarlíf- inu á Ísafirði um páskana og má þar nefna viðburði eins og mynd- listarsýningar, leiklistarsýningar og fleira. Menningarlíf í miklum blóma GÚBBAR Rut Ingólfsdóttir opnar sýningu í Edinborgarhúsinu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.