Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 52

Fréttablaðið - 31.03.2010, Side 52
36 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 31. mars 2010 ➜ Tónleikar 21.30 Duples tónleikakvöld verður á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma: Ensími, Stafrænn Hákon, Ourlives, Úlpa og Ojba Rasta. 22.00 Þröstur Jóhannesson heldur tónleika í Bryggjusal Edinborgarhúss- ins við Aðalstræti á Ísafirði. 22.00 New York-kvartettinn flytur þekkt djasslög á tónleikum á Ránni við Hafnargötu í Reykjanesbæ. ➜ Sýningar Svava K. Egilson hefur opnað sýn- inguna Þræðir á skörinni hjá Hand- verki og hönnun Aðalstræti 10. Opið í dag kl. 9-18. Opið um páskana á laug- ardag kl. 10-17 og annan í páskum kl. 12-17. ➜ Sirkus 15.00 og 20.00 Sirkus Íslands verður með sýningu í Salnum við Hamraborg í Kópavogi þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvæg- islistum, gripli, húllahringjum og loftfimleikum. Nánari upplýsing- ar á www.midi.is. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Tríkot verður á Spot við Bæjarlind í Kópa- vogi. Ingó & Veðurguðirnir verða á Breiðinni við Bárugötu á Akranesi. ➜ Dans 17.00 og 20.00 Listdansskóli Íslands heldur sína árlegu vorsýningu í Borgarleikhúsinu við Listabraut. Allir nemendur skólans munu koma fram á sýningunum. Nánari upplýsingar á www.listdans.is. ➜ Tónlist 22.00 Hvanndalsbræður verða með tónleika á Græna hattinum við Hafn- arstræti 96 á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Blúshátíð 2010 20.00 Tónleikar með Billy Branch á Hilton Reykjavík Nordica við Suður- landsbraut. Á tónleikunum kemur einn- ig fram Ragnheiður Gröndal. Reykjavík 2010 stendur til 1. apríl. Nánari upplýsingar á www.blues.is og www.midi.is. ➜ Kirkjulistahátíð 12.00 Tónlistarandakt - Íhug- un um lamb Krists. Umsjón: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kór 100 barna flytur tónlist undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar ásamt hljóðfæraleikurum. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur. Kirkjulistahátíð 2010 fer fram í Hallgrímskirkju og stendur til 11. apríl. Nánari upplýsingar á www.kirkjulistahatid.is. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Unnur Dís Skapta- dóttir flytur erindið „Pól- verjar á Íslandi: þátttaka og hindranir” í Norræna húsinu við Sturlugötu. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla- did.is Fjölbreytileg tónlist eins og argentínskur tangó og barrokktónlist mun hljóma á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit sem haldn- ir verða í tólfta sinn nú um páskana. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur umsjón með Músík í Mývatns- sveit. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn og hefur Laufey haft veg og vanda af henni frá upphafi. Tvennir tónleikar verða á hátíð- inni og eru þeir með allólíku sniði. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Skjólbrekku að kvöldi skírdags klukkan 20. Þar verða fluttir bæði argentínskir tangóar eftir Piazolla og þekkt íslensk dægurlög. „Þetta er önnur áhersla en við erum vön og í fyrsta sinn sem við erum með tangó á efnisskránni,“ segir Laufey þegar hún spurð að því hvort áður hafi verið leikinn tangó á Músík í Mývatnssveit. „Við settum saman tangóhljómsveit að fyrirmynd Piazzolla og erum með kornungan skagfirskan harmónikkuleikara, Jón Þ. Reynisson, í hópnum. Það er óneitanlega annar litur á efnis- skránni þegar við erum með harm- ónikku,“ segir Laufey. Á föstudaginn langa verða tón- leikar í Reykjahlíðarkirkju klukk- an 21. Þar verður flutt tónlist sem hæfir stund og stað. „Við veljum tónlist sem er miklu hátíðlegri,“ segir Laufey um síðari tónleikana. Flutt verður barrokktónlist eftir Bach og Corelli, og Gissur P. Giss- urarson tenór syngur tvo sálma eftir Hallgrím Pétursson. „Við verðum líka með kirkjusmelli eins og Kirkjuaríuna eftir Stradella og Agnus Dei eftir Bizet.“ Laufey segir hátíðina Músík í Mývatnssveit hugsaða sem mót- vægi við þá útivistarmöguleika sem í boði eru í Mývatnssveit um pásk- ana en þangað leggur fjöldi manna leið sína um hverja páska meðal annars til að ganga píslargöngu kringum Mývatn á föstudaginn langa. „Tímasetning tónleikanna í Reykjahlíðarkirkju miðast við fólk- ið sem búið er að ganga kringum vatnið. Það nær að fá sér að borða áður en það kemur á tónleikana.“ Laufey bendir á að tónlistardag- arnir séu lóð á vogarskálarnar til að lengja ferðamannatímann. „Ég er svo hrifin af hagvextinum.“ Flytjendur auk Laufeyjar, Jóns og Gissurar, eru Hávarður Tryggvason sem leikur á kontra- bassa, Kristinn H. Árnason gítar- leikari og Aladár Rácz sem leikur á píanó og orgel. TANGÓ OG KIRKJUSMELLIR LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR Argentínskur tangó verður meðal annars leikinn á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit en argentínski tangóinn var nýlega tek- inn á heimsminjaskrá UNESCO. Skírdagur í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð stendur nú yfir í Hallgrímskirkju. Á skírdag kl. 17 verður haldin Söngvahátíð barna, þar sem fram koma 100 börn úr kórum í borginni ásamt þekktum hljóðfæraleikurum. Um kvöldið kl. 20 flytja meðlimir Schola Cantorum Tenebrae Responsoria eftir Gesu- aldo. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N Finnska skáldkonan Sofi Oksa- nen (fædd 1977) hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puh- distus sem kemur út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar hjá Máli og menningu í haust. Bókin gerist í Eistlandi á tveimur tímaskeiðum, um 1940 og 1990, og segir sögu tveggja kvenna af ólíkum kynslóðum. Þær kynnast þegar sú yngri, Zara, flýr undan ofbeldisfull- um melludólgi á náðir þeirr- ar eldri, Aliidu Truu, sem býr í afskekktri sveit. Zara er illa skemmd af óblíðri reynslu sem ánauðug vændiskona í Þýska- landi, og Aliida á sjálf skugga- lega fortíð því hún sveik það sem henni var heilagast þegar Rússar lögðu Eistland undir sig árið 1940. Puhdistus var upp- runalega leikrit, enda er Sofi leikhúsfræðingur að mennt, en persónurnar héldu áfram að trufla höfundinn þangað til þær höfðu fengið inni í skáld- sögu. Sofi hefur þegar sópað til sín fjölda annarra verð- launa og er af mörgum talin einn áhugaverðasti rithöfund- ur sinnar kynslóðar. Skuggaleg fortíð SOFI OKSANEN Hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár. Nú stendur Blúshátíð yfir og í kvöld kl. 20 er komið tónleikum Billy Branch and the Blue Ice Band á Hilton Reykjavik Nordica Hotel. Billy Branch er goðsögn úr Chicago-blúsnum, fyrrum munnhörpuleikari Willie Dixon og Chicago Blues All Stars. Hann er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims í dag, marg- verðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlist- arinnar frá upphafi. Á tónleikun- um kemur einnig fram stórsöng- konan Ragnheiður Gröndal og syngur blús. Í klúbb Blúshátíðar á Café Rosenberg ætla svo Síð- asti sjens, R. B. Bluesband, Lame Dudes og Solla Soulful að blúsa. Billy Branch blúsar í kvöld BILLY BRANCH Mættur á klakann. > Ekki missa af … Síðustu sýningardagar sýningar Minjasafnins á Akureyri, „Allir krakkar, allir krakkar … líf og leikir barna“, eru núna um páskana. Sýningin er saman- sett úr munum, ljósmyndum og minningabrotum og þar gefst gestum kostur á að dusta rykið af gömlum minningum. Minjasafnið á Akureyri er opið á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn fyrir páska, páskadag og annan í páskum frá kl. 14-17. Nákvæmt kort af gönguleiðinni á Fimmvörðuháls og nágrenni Þórsmerkur Íslandskort Máls og menningar eru vönduð og margverðlaunuð Frábær t úr val kor ta fyrir al la ferðalanga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.