Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 54
38 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborg- ara sína. Á nýjum hamborg- arastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haralds- son, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi hús- næðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krón- unni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal ann- ars hina frægu rómantísku ham- borgara. „Einn sagði: ef þú finn- ur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýs- ingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveit- ir voru í gangi. Fyrsta auglýsing- in er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklipp- ur og risamyndir af hljómsveit- um. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitinga- staður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlit- inu. Hann sagði: Ég var nú í hljóm- sveit í gamla daga. Þú ert ábyggi- lega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljóm- sveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljóm- sveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is Rokksögulegir hamborgarar KIDDI RÓT Við rokksögulegar minjar úr Mogganum á Kaffi Kidda rót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Söngkonan Beyoncé skemmti sér með eig- inmanni sínum, tónlist- armanninum Jay-Z, og vinum á skemmtistaðn- um Tao í Las Vegas um helgina. Söngkonan og vinir hennar sátu lengi frameftir og drukku þó nokkrar flöskur af kampavíni og skemmtu sér hið besta. Fyrir helgi héldu bandarísk- ir fjölmiðlar því fram að hjónin ættu von á sínu fyrsta barni, en þetta ætti að kveða þær sögusagnir niður. „Hún leyfði eiginmanni sínum að njóta sín og hélt sér sjálfri til hlés, en skemmti sér þó augljóslega vel. Hún var greinilega komin í glas, enda drukku þau þó nokkuð af kampavíni,“ var haft eftir starfs- manni staðarins. Beyoncé í glasi EKKI BARNSHAFANDI Söngkonan Beyoncé drakk kampavín og skemmti sér vel með eiginmanni sínum. NORDICPHOTOS/GETTY > EKKI FELA SKALLANN Leikarinn Jeff Goldblum vill að kollegar sínir í Hollywood hætti að reyna að fela skallann með hárkollu því almenn- ingur tekur um leið eftir því. „Ég held að það sé ekki hægt að leysa hárvandamál karla. Það fær þá einungis til að hegða sér undarlega,“ segir Goldblum, sem sjálfur er alveg laus við skalla. Ástralski leikarinn Sam Worthington fer með hlutverk í ævintýramyndinni Clash of the Titans ásamt stórleikurunum Liam Neeson og Ralph Fiennes. Worthington sló rækilega í gegn í kvikmynd James Cameron, Avatar, en þrátt fyrir það seg- ist hann hafa kviðið því mjög að leika á móti Neeson. „Þetta var mjög ógnvekjandi. Hann er stóri strákurinn og þegar maður fær að leika með stóru strákunum þá þegir maður og lærir. Liam er mjög þokkafull- ur leikari, hann er herramaður og birtist sem mikið afl á kvikmyndaskjánum. Ég lærði mjög mikið af því að starfa sam- hliða honum. Maður fylgist vel með því sem hann gerir og hann er einnig örlát- ur á góð ráð. Það sama má segja um Ralph Fiennes. Samanlagt hafa þeir komið að næstum hundrað kvik- myndum, þannig að fyrir byrjanda eins og mig var þetta afar lær- dómsríkt,“ sagði Worthington í viðtali við tímaritið Collider. Leikarinn efnilegi seg- ist jafnframt reyna að setja nokkuð af sjálfum sér í hverja persónu sem hann leikur, á þann hátt verði þær trúverðugri. „Starf leikarans er að sjá til þess að áhorfand- inn fái peninganna virði. Það er mitt starf.“ Lafhræddur við Liam Neeson Adam Lambert, stjarnan úr American Idol, er orðinn þreyttur á að tala um vin- konu sína, Lady Gaga, í viðtölum. Stutt er síðan hann sagðist hafa spjallað við hana yfir viskíglasi og eftir það hafa fjölmiðlar vilj- að vita meira um vináttu þeirra. „Ég var að ljúka við þriðja þýska viðtalið mitt þar sem mér var sagt að ég hefði lýst því yfir að ég væri karlkyns útgáf- an af Lady Gaga. Það myndi ég aldrei segja. Ég er Adam Lambert,“ sagði hann á Twitter- síðu sinni. „Auðvitað er ég aðdáandi hennar og ég ber mikla virðingu fyrir henni. Sviðsfram- koma okkar beggja er ættuð úr leikhúsinu en við erum gjörólík- ar manneskjur,“ sagði hann og hélt áfram: „Fyrsta spurningin hjá alltof mörgum frétta- mönnum tengist Gaga. Þó að mér þyki vænt um hana er þetta orðið þreytandi. Mig langar frekar að tala um mína tónlist og ég er viss um að hún er á sama máli.“ Lambert hefur einnig beðið frétta- menn um að hætta að spyrja sig um hvernig það var að hitta Mad- onnu, hvort hann hafi verið beð- inn um að syngja með Queen og hvort hann hafi kysst söngkon- una Keshu. „Mér finnst gaman að fara í viðtöl og ég er ekkert pirr- aður yfir því en ég vona bara að með þessum skilaboðum mínum fækki þessum spurningum.“ Næsta útgáfa Lamberts verður endurhljóðblönduð EP-plata og er hún væntanleg í næsta mánuði. Vill ekki tala um Lady Gaga EFNILEGUR Sam Worthing- ton fer með hlutverk í kvik- myndinni Clash of the Titans ásamt Liam Neeson. NORDICPHOTOS/GETTY AVATAR Sam fór með annað aðalhlutverkið í myndinni Avatar. LADY GAGA Drakk viskí með Adam Lambert. ADAM LAMBERT Idol-stjarnan nennir ekki lengur að tala um vinkonu sína, Lady Gaga. Páskatúr 2010 31.3. - Breiðin Akranesi. Forsala á Breiðinni frá 16-18 í dag. 2.4. - Aldrei fór ég suður Ísafirði. 2.4. - Edinborgahúsið Ísafirði. 3.4. - Félagsheimilið Hvammstanga. 4.4. - Spot Kópavogi. Forsala á Spot alla helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.