Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 58
42 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Hrunadans Tigers Woods – kvennafarið – lék lykilhlut- verk í fyrirsögnum helstu fjölmiðla heims svo vikum og mánuðum skipti. Nú und- irbýr kylfingurinn endur- komuna af kappi og mark- aðsöflin skála í kampavíni á meðan. Tiger Woods tilkynnti 16. mars að hann hygðist taka þátt í Masters- mótinu sem haldið er á Augusta- vellinum í Georgiuríki. Mótið er eitt af fjórum stóru mótunum á bandarísku mótaröðinni í golfi. Tiger hefur verið frá keppni í fimm mánuði eða síðan fjölmiðl- ar greindu frá því að hann hefði margoft haldið framhjá eiginkonu sinni, hinni sænsku Elin Norder- gren. Endurkomu Tigers er beðið með mikilli eftirvæntingu og það er ekki síst auglýsendur og eigend- ur sjónvarpsstöðva sem hugsa sér gott til glóðarinnar þegar þessi fremsti kylfingur heims mundar kylfurnar á ný. Samkvæmt bandaríska við- skiptatímaritinu Business Week er nær öruggt að Tiger slái eigið sjónvarpsáhorfsmet. Aldrei hafa fleiri horft á golf í sjónvarpi en þegar Woods vann fyrsta Masters- mótið sitt 1997 en sextán milljónir áhorfenda horfðu á hann tryggja sér sigur. Samkvæmt Business Week er ekki ólíklegt að um 20 milljónir manna komi til með að fylgjast með Tiger á flötum og brautum Augusta-vallarins enda horfði svipaður fjöldi á afsökun- arbeiðni hans í beinni útsendingu fyrir skemmstu. Business Week greinir jafn- framt frá því að auglýsendur gangi nú nánast af göflunum. Þeir séu jafnvel reiðubúnir til að greiða helmingi hærra verð fyrir auglýsingapláss í útsendingu en ella. Jafnvel sérhæfð sjónvarps- stöð eins og Golf Channel gerir sér vonir um áhorfsaukningu upp á 25 prósent og á það hefur verið bent að áhorf á golfmót hefur dregist saman um allt að helming frá því að Tiger dró sig úr keppni til að sinna einkalífinu. Sumir vilja meina að endur- koma Tigers á golfvöllinn verði næst-vinsælasti sjónvarpsviðburð- ur síðustu fimmtán ára í Banda- ríkjunum. Aðeins innsetningar- ræða Baracks Obama verði ofar á þeim lista. Einn þeirra er Sean McManus, yfirmaður íþrótta- deildar hjá CBS-sjónvarpsstöð- inni. Hann bendir á þá staðreynd að blaðamannafundur Tigers, þar sem kylfingurinn baðst afsökun- ar á framferði sínu, hafi fengið inni hjá öllum stærstu sjónvarps- stöðvum Bandaríkjanna. Jafnvel þótt hafi ekki mátt spyrja neinna spurninga. „Hvað sem hann gerir á golfvellinum á Augusta þá mun fólk hafa áhuga á að sjá hann að verki,“ sagði McManus í samtali við vefsíðuna ajc.com. Jafnvel vefmiðlar eru í starthol- unum því tveir fyrstu keppnisdag- arnir eru á virkum degi, fimmtu- dag og föstudag. Má fastlega búast við því að fólk sem er í vinnu stelist til að horfa á útsendingu frá mótinu á vinnutíma. Golfsér- fræðingar hafa þó bent á að menn skyldu ekki búast við of miklu af Tiger, hann hafi ekki keppt á golf- móti í fimm mánuði. freyrgigja@frettabladid.is TIGER WOODS MALAR GULL Á NÝ GULLKÁLFUR Þrátt fyrir allt er Tiger Woods mikill gullkálfur í golfinu og sérfræðingar vestanhafs búast við því að hann eigi eftir að setja met í sjónvarps- áhorfi á golf þegar Masters-mótið hefst í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY ÓTTASLEGINN Jude Law óttast að ævisaga fyrrum eiginkonu sinnar geti skaðað ímynd hans. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrrum eiginkona leikarans Jude Law, hönnuðurinn Sadie Frost, hefur unnið að útgáfu ævisögu sinnar undanfarna mánuði og mun Frost meðal annars ætla að fjalla um hjónaband sitt við Law. Þetta mun hafa komið illa við Law sem óttast að frásagnirnar muni skaða ímynd hans. „Hann hefur beðið Sadie um að segja honum nákvæmlega hvað hún hyggst skrifa um hann. Hann ótt- ast að sumt af því sem mun koma fram í bókinni geti skaðað ímynd hans og komið börnum þeirra í uppnám,“ var haft eftir heimild- armanni. Þeir sem standa að útgáfu bókarinnar segja Frost fyrst og fremst ætla að einblína á upp- vaxtarár sín og feril sinn sem hönnuð og ekki á fyrrum eigin- mann hennar eða nána vini, en Frost er góð vinkona ofurfyrir- sætunnar Kate Moss og Stellu McCartney, dóttur Bítilsins. Óttasleginn Jude Law ÞÚ TALDIR RÉTT: 2 MILLJARÐAR OG 400 MILLJÓNIR KRÓNA F í t o n / S Í A AT HU GI Ð AÐ SÖ LU LÝ KU R NÚ K L. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.