Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 64
48 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Það er mikil spenna á lokaspretti N1-deildar karla í handbolta og það er ekki síst vegna góðrar frammistöðu liðanna í neðri hlutanum. Það er athyglisvert að skoða stigasöfnun liðanna átta í síð- ustu þremur umferðum því það má segja að taflan hafi hreinlega snúist við frá því hún var eftir 15. umferð. Valsmenn hafa besta árangurinn en í næstu þrem- ur sætum koma Grótta, Fram og Stjarnan sem skipa þrjú neðstu sætin í deildinni en hafa strítt hverju toppliðinu á fætur öðru í síðustu leikjum. Valsmenn hafa komið í sér í hóp fjögurra efstu liðanna á ný með því að krækja í fimm stig af síð- ustu sex mögulegum. Valsmenn geta tekið annað sætið af Akur- eyri í kvöld þegar þeir fá norðan- mennina í heimsókn í Vodafone- höllina. Grótta og Stjarnan hafa bæði unnið tvo síðustu leiki sína en liðin mætast í sannkölluðum fjögurra stiga leik á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta hefur eins stigs forskot á Stjörnuna og Fram en Stjarnan er ofar en Safamýrarpiltar með betri árangri í innbyrðisleikjum. Framarar hafa verið á miklu flugi að undanförnu með 4 sigra í síðustu 5 leikjum en þeir fá FH í heimsókn í kvöld. FH-liðið hefur tapað þremur leikjum í röð síðan það vann langþráðan sigur á nágrönnum sínum í Haukum og er fyrir vikið ekki lengur meðal fjög- urra efstu liðanna. Lokaleikur kvöldsins er síðan milli HK og Hauka í Digranesi en HK vann sannfærandi sjö marka sigur á Haukum á sama stað fyrr í vetur en Haukar þurfa stig til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. - óój Hart barist á toppi og botni í heilli umferð í N1-deild karla í handbolta í kvöld: Taflan á hvolf í síðustu umferðum TVEIR SIGRAR Í RÖÐ Grótta hefur byrjað vel undir stjórn Geirs Sveinssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er úti í London þar sem liðið mætir Bretum í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Liðið spilar síðan við Breta í Laugardalshöllinni á laugardaginn en þetta landsliðsverkefni kemur inn á milli deildar- og úrslita- keppninnar hjá stelpunum og því hefur verið lítill tími fyrir undirbúning hjá landsliðsþjálfaranum Júlíusi Jónassyni. „Þær spiluðu á laugardaginn og svo tók ég við þeim á mánudagsmorgni úti í Keflavík. Þetta er undirbúningurinn og svo fara þær í félagsverkefnið strax eftir helgi. Þær ná að einbeita sér að þessu og gleyma félagsliðinu í bili,“ segir Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir handbolta í gegnum tíðina en Júlíus segir að þeir hafi safnað að sér leikmönnum frá Norðurlöndun- um og Frakklandi sem hafa tengsl við Bretland. „Ólympíuleikarnir eru í London 2010, þeir eru að leita eftir Bretum hvar sem þeir eru í heiminum og hafa verið að búa til lið,“ segir Júlíus. Bretar hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 36 mörkum. „Það hefur sýnt sig að þær eru með slakasta liðið í riðlinum miðað við úrslitin. Það er ekki stóra málið að vinna þennan leik mjög stórt. Við þurfum að klára þessa leiki áður en við förum í seinni hlutann á móti Frakklandi og Austurríki. Við getum auðveldlega eyðilagt allt fyrir okkur með einhverjum skítaleik á morgun. Það er markmið dagsins að halda öllum á tánum,“ segir Júlíus. Íslenska liðið hefur náð tveimur stigum út úr tveimur fyrstu leikjum sínum og er sem er í 3. sæti riðilsins á eftir Frökkum og Austurríkismönnum. „Það eru gífurlega góðir möguleikar hjá okkur en við megum ekki henda þeim frá okkur. Við höfum sagt að þetta sé dauða-dauðafæri og við höfum oft séð menn klikka á dauðafærum en við ætlum ekki að láta það gerast,“ segir Júlíus. JÚLÍUS JÓNASSON: STÝRIR KVENNALANDSLIÐINU Á MÓTI BRETUM Í LONDON Í KVÖLD Við getum auðveldlega eyðilagt allt fyrir okkur > Arnar á leið til Grikklands Gríska félagið AEK Aþena tilkynnti í gær að það hefði ráðið Arnar Grétarsson sem tæknilegan ráðgjafa félags- ins. Þetta þýðir að Blikar hafa misst sinn reyndasta leikmann og Arnar hefur einnig spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Missir Blika er mikill enda var Arnar frábær í liði félagsins síðasta sumar er það vann bikarinn í fyrsta skipti. Arnar lék með AEK á sínum tíma og koma þessi tíðindi ekki mikið á óvart enda hefur það verið lengi í umræðunni að Arnar væri á leið til Grikklands. Nú er það loks staðfest. Meistaradeild Evrópu: FC Bayern-Man. Utd 2-1 0-1 Wayne Rooney (2.), 1-1 Franck Ribery (76.), 2-1 Ivica Olic (90.+2). Lyon-Bordeaux 3-1 1-0 Lisandro Lopez (10.), 1-1 Marouane Cham- akh (14.), 2-1 Michel Bastos (32.), 3-1 Lisandro Lopez, víti (77.). ÚRSLIT 1. deild karla í körfu: Valur-Haukar 73-82 Valur: Hörður Helgi Hreiðarsson 21/11 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Kristjánsson 13, Byron Davis 12/5 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 9/6 fráköst, Snorri Páll Sigurðsson 8/6 fráköst/9 stoðsendingar, Pétur Þór Jakobsson 5, Þorgrímur Guðni Björnsson 3/5 fráköst, Benedikt Palsson 2. Haukar: Semaj Inge 27/11 fráköst/6 stoðsend- ingar, Davíð Páll Hermannsson 16/4 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 14/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 13/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 7/7 fráköst, Örn Sigurðarson 2, Lúðvík Bjarnason 2, Emil Barja 1. N1 Deildin KARLAR Miðvikudagur Vodafone höll Seltjarnarnes Framhús Digranes Valur - Akureyri Grótta - Stjarnan Fram - FH HK - Haukar 18:30 19:30 19:30 19:30 2009 - 2010 FÓTBOLTI Lyon er í afar sterkri stöðu gegn Bordeaux eftir 3-1 sigur á löndum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Lisandro Lopez var hetja Lyon í leiknum en hann skoraði tvívegis. Hann skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að varnarmenn Bordeaux höfðu nánast gefið frá sér boltann. Stutt sending á Lopez sem skoraði auðveldlega. Hinn magnaði framherji Bor- deaux, Marouane Chamakh, jafn- aði leikinn aðeins fjórum mínút- um síðar. Hann fékk þá laglega sendingu í teiginn frá Gourcuff sem hann skallaði af afli í netið. Vörn Bordeaux gerði sig aftur seka um slæm mistök á 32. mín- útu er það náði ekki hreinsa fyr- irgjöf burt. Boltinn fór á Michel Bastos sem lagði boltann smekk- lega í fjærhornið. Það var síðan Lopez sem kláraði leikinn fyrir Lyon með marki úr vítaspyrnu á 77. mínútu - hbg Meistaradeild Evrópu: Lyon skellti Bordeaux SVEKKTUR Marouane Chamakh, leik- maður Bordeaux, var ekki kátur í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Haukar tryggðu sér í gærkvöld sæti í Iceland Express- deild karla að ári með sigri á Val, 73-82. Haukar unnu þar með einvígi liðanna 2-0 og fara upp um deild ásamt KFÍ. Haukar byrjuðu leikinn betur í gær og leiddu með þrem stigum eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn komu til baka og voru einu stigi yfir í leikhléi. Haukarnir tóku aftur á móti völdin á nýjan leik í síðari hálf- leik, voru sterkari í báðum leik- hlutum og tryggðu sér verðskuld- aðan sigur. Semaj Inge átti stórleik í liði Hauka en hann hefur reynst Haukum drjúgur frá því hann gekk í raðir félagsins frá KR sem gat ekki notað hann lengur. - hbg Umspil 1. deildar karla: Haukar í úrvalsdeild STERKUR Semaj Inge var magnaður í liði Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Man. Utd á verðugt verk- efni fyrir höndum í síðari leiknum gegn FC Bayern í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar eftir 2-1 tap í Þýskalandi í gær. United byrjaði leikinn með ótrú- legum látum. Tók miðju, sendi upp í hornið á Nani þar sem var brotið á honum við hornfánann. Nani tók spyrnuna sjálfur, sendi í teiginn þar sem Wayne Rooney var einn og óvaldaður. Hann þakkaði fyrir það með því að skora auðveldlega af stuttu færi. Gary Neville braut af sér rétt utan teigs þegar um stundarfjórð- ungur var eftir af leiknum. Franck Ribery tók aukaspyrnuna sem var frekar slök. Spyrnan fór þó í Wayne Rooney og breytti þar með um stefnu og í netið fór boltinn. Leikur United skánaði mikið eftir markið og liðið fór að sækja á ný. Nemanja Vidic komst ansi nærri því að skora sjö mínútum fyrir leikslok er hann skallaði hornspyrnu Ryan Giggs í slána. Mario Gomez fékk dauðafæri í uppbótartíma en Van der Sar varði glæsilega í horn. Þegar uppbótartíminn var nán- ast búinn gerði Patrice Evra sig sekan um slæm mistök. Hann var að dóla með boltann í teign- um. Ivica Olic hrifsaði af honum knöttinn og skoraði auðveldlega. Ótrúlega klaufalegt. Leikurinn var flautaður af skömmu síðar og það var ekki upplífgandi fyrir stuðn- ingsmenn United að sjá Wayne Rooney haltra síðan af velli en hann sneri sig í uppbótartíma. „Við spiluðum ekki vel ef ég á að segja eins og er. Við vorum alltaf að gefa frá okkur boltann og það er okkur að kenna að leikurinn tapaðist,“ sagði Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd, eftir leik- inn. „Bayern var betra liðið en við eigum að vera betri í að halda bolt- anum en við sýndum í kvöld. Fyrra markið þeirra var heppni og það var síðan skelfilegt að gefa þeim síðara markið.“ Síðari leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. „Það verð- ur allt annar leikur. Við verðum miklu betri, ég efast ekkert um það og vonandi réttum við úr kútn- um. Við höfum útivallarmarkið og munum reyna að vinna síðari leik- inn,“ sagði Ferguson. henry@frettabladid.is Nú fékk United á baukinn Ellefu árum eftir að United tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með tveimur mörkum gegn FC Bayern í uppbótartíma snerist dæmið við. Ivica Olic skoraði sigurmark Bayern á ögurstundu. Wayne Rooney haltraði af velli í leikslok. MEIDDUR Wayne Rooney meiddist nokkrum sekúndum áður en Bayern skoraði sigurmarkið. NORDIC PHOTOS/AFP HETJAN Ivica Olic fagnar hér sigurmarki sínu í gær. Skot hans var síðasta spyrna leiksins. NORDIC PHOTOS/AFP Stig og markatala í síðustu 3 umferðum: 1. Valur 5 (+7), 2. Grótta 4 (+9), 3. Fram 4 (+5), 4. Stjarnan 4 (+3), 5. Haukar 4 (-2), 6. Akureyri 2 (-5), 7. HK 1 (-6), 8. FH 0 (-11). Leikir kvöldsins: Klukkan18.30: Valur-Akur eyri. Klukkan 19.30: Fram-FH, HK-Haukar, Grótta-Stjarnan, HK-Haukar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.