Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 66
50 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Það verður án vafa skrít- in tilfinning fyrir Thierry Henry að labba inn á Emirates-völlinn í kvöld þar sem hann mætir sínu gamla félagi, Arsenal. Henry við- urkenndi að vera þegar orðinn mjög tilfinninganæmur er hann steig upp í flugvélina til London. „Þetta verður afar furðulegur leikur fyrir mig. Ég sagði fyrir dráttinn að ég vildi alls ekki mæta Arsenal, af hverju vita allir. Svona er þetta samt og maður verður að standa sig í þessum aðstæðum,“ sagði Henry sem verður líklega í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Þetta verður hans fyrsti leikur á Emirates í þrjú ár. Henry skoraði 226 mörk fyrir Arsenal á átta tímabilum og var á dögunum kosinn besti leikmaður félagsins frá upphafi í kosningu á heimasíðu félagsins. „Síðan ég fór til Barcelona hef ég aðeins komið einu sinni á Emir- ates. Það var þegar liðið mætti Blackburn fyrir þremur eða fjór- um mánuðum. Ég veit ekki hvernig fólk mun taka á móti mér. Samband mitt við stuðningsmenn félagsins er mjög sérstakt. Þeir eru frábær- ir og styðja sitt lið sama á hverju gengur. Ég er stuðningsmaður Ars- enal og verð alltaf stuðningsmaður félagsins. Ég horfi á alla leiki liðs- ins sem ég get,“ sagði Frakkinn. Arsenal þarf á góðum úrslitum að halda á heimavelli í kvöld enda er þetta aðeins fyrri leikurinn og síðari leikurinn á Camp Nou verð- ur án efa mjög erfiður. Það hjálpar ekki Lundúnaliðinu að þeirra besti maður, Cesc Fabre- gas, er meiddur og svo gæti farið að hann verði ekki einu sinni á bekknum í kvöld. „Hann er ekki að æfa og er ekki leikhæfur,“ sagði Arsene Weng- er, stjóri Arsenal. „Við munum að sjálfsögðu bíða fram á síðustu stundu en ég veit hreinlega ekki hvort hann nær leiknum. Ef hann er ekki nógu góður til að spila er afar ólíklegt að ég taki einhverja áhættu með því að hafa hann á bekknum.“ Drengir José Mourinho í Inter leika einnig í kvöld en þeir taka á móti rússneska liðinu CSKA Moskva á San Siro. Mourinho býst við erfiðum leik. „Það er alltaf erfitt að spila gegn svona liði. Þeir hlupu mikið gegn Man. Utd og líkamlegt atgervi liðsins heillaði mig. Þetta er þétt lið með góða vörn og sterka sókn- armenn eins og Krasic sem skor- ar nánast í hverjum leik,“ sagði Mourinho. henry@frettabladid.is Henry verður í sviðsljósinu í kvöld Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti CSKA Moskva og svo mætir Barcelona á Emirates. Thierry Henry verður líklega í liði Barcelona í kvöld en hann gerir ráð fyrir tilfinningaríku og erfiðu kvöldi. Cesc Fabregas er meiddur og mun líklega ekki spila með Arsenal. Á HEIMAVELLI Í KVÖLD Thierry Henry mætir sínu gamla félagi í kvöld. Hann er hér á ferðinni með Arsenal gegn Barcelona í úrslit- um Meistaradeildarinnar árið 2006. Barcelona vann þann leik, 2-1. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Stef- án Gíslason er á leið til norska félagsins Viking frá danska lið- inu Bröndby. Hann er lánaður til norska liðsins. Egil Östenstad, yfirmaður íþróttamála hjá Viking, staðfesti í gær að samkomulag hefði náðst við Bröndby og Stefán. Aðeins ætti eftir að ganga frá pappírs- vinnunni. „Ég reikna með að þetta gangi upp og er góð lausn fyrir mig og Viking. Þarna fæ ég möguleika á að spila fótbolta,“ sagði Stefán við Aftenbladet en hann hefur ekkert fengið að spila með Bröndby síð- ustu misserin. Stefán er ekki ókunnugur norska boltanum þar sem hann lék með Lyn og Stömsgodset á sínum tíma. - hbg Breytingar hjá Stefáni: Á leið til Viking STEFÁN GÍSLASON Fær loksins að spila fótbolta aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið mætir því króat- íska ytra í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM. Ísland má alls ekki misstíga sig í leiknum í dag ef það ætlar að eiga möguleika á að kom- ast áfram. Króatía er á pappírnum talsvert lakara lið en Ísland og það tapaði mjög óvænt á heima- velli fyrir Eistum, 0-3. Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir að það fari ágætlega um liðið sem sé á fínu hóteli. Hann kann samt ekki við þann leik sem Króatar eru að spila til þess að koma liðinu hans úr jafnvægi. „Þegar við vorum búin að æfa í tíu mínútur á mánudag þá kom ein- hver og sagði að við mættum ekki æfa þar. Við urðum því að dröslast upp í rútu og fara á annan völl í fimm mínútna fjarlægð. Ég er nú öllu vanur en verð samt að viður- kenna að ég varð virkilega reiður, sérstaklega þar sem við vorum byrj- uð að æfa,“ segir Sigurður Ragnar og bætti við. „Svona myndi aldrei gerast í karlaboltanum.“ Á æfingunni í gær á vellinum sem leikurinn fer fram var önnur uppákoma. „Völlurinn var mjög loðinn og við vildum láta slá hann. Eftirlitsmaður UEFA blandaði sér í málið og skipaði vallarstjóranum að slá völlinn en hann neitaði. Hann gaf sig þó á endanum og var að slá meðan við æfðum. Það er allt reynt en við látum þetta ekki koma okkur úr jafnvægi,“ segir Sigurður. Hann segir leikmenn liðsins vera í góðu ástandi og engin meiðslavandræði séu. „Það er óvenju lítið að gera hjá sjúkra- þjálfaranum sem þarf ekki að teipa einn ökkla. Margrét Lára var í smá vandræð- um í síðasta leik en segist vera í lagi núna,“ segir Sigurður. Hann segir leik- inn á morgun vera þolinmæðisverk. „Þetta lið vill halda boltanum en stelpurnar láta sig detta mikið og liggja þá lengi. Þær gera mikið úr öllu og reyna að tefja eins og hægt er. Við þurfum því að passa okkur á að halda haus þó svo það gangi illa að skora fyrsta markið sem mun skipta öllu.“ - hbg Króatar gera allt til þess að koma íslenska landsliðinu úr jafnvægi: Vallarstjórinn neitaði að slá völlinn Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 07 89 Allt veltur á söginni! D27107 Áreiðanleg veltisög frá DeWalt Afl: 2000 W Blaðstærð: 305 mm 154.900 kr. (með VSK) Er byggt á Leppin Smart Energy Inniheldur flókin kolvetni Ekkert koffín, taurín eða önnur örvandi efni Náttúruleg litarefni Án Aspartam KLÁRAÐU LEIKINN –með nýju og endurbættu Soccerade
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.