Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 67
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 51 KÖRFUBOLTI Þriðji leikur KR og Hamars í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna fer fram í DHL-höllinni í kvöld en staðan er 1-1 eftir að bæði lið höfðu unnið á útivöllum í fyrstu leikjunum. Lokaúrslitin byrjuðu alveg eins í fyrra en þá vann KR fyrsta leik- inn á útivelli en Haukar svöruðu með sigri í DHL-höllinni. Það voru síðan Haukar sem unnu þriðja leikinn og unnu að lokum titilinn í oddaleik. Mikilvægi leiksins í kvöld er mikið því í öll skiptin sem staðan hefur verið 1-1 í lokaúrslit- um kvenna þá hefur sigurvegari þriðja leiksins unnið titilinn. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði og leikstjórnandi KR, jafnaði frá- kastametið í lokaúrslitum kvenna með því að taka 19 fráköst í öðrum leiknum í Hveragerði á mánudags- kvöldið en KR-liðið vann fráköstin 50-34 og tók meðal annars 26 af 41 frákasti í boði undir körfu Hamar- sliðsins í leiknum. KR-liðið tapaði frákastabar- áttunni illa í fyrsta leiknum sem Hamar vann og Hildur tók 17 fleiri fráköst í leiknum á mánu- dagskvöldið en hún gerði í fyrsta leiknum á föstudaginn. Hildur tók 7 fráköst strax í fyrsta leikhluta og 9 af fráköstum hennar í leikn- um voru sóknarfráköst. Hildur er leikstjórnandi og langt frá því að vera með hæstu leikmönnum. Hildur á nú metið með Heather Corby sem tók 19 fráköst fyrir KR í fyrsta leiknum á móti Keflavík 26. mars 2001. Hildur bætti hins vegar met Íslendings um eitt frá- kast en það áttu þær Anna María Sveinsdóttir og Þórunn Bjarna- dóttir saman. - óój Þriðji leikur KR og Hamars í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í kvöld: Hildur jafnaði frákastametið 19 FRÁKÖST Hildur Sigurðardóttir lét til sín taka í frákastabaráttunni í leik tvö á móti Hamri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Hrafnhildur Lúthersdótt- ir, sundkona úr SH í Hafnarfirði, náði góðum árangri á páskamóti SH sem var haldið í Ásvallalaug um helgina. Hrafnhildur var ein af 180 þátttakendum á mótinu og náði besta árangri mótsins þegar hún tryggði sér farseðilinn á HM í Dúbaí í desember með flottu 100 metra bringusundi. Hrafnhildur synti vel undir lágmörkunum á HM með því að synda 100 metra bringusund á tímanum 1 mínútu og 9,06 sek- úndum. Hrafnhildur fer því til Dúbaí í desember til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 25 m laug en lágmark Sundsam- bandsins fyrir 100 m bringusund er 1.09,70. - óój Hrafnhildur Lúthersdóttir í SH: Fer til Dúbaí í desember Í GÓÐUM GÍR Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Fyrsti súpufundur KSÍ sló í gegn á dögunum og nú er komið að súpufundi númer tvö sem verður haldinn fimmtu- daginn 8. apríl. Yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn en á þess- um fundum er boðið upp á 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. „Að þessu sinni mun fyrir- lesari á vegum SÁÁ koma og flytja erindi um spilafíkn og það hvernig þjálfarar og aðrir innan knattspyrnuhreyfingarinnar geti greint einkenni spilafíknar og hvert eigi að snúa sér í þeim málum. Fjárhættuspil leikmanna allt frá meistaraflokki og niður í yngri flokka hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að spilafíkn er vaxandi vandamál innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í frétt á ksi.is. - óój Annar súpufundur KSÍ: Taka fyrir spila- fíkn leikmanna EX PO · w w w .e xp o .is BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is Komdu með! Þúsundir ferðalanga hafa lagt lykkju á leið sína til að skoða gosið á Fimmvörðuhálsi frá ýmsum sjónarhornum. Það sem blasir við er stórkostlegt sjónarspil náttúruaflanna, þar sem eldur og ís heyja baráttu um yfirráð. Kynnisferðir bjóða sætaferðir í Þórsmörk um páskana (1. - 5. apríl 2010) til að fá enn eitt sjónarhorn á gosið og upplifa krafta íslenskrar náttúru. Gönguleiðin upp á Valahnúk frá Húsadal er nokkuð brött, en stígur liggur upp á toppinn og þar er útsýnisskífa með nöfnum allra sjáanlegra fjalla. Frá Valahnúk er útsýni til gosstöðvanna vægast sagt stórkostlegt. Farfuglar bjóða gistingu og annað viðurværi í Húsadal, Ferðafélag Íslands í Langadal og Ferðafélagið Útivist í Básum. Verið vel klædd og munið eftir myndavél og sjónauka! ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Reykjavík-Þórsmörk (önnur leiðin) kr. 5100 Hvolsvöllur/Seljalandsfoss-Þórsmörk (önnur leiðin) kr. 2000 Börn 0 - 11 ára ferðast frítt. Börn 12 - 15 ára borga hálft fargjald. Verð á mann: Frá Reykjavík Hveragerði Selfoss Hella Hvolsvöllur Seljalandsfoss Þórsmörk Húsad. Daglega 08:30 09:10 09:25 09:50 10:15 10:45 11:45 Daglega 16:00 16:40 17:00 17:30 17:50 18:10 19:10 Frá Þórsmörk Húsad. Seljalandsfoss Hvolsvöllur Hella Selfoss Hveragerði Reykjavík Daglega 08:30 09:30 10:10 10:20 10:50 11:00 11:45 Daglega 16:00 17:00 17:50 18:00 18:30 18:40 19:20 Frá Húsadalur Langidalur Básar Langidalur Húsadalur Daglega - 07:30* 08.00* - - Daglega 13:00 13:30 13:40 / 15:00 15:10 / 15:20 15:45 /16:00 Páskaáætlunin er sem hér segir: Leið 9 - 9a *Þarf að bóka hjá skálaverði fyrir kl: 21:00 daginn fyrir brottför Bókaðu núna á www.re.isBókaðu núna í síma 580 5450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.