Fréttablaðið - 31.03.2010, Síða 67

Fréttablaðið - 31.03.2010, Síða 67
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 51 KÖRFUBOLTI Þriðji leikur KR og Hamars í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna fer fram í DHL-höllinni í kvöld en staðan er 1-1 eftir að bæði lið höfðu unnið á útivöllum í fyrstu leikjunum. Lokaúrslitin byrjuðu alveg eins í fyrra en þá vann KR fyrsta leik- inn á útivelli en Haukar svöruðu með sigri í DHL-höllinni. Það voru síðan Haukar sem unnu þriðja leikinn og unnu að lokum titilinn í oddaleik. Mikilvægi leiksins í kvöld er mikið því í öll skiptin sem staðan hefur verið 1-1 í lokaúrslit- um kvenna þá hefur sigurvegari þriðja leiksins unnið titilinn. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði og leikstjórnandi KR, jafnaði frá- kastametið í lokaúrslitum kvenna með því að taka 19 fráköst í öðrum leiknum í Hveragerði á mánudags- kvöldið en KR-liðið vann fráköstin 50-34 og tók meðal annars 26 af 41 frákasti í boði undir körfu Hamar- sliðsins í leiknum. KR-liðið tapaði frákastabar- áttunni illa í fyrsta leiknum sem Hamar vann og Hildur tók 17 fleiri fráköst í leiknum á mánu- dagskvöldið en hún gerði í fyrsta leiknum á föstudaginn. Hildur tók 7 fráköst strax í fyrsta leikhluta og 9 af fráköstum hennar í leikn- um voru sóknarfráköst. Hildur er leikstjórnandi og langt frá því að vera með hæstu leikmönnum. Hildur á nú metið með Heather Corby sem tók 19 fráköst fyrir KR í fyrsta leiknum á móti Keflavík 26. mars 2001. Hildur bætti hins vegar met Íslendings um eitt frá- kast en það áttu þær Anna María Sveinsdóttir og Þórunn Bjarna- dóttir saman. - óój Þriðji leikur KR og Hamars í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í kvöld: Hildur jafnaði frákastametið 19 FRÁKÖST Hildur Sigurðardóttir lét til sín taka í frákastabaráttunni í leik tvö á móti Hamri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Hrafnhildur Lúthersdótt- ir, sundkona úr SH í Hafnarfirði, náði góðum árangri á páskamóti SH sem var haldið í Ásvallalaug um helgina. Hrafnhildur var ein af 180 þátttakendum á mótinu og náði besta árangri mótsins þegar hún tryggði sér farseðilinn á HM í Dúbaí í desember með flottu 100 metra bringusundi. Hrafnhildur synti vel undir lágmörkunum á HM með því að synda 100 metra bringusund á tímanum 1 mínútu og 9,06 sek- úndum. Hrafnhildur fer því til Dúbaí í desember til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 25 m laug en lágmark Sundsam- bandsins fyrir 100 m bringusund er 1.09,70. - óój Hrafnhildur Lúthersdóttir í SH: Fer til Dúbaí í desember Í GÓÐUM GÍR Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Fyrsti súpufundur KSÍ sló í gegn á dögunum og nú er komið að súpufundi númer tvö sem verður haldinn fimmtu- daginn 8. apríl. Yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn en á þess- um fundum er boðið upp á 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. „Að þessu sinni mun fyrir- lesari á vegum SÁÁ koma og flytja erindi um spilafíkn og það hvernig þjálfarar og aðrir innan knattspyrnuhreyfingarinnar geti greint einkenni spilafíknar og hvert eigi að snúa sér í þeim málum. Fjárhættuspil leikmanna allt frá meistaraflokki og niður í yngri flokka hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að spilafíkn er vaxandi vandamál innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í frétt á ksi.is. - óój Annar súpufundur KSÍ: Taka fyrir spila- fíkn leikmanna EX PO · w w w .e xp o .is BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is Komdu með! Þúsundir ferðalanga hafa lagt lykkju á leið sína til að skoða gosið á Fimmvörðuhálsi frá ýmsum sjónarhornum. Það sem blasir við er stórkostlegt sjónarspil náttúruaflanna, þar sem eldur og ís heyja baráttu um yfirráð. Kynnisferðir bjóða sætaferðir í Þórsmörk um páskana (1. - 5. apríl 2010) til að fá enn eitt sjónarhorn á gosið og upplifa krafta íslenskrar náttúru. Gönguleiðin upp á Valahnúk frá Húsadal er nokkuð brött, en stígur liggur upp á toppinn og þar er útsýnisskífa með nöfnum allra sjáanlegra fjalla. Frá Valahnúk er útsýni til gosstöðvanna vægast sagt stórkostlegt. Farfuglar bjóða gistingu og annað viðurværi í Húsadal, Ferðafélag Íslands í Langadal og Ferðafélagið Útivist í Básum. Verið vel klædd og munið eftir myndavél og sjónauka! ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Reykjavík-Þórsmörk (önnur leiðin) kr. 5100 Hvolsvöllur/Seljalandsfoss-Þórsmörk (önnur leiðin) kr. 2000 Börn 0 - 11 ára ferðast frítt. Börn 12 - 15 ára borga hálft fargjald. Verð á mann: Frá Reykjavík Hveragerði Selfoss Hella Hvolsvöllur Seljalandsfoss Þórsmörk Húsad. Daglega 08:30 09:10 09:25 09:50 10:15 10:45 11:45 Daglega 16:00 16:40 17:00 17:30 17:50 18:10 19:10 Frá Þórsmörk Húsad. Seljalandsfoss Hvolsvöllur Hella Selfoss Hveragerði Reykjavík Daglega 08:30 09:30 10:10 10:20 10:50 11:00 11:45 Daglega 16:00 17:00 17:50 18:00 18:30 18:40 19:20 Frá Húsadalur Langidalur Básar Langidalur Húsadalur Daglega - 07:30* 08.00* - - Daglega 13:00 13:30 13:40 / 15:00 15:10 / 15:20 15:45 /16:00 Páskaáætlunin er sem hér segir: Leið 9 - 9a *Þarf að bóka hjá skálaverði fyrir kl: 21:00 daginn fyrir brottför Bókaðu núna á www.re.isBókaðu núna í síma 580 5450

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.