Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 2

Fréttablaðið - 01.04.2010, Page 2
2 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Einar, eru þeir sem tala í símann undir stýri alveg úti að aka? „Já, þeim væri hollara að spara orðin og einbeita sér að umferð- inni.“ Ný rannnsókn sýnir að aðeins einn af hverjum fjörutíu veldur því að aka og tala í símann samtímis. Einar Magnús Magn- ússon er verkefnastjóri umferðaráróðurs hjá Umferðarstofu. ELDGOS Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþot- ur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærkvöldi segir að það hafi ekki farið varhluta af þeirri neikvæðu umræðu sem gjarnan fylgi fyrirtækjum sem starfa að hernaði. Ákvörðunin sé liður í að bæta ímynd fyrirtækis- ins á Íslandi og eyða tortryggni í þess garð. Herkúles-vélarnar eru yfirleitt notaðar til að flytja hermenn milli landa. Áætlað er að tvær slík- ar lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.30 í dag og fari með áhugasama í um einnar og hálfr- ar klukkustundar útsýnisferð yfir eldgosið. Í tilkynningunni segir að samtals komist um 250 manns í vélarnar og er fólk því hvatt til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Þetta er hrein ögrun yfir páskahátíðirnar,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hern- aðarandstæðinga. „Það er algjör- lega forkastanlegt að þetta sé heimilað og við hljótum að krefj- ast þess að yfirvöld taki í taumana og við væntum þess að fá Þjóð- kirkjuna og biskup með okkur í að mótmæla þessu harðlega.“ Vél- arnar séu þess utan óskráðar hér á landi og því vandséð að flugið standist lög. Stefán hvetur fólk til að mæta á Reykjavíkurflugvöll og mótmæla, og býst við því að hann muni sjálf- ur verða vopnaður málningu. „Ef allt um þrýtur munum við svo auð- vitað reyna að koma í veg fyrir að vélarnar komist á loft.“ - fa Hollenska hernaðarfyrirtækið E.C.A. reynir að bæta ímynd sína á Íslandi við litla gleði hernaðarandstæðinga: E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum ELDGOSIÐ Þeir sem nýta sér boð E.C.A. eiga mikið sjónarspil í vændum. FRÉTTABLAÐIÐ / VLHELM VIÐSKIPTI MP Banki tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna í fyrra, sem er talsverður viðsnúningur frá rúmlega 860 milljóna króna hagn- aði fyrir tveimur árum. Efnahags- aðstæður, 33 prósenta samdráttur tekna, tiltekt í bókhaldinu og kostn- aðarsöm uppbygging á viðskipta- bankastarfsemi frá grunni lituðu bækur bankans. Gunnar Karl Guðmundsson, for- stjóri MP Banka, segir reksturinn traustan þótt varúðarniðurfærsla á lánasafni bankans hafi sett skarð í afkomuna. „Menn voru í góðri trú . En svo kom í ljós að viðskiptavinir bankans höfðu orðið fyrir enn frek- ari búsifjum vegna efnahagshruns- ins og því varð að taka enn frekari afskriftir,“ segir hann. Niðurfærslan, sem ekki felst í afskrift lána, hljóðar upp á 1.350 milljónir króna og tilkomin vegna þarsíðasta árs. Þetta jafngildir 35 prósentum af lánasafni bankans. „Við teljum að afskriftirnar nú séu orðnar fullnægjandi,“ segir hann en viðurkennir að ekkert megi úti- loka. Annað högg á íslenskt efna- hagslíf geti haft í för með sér enn frekari niðurfærslu. Eftir því sem næst verður komist var tæpur helmingur þeirra útlána sem MP Banki færði inn á varúðar- reikning lán til eignarhaldsfélaga. Umfangsmesta lánið sem fært var niður var til félags Björg ólfs Guð- mundssonar, formanns banka- stjórnar Landsbankans, vegna kaupa hans á breska Úrvalsdeild- arliðinu West Ham. MP Banki tók félagið yfir ásamt Straumi og Byr eftir að veldi Björgólfs hrundi haustið 2008 og á enn hlut í því. Gunnar vill ekki tjá sig um lánið vegna West Ham en segir lán til eignarhaldsfélaga ekki slæm út af fyrir sig. Meira máli skipti hvernig trygg- ingar hafi verið á bak við þau almennt. „Lán til eignarhaldsfélaga eru yfirleitt mjög góð og greitt af þeim,“ segir hann. jonab@frettabladid.is MP Banki tapar fé vegna West Ham Lán vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar á breska úrvalsdeildarliðinu West Ham hefur verið fært verulega niður í bókum MP Banka. Forstjórinn segir reksturinn traustan þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á síðasta ári. GUNNAR KARL Ein umfangsmesta varúðarniðurfærsla MP Banka í fyrra var lán vegna kaupa á West Ham. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisstofnun hefur sett bönk- um ítarleg skilyrði vegna yfirtöku þeirra á fyr- irtækjum sem starfa á mikilvægum samkeppnis- mörkuðum. Skilyrðin eru sett til að draga úr samkeppnisrösk- un sem stafað getur af eignarhaldi banka á viðkom- andi fyrirtækjum. Helstu skilyrði eru þau að bönkunum verða sett- ar þröngar tímaskorður til að selja fyrirtækin aftur. Sölufresturinn verður ákveðinn fyrir hvert tilvik, og verður ekki gefinn upp til að skekkja ekki skil- yrði til sölu. Bankarnir eiga enn fremur að tryggja að yfirtek- in fyrirtæki starfi sem sjálfstæðir keppinautar á markaði. Til að tryggja það skal meirihluti stjórnar- manna koma utan bankans. Skilyrðin eru sett með ákvörðunum sem varða yfirtöku bankanna á þremur fyrirtækjum. Í fyrsta lagi yfirtöku Vestia, eignarhaldsfélags Landsbank- ans, á Teymi. Í öðru lagi ar fjallað um yfirtöku Íslandsbanka á Ingvari Helgasyni og B&L. Í þriðja lagi er fjallað um yfirtöku Arion banka á Högum. Samkeppniseftirlitið telur að framangreindar yfirtökur raski samkeppni og að nauðsynlegt sé því að setja þeim skilyrði sem ætlað er að vinna gegn þeirri röskun. Hafi bankarnir fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í viðkomandi ákvörð- unum. - bj, jhh Samkeppniseftirlitið setur bönkunum ítarleg skilyrði við yfirtökur á fyrirtækjum: Fá stuttan tíma til að selja SELJA Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, 10-11 og fleiri verslana, nema í takmarkaðan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞÝSKALAND, AP Súkkulaði gæti minnkað líkurnar á hjartasjúk- dómum, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiddi í ljós að þeir sem borða lítinn skammt af súkkulaði á hverjum degi gætu minnkað líkurnar á að fá hjarta- áfall eða heilablóðfall um allt að 40 prósent. Þýsku vísindamennirnir fylgd- ust með 20 þúsund manns um átta ára skeið. Þeir komust að því að það væru 39 prósenta lægri líkur að þeir fengju hjartaáfall eða heilablóðfall sem borðuðu að jafn- aði sex grömm af súkkulaði á dag. Aðrar rannsóknir hafa gefið svipaðar niðurstöður en engin þeirra hefur náð yfir jafn langan tíma og þessi. Vísindamenn varar hins vegar við óhóflegu súkkulaði- áti. Það geti leitt til þyngdaraukn- ingar sem auki líkurnar á hjarta- sjúkdómum. - bs Súkkulaðiunnendur gleðjast: Súkkulaði gott fyrir hjartað PÁSKAEGG Súkkulaði í smáum skömmt- um getur verið gott fyrir hjartað en var- ast skal að háma það í sig í stórum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vottaði Medvedev samúð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Dimitry Medvedev, forseta Rússlands samúðarkveðjur sínar og þjóðarinnar allrar í gær, mið- vikudag, vegna hryðjuverkaárásanna í Moskvu á mánudag. FORSETAEMBÆTTIÐ UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við tut- tugu skilyrði sem umhverf- isráðuneytið setti á sínum tíma í úrskurði um umhverf- isáhrif Kára- hnjúkavirkj- unar, og ætlað var að draga úr umhverfisáhrif- um virkjunar- innar. Svandís segir að sér hafi borist ábendingar um að vanhöld hafi verið á að staðið hafi verið við skilyrðin. Ábendingarnar snúi að lónstæðinu, sandfoki og rofi í náttúrunni. Landsvirkjun sendi frá sér yfir- lýsingu vegna þessa í gærkvöld. Í henni kom fram að Landsvirkjun telur sig í einu og öllu hafa upp- fyllt nefnd skilyrði frá upphafi framkvæmda. „Finnist eitthvað athugavert mun fyrirtækið bæta þar úr,“ segir þar. - sh Umhverfisráðherra: Lætur kanna efndir við Kára- hnjúkavirkjun SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR. SJÁVARÚTVEGSMÁL Berti G ÍS frá Suðureyri er enn þá aflahæsti smábáturinn undir 10 brúttó tonn það sem af er mars en bátarnir á Vestfjörðum hafa róað lítið að undanförnu. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Berti G ÍS hefur veitt 33 tonn í tíu róðrum það sem af er mánuð- inum. Í öðru sæti er Björg Hauks ÍS frá Ísafirði með 29 tonn í átta róðrum. Bátarnir veiða báðir á línu. Berti G frá Suðureyri aflahár: Veiddi 33 tonn í tíu róðrum Eigið fé MP Banka nam í lok síðasta árs fimm milljörðum króna samanborið við 6,6 milljarða í lok árs 2008. Skuldir og skuldbindingar nám 57,5 milljörðum króna, sem er 23 prósenta aukning á milli ára. Eiginfjárhlutfallið nam 14,9 prósentum en var 22,3 prósent ári fyrr. Almennt krefst Fjármálaeftirlitið sextán prósenta eiginfjárhlutfalls sparisjóða en tólf prósenta hjá viðskiptabönkum. Lykiltölur úr ársreikningi MP Banka SPURNING DAGSINS DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.